Þýski boltinn Aðlögunartímabilið varð að draumatímabili Sveindís Jane Jónsdóttir er að vonum í skýjunum hvernig fyrsta tímabil hennar hjá þýska stórliðinu Wolfsburg hefur gengið. Hún vonaðist til að fá að spila með Wolfsburg en segir að hlutverk sitt hafi verið talsvert stærra en hún bjóst við. Fótbolti 12.5.2022 09:00 Alexandra lánuð til Breiðabliks til að komast í leikform fyrir EM Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur verið lánuð frá Frankfurt til Breiðabliks. Íslenski boltinn 11.5.2022 11:22 Dortmund búið að finna arftaka Haaland Þýska liðið Borussia Dortmund var ekki lengi að kynna til leiks arftaka Erlings Haaland eftir að tilkynnt var um að sá norski myndi yfirgefa félagið í sumar. Karim Adeyemi gengur til liðs við Dortmund eftir tímabilið. Fótbolti 10.5.2022 22:01 Man. City staðfestir samkomulag sitt við Dortmund um Haaland Erling Haaland verður leikmaður enska liðsins Manchester City frá og með 1. júlí. Ensku meistarnir staðfestu í dag það sem fjölmiðlar hafa haldið fram undanfarna daga. Enski boltinn 10.5.2022 14:49 Íslenska þríeykið í Bayern á glænýjum Audi Eftir að hafa þurft að bíta í það súra epli um helgina að Wolfsburg skyldi verða Þýskalandsmeistari fengu leikmenn Bayern München góðar fréttir í gær. Fótbolti 10.5.2022 14:01 Sveindís verðlaunuð með nýjum samningi Ekki fer á milli mála að forráðamenn Wolfsburg séu ánægðir með íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur því hún hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Fótbolti 10.5.2022 13:02 Bayern íhugar að bjóða í Mané Þýskalandsmeistarar Bayern München skoða möguleikann á að fá Sadio Mané, framherja Liverpool, í sínar raðir í sumar. Mané á aðeins rúmlega ár eftir af samningi sínum í Bítlaborginni og gæti hugsað sér til hreyfings. Fótbolti 9.5.2022 18:31 Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. Fótbolti 9.5.2022 12:30 Müller fagnaði nýjum samningi með marki Bayern München gerði 2-2-jafntefli þegar liðið fékk Stuttgart í heimsókn í næstsíðustu umferð þýsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. Fótbolti 8.5.2022 18:05 Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. Fótbolti 8.5.2022 15:50 Guðlaugur Victor aðstoðaði við að sigla sætinu í efstu deild í höfn Guðlaugur Victor Pálsson kom inná sem varamaður á 79. mínútu þegar lið hans, Schalke, fór með 3-2 sigur af hólmi á móti St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 7.5.2022 21:36 Íslendingalið Bayern heldur í vonina Bayern München heldur í vonina um að landa þýska meistaratitlinum í fótbolta en Íslendingaliðið vann 3-0 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliði Bayern. Fótbolti 6.5.2022 19:16 Stórleikur Janusar Daða dugði ekki gegn Teiti Erni og félögum | Melsungen tapaði Það var Íslendingaslagur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld er Flensburg og Goppingen mættust. Þá tapaði Íslendingalið Melsungen fyrir Hannover. Handbolti 5.5.2022 19:45 Sveindís Jane hvíld er Wolfsburg setti aðra hönd á titilinn Sveindís Jane Jónsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Wolfsburg er liðið vann öruggan 5-1 útisigur á Essen og er því aðeins einum sigri frá því að tryggja sér þýska meistaratitilinn. Fótbolti 4.5.2022 19:49 Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. Fótbolti 3.5.2022 09:00 Bæjarar gagnrýndir fyrir að fara í fyllerísferð til Ibiza eftir vandræðalegt tap Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að fara flest allir til Ibiza og fagna meistaratitlinum þegar deildarkeppninni í Þýskalandi er ólokið. Fótbolti 3.5.2022 07:00 Meistarar Bayern töpuðu | Halaand skoraði þrjú og Alfreð kom inn af bekknum Það var ákveðin meistaraþynnka í Þýskalandsmeisturum Bayern München sem töpuðu fyrir Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Erling Braut Håland skoraði þrennu í óvæntu tapi Borussia Dortmund og þá kom Alfreð Finnbogason inn af bekknum í stórtapi. Fótbolti 30.4.2022 15:31 Guðlaugur og félagar