Spænski boltinn Barcelona með tíu stiga forystu Barcelona náði í gærkvöldi tíu stiga forystu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Malaga. Kamerúninn Samuel Eto´o skoraði tvö markanna og þeir Deco og Anders Iniesta hin mörkin. Valencia vann Albacete 1-0 og Real Sociedad sigraði Real Betis 1-0. Sport 17.10.2005 23:41 Aðgerðin tókst vel Framherji Barcelona, hinn sænski Henrik Larsson, gekkst undir aðgerð í Bandaríkjunum í dag, og samkvæmt talsmanni félagsins gekk aðgerðin vonum framar. Henke verður þó frá út tímabilið, en hann meiddist upphaflega í 3-0 sigurleiknum gegn Real Madrid, 20. nóvember síðastliðinn. Þessi fyrrum leikmaður Celtic er harðákveðinn í að spila aftur á næsta tímabili og hefur Barcelona þegar framlengt samning hans við félagið. Sport 13.10.2005 15:06 Risaleikur í spænska boltanum Mestu erkifjendur knattspyrnusögunnar, Barcelona og Real Madrid, eigast við á Camp Nou, heimavelli Barcelona, í kvöld. Barcelona er í efsta sæti spænsku deildarinnar og Madrídingar eru í öðru sæti, fjórum stigum á eftir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst upphitun klukkan 20.20 og leikurinn fjörutíu mínútum síðar. Sport 13.10.2005 15:01 Jóhannes Karl laus frá Betis Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er laus allra mála frá spænska liðinu Real Betis. Hann hefur átt í viðræðum við félagið um starfslok og í dag var tilkynnt að samningi hans við félagið hefði verið rift með gagnkvæmum vilja og að hann gæti farið hvert sem hann vildi á frjálsri sölu. Sport 13.10.2005 14:26 « ‹ 266 267 268 269 ›
Barcelona með tíu stiga forystu Barcelona náði í gærkvöldi tíu stiga forystu í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu eftir 4-0 sigur á Malaga. Kamerúninn Samuel Eto´o skoraði tvö markanna og þeir Deco og Anders Iniesta hin mörkin. Valencia vann Albacete 1-0 og Real Sociedad sigraði Real Betis 1-0. Sport 17.10.2005 23:41
Aðgerðin tókst vel Framherji Barcelona, hinn sænski Henrik Larsson, gekkst undir aðgerð í Bandaríkjunum í dag, og samkvæmt talsmanni félagsins gekk aðgerðin vonum framar. Henke verður þó frá út tímabilið, en hann meiddist upphaflega í 3-0 sigurleiknum gegn Real Madrid, 20. nóvember síðastliðinn. Þessi fyrrum leikmaður Celtic er harðákveðinn í að spila aftur á næsta tímabili og hefur Barcelona þegar framlengt samning hans við félagið. Sport 13.10.2005 15:06
Risaleikur í spænska boltanum Mestu erkifjendur knattspyrnusögunnar, Barcelona og Real Madrid, eigast við á Camp Nou, heimavelli Barcelona, í kvöld. Barcelona er í efsta sæti spænsku deildarinnar og Madrídingar eru í öðru sæti, fjórum stigum á eftir. Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn og hefst upphitun klukkan 20.20 og leikurinn fjörutíu mínútum síðar. Sport 13.10.2005 15:01
Jóhannes Karl laus frá Betis Landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson er laus allra mála frá spænska liðinu Real Betis. Hann hefur átt í viðræðum við félagið um starfslok og í dag var tilkynnt að samningi hans við félagið hefði verið rift með gagnkvæmum vilja og að hann gæti farið hvert sem hann vildi á frjálsri sölu. Sport 13.10.2005 14:26