Fótbolti

Gravenberch orðinn leikmaður Liverpool

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gravenberch í leik með Bayern.
Gravenberch í leik með Bayern. EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN

Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Liverpool greiðir 34,2 milljónir punda fyrir leikmanninn sem samsvarar um 5,7 milljörðum króna. Þessi 21 árs gamli miðjumaður skrifar undir fimm ára samning við félagið.

Gravenberch er fjórði miðjumaðurinn sem Liverpool kaupir í félagsskiptaglugganum og búist er við því að félagið muni ekki kaupa fleiri leikmenn fyrir lok gluggans.

Áður hafði liðið keypt Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart.

Liverpool er ekki eina félagið sem hafði áhuga á því að fá Gravenberch í sínar raðir. Erkifjendur þeirra í Manchester United höfðu einnig áhuga, en Gravenberch lék undir stjórn Erik ten Hag, stjóra United, hjá Ajax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×