endurheimtu toppsætið Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke unnu mikilvægan 2-1 útisigur gegn Sandhausen í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn lyfti liðinu á topp deildarinnar. Fótbolti 29.4.2022 18:29 Þjóðverjum ekki hlátur í hug yfir lestarsögu Glódísar Íslendingarnir þrír í liði Bayern München voru í stórskemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins þar sem þær ræddu um lífið í þýsku stórborginni, þá merkilegu staðreynd að í liðinu séu þrír Íslendingar, og hvers þær söknuðu frá Íslandi. Fótbolti 27.4.2022 15:01 Bayern Munchen Þýskalandsmeistari tíunda árið í röð Bayern Munchen gulltryggði tíunda meistaratitil sinn í röð þegar liðið vann öruggan sigur á Borussia Dortmund í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í dag. Fótbolti 23.4.2022 18:42 Guðlaugur Victor í byrjunarliði Schalke sem missti toppsætið Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn á miðju Schalke í 1-4 tapi liðsins á heimavelli gegn Werder Bremen í toppslag næst efstu deildar í Þýskalandi. Fótbolti 23.4.2022 14:21 Willum Þór allt í öllu hjá BATE, Glódís Perla lagði upp og Häcken vann Íslendingaslaginn Það var nóg um að vera hjá íslensku fótboltafólki í kvöld. Willum Þór Þórsson skoraði og lagði upp í Hvíta-Rússlandi. Íslendingalið Bayern München vann stórsigur og Häcken vann Íslendingaslaginn gegn Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti 22.4.2022 19:30 Handarbrotnaði á æfingu með Bayern en stefnir á að vera klár fyrir EM Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir varð fyrir því óláni að handarbrotna á æfingu nýverið. Þrátt fyrir að þau miklu vonbrigði horfir hún björtum augum fram á veginn og stefnir á að vera klár fyrir Evrópumótið í sumar. Fótbolti 22.4.2022 08:00 Bayern við það að tryggja sér þýska meistaratitilinn Þýska stórveldið Bayern München er nú aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sinn tíunda deildarmeistaratitil í röð eftir öruggan 3-0 útisigur gegn Arminia Bielefeld í dag. Fótbolti 17.4.2022 15:37 Guðlaugur Victor lagði upp er Schalke tók toppsætið Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke eru nú með tveggja stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar í fótbolta eftir 5-2 útisigur gegn Darmstad í dag. Fótbolti 17.4.2022 13:32 Sveindís og stöllur á leið í úrslit eftir sigur í Íslendingaslag Þýsku stórliðin Bayern München og Wolfburg áttust við í Íslendingaslag undanúrslitum þýska bikarsins í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar eru á lið í úrslit eftir öruggan 3-1 útisigur. Fótbolti 17.4.2022 12:31 Enn eitt ungstirnið hjá Dortmund á skotskónum Borussia Dortmund lék við hvurn sinn fingur þegar liðið fékk Wolfsburg í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og lauk leiknum með 6-1 sigri Dortmund. Fótbolti 16.4.2022 21:40 Alfreð í byrjunarliðinu í tapi | Dortmund valtaði yfir Wolfsburg Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg sem mátti þola 1-0 tap gegn Hertha Berlin og á sama tíma vann Dortmund öruggan 6-1 sigur gegn Wolfsburg. Fótbolti 16.4.2022 15:25 Þjálfari Bayern fengið hundruð líflátshótana Julian Nagelsmann, þjálfari þýska stórveldisins Bayern München, segist hafa fengið um það bil 450 líflátshótanir eftir að liðið féll úr Meistaradeild Evrópu gegn Villareal í vikunni. Fótbolti 16.4.2022 10:01 Lewandowski á leið til Barcelona? Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, leikmaður Bayern München, er í viðræðum við Barcelona samkvæmt ítalska félagaskipta sérfræðingnum Fabrizio Romano. Fótbolti 12.4.2022 09:30 « ‹ 21 22 23 24 25 26 27 28 29 … 116 ›
Aðlögunartímabilið varð að draumatímabili Sveindís Jane Jónsdóttir er að vonum í skýjunum hvernig fyrsta tímabil hennar hjá þýska stórliðinu Wolfsburg hefur gengið. Hún vonaðist til að fá að spila með Wolfsburg en segir að hlutverk sitt hafi verið talsvert stærra en hún bjóst við. Fótbolti 12.5.2022 09:00
