Spænski boltinn

Fréttamynd

Valdes viðurkennir að Barca sé í erfiðri stöðu

Victor Valdes, markvörður Barcelona, viðurkenndi eftir tapið gegn Getafe í gær að liðið væri í mjög erfiðri stöðu í deildinni enda Real Madrid nú með sex stiga forskot á toppnum og El Clásico er handan við hornið.

Fótbolti
Fréttamynd

Fyrsta tap Barcelona síðan í apríl

Barcelona tapaði sínum fyrsta leik síðan 30. apríl í kvöld. Þá sóttu Evrópumeistararnir lið Getafe heim og máttu sætta sig við 1-0 tap. Börsungar voru arfaslakir í leiknum og verða að sætta sig við að vera nú sex stigum á eftir Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Puyol ætlar að spila í níu ár í viðbót

Hinn 33 ára gamli varnarmaður Barcelona, Carles Puyol, er alls ekki á þeim buxunum að leggja skóna á hilluna og hefur stefnt að því að spila í níu ár viðbót. Menn sem eru þokkalegir í stærðfræði ættu þar með að hafa náð því að Puyol hættir þegar hann er 42 ára.

Fótbolti
Fréttamynd

Fjölskyldustemning hjá Real Madrid

Þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil segir að lykillinn á bak við gott gengi Real Madrid í vetur sé sá að Jose Mourinho sé búinn að byggja fjölskyldustemningu hjá liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Börsungar skoruðu fjögur gegn Zaragoza

Barcelona gaf ekkert eftir í toppbaráttu spænsku úrvalsdeildarinnar með 4-0 sigri á Real Zaragoza í kvöld. Liðið er þar með jafnt Real Madrid að stigum en Madrídingar eiga leik til góða.

Fótbolti
Fréttamynd

Real vann Valencia í hörkuleik

Real Madrid er aftur með þriggja stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo og Arbeloa báðir meiddir

Þeir Cristiano Ronaldo og Alvaro Arbeloa gátu ekki æft með Real Madrid í gær þar sem þeir meiddust báðir í leikjum með landsliðum sínum í landsleikjafríinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas um tapið á Wembley í gær: Vitlaus úrslit

Iker Casillas, fyrirliði og markvörður Heims- og Evrópumeistara Spánar, þurfti að sætta sig við 1-0 tap á móti Englendingum í vináttulandsleik á Wembley í gær en Casillas jafnaði þarna leikjamet Andoni Zubizarreta með því að spila sinn 126 landsleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona sagt ætla bjóða í Gareth Bale

Enskir fjölmiðlar fjalla um áhuga Barcelona á velska kantmanninum Gareth Bale, leikmanni Tottenham. Er félagið sagt reiðubúið að leggja fram tilboð í kappann upp á 35 milljónir punda.

Sport
Fréttamynd

Benzema: Jose Mourinho er búinn að breyta mér í stríðsmann

Karim Benzema, franski framherjinn hjá Real Madrid, hrósar þjálfaranum Jose Mourinho í nýlegu viðtali við RTL og segir portúgalska þjálfarann hafi hjálpað sér að verða betri leikmaður á því eina og hálfa ári sem Mourinho hefur setið í þjálfarastólnum á Santiago Bernabéu.

Fótbolti
Fréttamynd

Di Maria frá í mánuð

Angel Di Maria, leikmaður Real Madrid, verður frá næsta mánuðinn og missir til að mynda af næstu leikjum argentínska landsliðsins í undankeppni HM 2014.

Fótbolti
Fréttamynd

Annað tap Levante í röð

Það er smám saman að fjara undan Öskubuskuævintýri smáliðsins Levante. Það tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan: Ég sagði Guardiola að fara til helvítis

Ævisaga Svíans Zlatan Ibrahimovic kemur út á næstunni og Aftonbladet hefur verið að birta valda kafla úr bókinni í auglýsingarskyni. Þar kemur ýmislegt áhugavert fram eins og búast mátti við frá hinum lítríka framherja.

Fótbolti