Hernaður

Fréttamynd

Æfa notkun „taktískra“ kjarn­orku­vopna

Forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Rússlands tilkynntu í dag að æfingar með svokölluð „taktísk kjarnorkuvopn“ hefðu hafist í dag. Það er sama dag og leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu að senda vexti af frystum eigum Rússa til Kænugarðs eða nota til hergagnakaupa fyrir Úkraínumenn.

Erlent
Fréttamynd

80 til 120 her­skip lágu í Hval­firði

Þegar mest var voru um 60 þúsund hermenn á Íslandi árin 1942 til 1945 og þar af voru um 28 þúsund hermenn í Hvalfirði í herskipum, sem lágu þar. Um þetta er fjallað á sýningu í Hernámssetrinu í Hvalfirði, sem hefur notið mikillar vinsældar hjá “Gaua litla” eins og hann er alltaf kallaður.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi látinna á Gasa á reiki

Sameinuðu þjóðirnar hafa neitað því að áætlaður fjöldi látinna á Gasa hafi minnkað eftir að nýjar tölur voru birtar á vefsvæði samtakanna. Þar stendur nú að 24.686 hafi látist, ekki 35.000 eins og áður hafði verið gefið út.

Erlent
Fréttamynd

Stórri flotaæfingu NATO lauk í Reykja­vík

Flotaæfingunni Dynamic Mongoose 24 lauk hér í Reykjavík í dag. Sjóliðar frá fjölda bandalagsríkja Íslands í Atlantshafsbandalaginu hafa komið að æfingunni og þar á meðal Svíar sem eru hér í fyrsta sinn frá því þeir gengu í NATO í mars.

Innlent
Fréttamynd

Hefja á­rásir nærri Karkív

Rússneskir hermenn gerðu í morgun atlögu að vörnum Úkraínumanna nærri Karkív, í norðurhluta Úkraínu. Forsvarsmenn úkraínska hersins eru að senda liðsauka á svæðið en segja að árásin hafi verið stöðvuð. Um nokkuð skeið hefur verið talið að Rússar ætli sér að gera atlögu að borginni.

Erlent
Fréttamynd

Um­fangs­mestu á­rásir Rússa í nokkrar vikur

Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Reiðir yfir um­mælum Macrons og halda æfingar með kjarn­orku­vopn

Varnarmálaráðuneyti Rússlands tilkynnti í morgun að halda ætti heræfingar með svokölluð taktísk kjarnorkuvopn ríkisins. Æfingar þessar eiga að vera viðbrögð við ummælum vestrænna leiðtoga um innrás Rússa í Úkraínu og þá sérstaklega orð Emmanuels Macron, forseta Frakklands, um að ekki ætti að útiloka það að senda hermenn til Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Sökktu rúss­neskum hrað­bát með sjálfsprengidróna

Leyniþjónusta úkraínska hersins (GUR) birti í morgun myndband sem sýna á vel heppnaða drónaárás á hraðbát rússneska hersins undan ströndum Krímskaga í nótt. Sveit sem kallast „Group 13“ notaði Magura V5 dróna til að sökkva bátnum á Úskaflóa.

Erlent
Fréttamynd

Kreml for­dæmir um­mæli Macrons og Camerons

Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, gagnrýndi í dag Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands. Það gerði hann vegna ummæla sem hann sagði ógna öryggi í Evrópu og valda stigmögnun.

Erlent
Fréttamynd

Hafa engin varnar­virki til að hörfa í

Úkraínskir hermenn hafa neyðst til að hörfa undan framsókn betur vopnaðra og fleiri rússneskra hermanna í austurhluta Úkraínu á undanförnum vikum. Rússar hafa varpað þúsundum stærðarinnar sprengja á víglínuna en úkraínska hermenn skortir varnarvirki sem verja þá.

Erlent
Fréttamynd

Rússar sagðir nota skotflaugar frá Norður-Kóreu

Eldflaug sem lenti á borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu þann 2. janúar var af gerðinni Hwasong-11 og kemur frá Norður-Kóreu. Kaup Rússa á skotflaugunum frá Norður-Kóreu eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um bann við vopnakaupum frá einræðisríkinu.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé í sjón­máli?

Háttsettur embættismaður innan Hamas hefur sagt við AFP að samtökin geri engar meiriháttar athugasemdir við nýjar tillögur Ísraelsmanna um vopnahlé á Gasa.

Erlent
Fréttamynd

Vopn, sprengjur og annað eins

Mér er spurn hvað er ríkisstjórnin með utanríkisráðherra í fararbroddi að gera varðandi friðarboðskap til stríðsþjóða?

Skoðun