Alexandra lánuð til Breiðabliks til að komast í leikform fyrir EM Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur verið lánuð frá Frankfurt til Breiðabliks. Íslenski boltinn 11.5.2022 11:22
Dortmund búið að finna arftaka Haaland Þýska liðið Borussia Dortmund var ekki lengi að kynna til leiks arftaka Erlings Haaland eftir að tilkynnt var um að sá norski myndi yfirgefa félagið í sumar. Karim Adeyemi gengur til liðs við Dortmund eftir tímabilið. Fótbolti 10.5.2022 22:01
Man. City staðfestir samkomulag sitt við Dortmund um Haaland Erling Haaland verður leikmaður enska liðsins Manchester City frá og með 1. júlí. Ensku meistarnir staðfestu í dag það sem fjölmiðlar hafa haldið fram undanfarna daga. Enski boltinn 10.5.2022 14:49
Íslenska þríeykið í Bayern á glænýjum Audi Eftir að hafa þurft að bíta í það súra epli um helgina að Wolfsburg skyldi verða Þýskalandsmeistari fengu leikmenn Bayern München góðar fréttir í gær. Fótbolti 10.5.2022 14:01
Sveindís verðlaunuð með nýjum samningi Ekki fer á milli mála að forráðamenn Wolfsburg séu ánægðir með íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur því hún hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Fótbolti 10.5.2022 13:02
Bayern íhugar að bjóða í Mané Þýskalandsmeistarar Bayern München skoða möguleikann á að fá Sadio Mané, framherja Liverpool, í sínar raðir í sumar. Mané á aðeins rúmlega ár eftir af samningi sínum í Bítlaborginni og gæti hugsað sér til hreyfings. Fótbolti 9.5.2022 18:31
Bjórbað og söngur þegar Sveindís og stöllur fögnuðu langt fram á kvöld Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg fögnuðu að vonum vel í gær eftir að hafa orðið Þýskalandsmeistarar í fótbolta þrátt fyrir harða samkeppni við Bayern München. Fótbolti 9.5.2022 12:30
Müller fagnaði nýjum samningi með marki Bayern München gerði 2-2-jafntefli þegar liðið fékk Stuttgart í heimsókn í næstsíðustu umferð þýsku efstu deildarinnar í fótbolta karla í dag. Fótbolti 8.5.2022 18:05
Sveindís Jane skoraði og lagði upp er Wolfsburg tryggði sér þýska meistaratitilinn Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliði Wolfsburg sem vann 10-1 stórsigur á botnliði Jena í þýsku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Sigurinn þýðir að Wolfsburg er Þýskalandsmeistari. Fótbolti 8.5.2022 15:50
Guðlaugur Victor aðstoðaði við að sigla sætinu í efstu deild í höfn Guðlaugur Victor Pálsson kom inná sem varamaður á 79. mínútu þegar lið hans, Schalke, fór með 3-2 sigur af hólmi á móti St. Pauli í þýsku B-deildinni í fótbolta karla í kvöld. Fótbolti 7.5.2022 21:36
Íslendingalið Bayern heldur í vonina Bayern München heldur í vonina um að landa þýska meistaratitlinum í fótbolta en Íslendingaliðið vann 3-0 sigur á Bayer Leverkusen í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir voru í byrjunarliði Bayern. Fótbolti 6.5.2022 19:16
Stórleikur Janusar Daða dugði ekki gegn Teiti Erni og félögum | Melsungen tapaði Það var Íslendingaslagur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld er Flensburg og Goppingen mættust. Þá tapaði Íslendingalið Melsungen fyrir Hannover. Handbolti 5.5.2022 19:45
Sveindís Jane hvíld er Wolfsburg setti aðra hönd á titilinn Sveindís Jane Jónsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Wolfsburg er liðið vann öruggan 5-1 útisigur á Essen og er því aðeins einum sigri frá því að tryggja sér þýska meistaratitilinn. Fótbolti 4.5.2022 19:49
Erfið byrjun hjá Bayern: „Mamma kom til mín í heilan mánuð til að styrkja mig andlega“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona í fótbolta, viðurkennir að fyrstu mánuðirnar hjá Bayern München hafi reynt á. Það hafi hins vegar hjálpað mikið þegar hún fékk tvo íslenska samherja. Fótbolti 3.5.2022 09:00
Bæjarar gagnrýndir fyrir að fara í fyllerísferð til Ibiza eftir vandræðalegt tap Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa fengið mikla gagnrýni fyrir að fara flest allir til Ibiza og fagna meistaratitlinum þegar deildarkeppninni í Þýskalandi er ólokið. Fótbolti 3.5.2022 07:00
Meistarar Bayern töpuðu | Halaand skoraði þrjú og Alfreð kom inn af bekknum Það var ákveðin meistaraþynnka í Þýskalandsmeisturum Bayern München sem töpuðu fyrir Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Erling Braut Håland skoraði þrennu í óvæntu tapi Borussia Dortmund og þá kom Alfreð Finnbogason inn af bekknum í stórtapi. Fótbolti 30.4.2022 15:31
Guðlaugur og félagar endurheimtu toppsætið Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke unnu mikilvægan 2-1 útisigur gegn Sandhausen í þýsku B-deildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn lyfti liðinu á topp deildarinnar. Fótbolti 29.4.2022 18:29
Þjóðverjum ekki hlátur í hug yfir lestarsögu Glódísar Íslendingarnir þrír í liði Bayern München voru í stórskemmtilegu viðtali við heimasíðu félagsins þar sem þær ræddu um lífið í þýsku stórborginni, þá merkilegu staðreynd að í liðinu séu þrír Íslendingar, og hvers þær söknuðu frá Íslandi. Fótbolti 27.4.2022 15:01
Bayern Munchen Þýskalandsmeistari tíunda árið í röð Bayern Munchen gulltryggði tíunda meistaratitil sinn í röð þegar liðið vann öruggan sigur á Borussia Dortmund í uppgjöri toppliða þýsku úrvalsdeildarinnar í dag. Fótbolti 23.4.2022 18:42
Guðlaugur Victor í byrjunarliði Schalke sem missti toppsætið Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn á miðju Schalke í 1-4 tapi liðsins á heimavelli gegn Werder Bremen í toppslag næst efstu deildar í Þýskalandi. Fótbolti 23.4.2022 14:21
Willum Þór allt í öllu hjá BATE, Glódís Perla lagði upp og Häcken vann Íslendingaslaginn Það var nóg um að vera hjá íslensku fótboltafólki í kvöld. Willum Þór Þórsson skoraði og lagði upp í Hvíta-Rússlandi. Íslendingalið Bayern München vann stórsigur og Häcken vann Íslendingaslaginn gegn Kristianstad í Svíþjóð. Fótbolti 22.4.2022 19:30
Handarbrotnaði á æfingu með Bayern en stefnir á að vera klár fyrir EM Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir varð fyrir því óláni að handarbrotna á æfingu nýverið. Þrátt fyrir að þau miklu vonbrigði horfir hún björtum augum fram á veginn og stefnir á að vera klár fyrir Evrópumótið í sumar. Fótbolti 22.4.2022 08:00
Bayern við það að tryggja sér þýska meistaratitilinn Þýska stórveldið Bayern München er nú aðeins hársbreidd frá því að tryggja sér sinn tíunda deildarmeistaratitil í röð eftir öruggan 3-0 útisigur gegn Arminia Bielefeld í dag. Fótbolti 17.4.2022 15:37
Guðlaugur Victor lagði upp er Schalke tók toppsætið Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Schalke eru nú með tveggja stiga forskot á toppi þýsku B-deildarinnar í fótbolta eftir 5-2 útisigur gegn Darmstad í dag. Fótbolti 17.4.2022 13:32
Sveindís og stöllur á leið í úrslit eftir sigur í Íslendingaslag Þýsku stórliðin Bayern München og Wolfburg áttust við í Íslendingaslag undanúrslitum þýska bikarsins í dag. Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar eru á lið í úrslit eftir öruggan 3-1 útisigur. Fótbolti 17.4.2022 12:31
Enn eitt ungstirnið hjá Dortmund á skotskónum Borussia Dortmund lék við hvurn sinn fingur þegar liðið fékk Wolfsburg í heimsókn í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og lauk leiknum með 6-1 sigri Dortmund. Fótbolti 16.4.2022 21:40
Alfreð í byrjunarliðinu í tapi | Dortmund valtaði yfir Wolfsburg Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Augsburg sem mátti þola 1-0 tap gegn Hertha Berlin og á sama tíma vann Dortmund öruggan 6-1 sigur gegn Wolfsburg. Fótbolti 16.4.2022 15:25
Þjálfari Bayern fengið hundruð líflátshótana Julian Nagelsmann, þjálfari þýska stórveldisins Bayern München, segist hafa fengið um það bil 450 líflátshótanir eftir að liðið féll úr Meistaradeild Evrópu gegn Villareal í vikunni. Fótbolti 16.4.2022 10:01
Lewandowski á leið til Barcelona? Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, leikmaður Bayern München, er í viðræðum við Barcelona samkvæmt ítalska félagaskipta sérfræðingnum Fabrizio Romano. Fótbolti 12.4.2022 09:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent