Tækni BBC hætti Blackberrynotkun Breska ríkisútvarpið, BBC, sagðist nýverið hafa þurft að hætta að nota Blackberry tölvupóstþjónustu eftir að yfirmenn stofnunarinnar urðu fyrir því að brot úr tölvupóstsamskiptum annarra birtust inni í þeirra eigin skilaboðum. Innlent 7.11.2005 22:19 Stopul nettenging við Ísland "Þessi bilun er eins og svo oft áður hjá samstarfsaðilum okkar í Skotlandi," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice. Það fyrirtæki rekur samnefndan sæstreng sem er annar tveggja strengja sem mestöll fjarskipti Íslands fara um. Farice-strengurinn bilaði í gærmorgun skammt hjá bænum Wick í Skotlandi og það hafði þær afleiðingar að allt netsamband hér á landi var mun hægvirkara en ella. Innlent 7.11.2005 22:19 Með netvafra fyrir flugvélar Norska vafrafyrirtækið Opera kynnti í gær samstarf við raftækjaframleiðandann Thales um að Opera vafrinn verði hluti af TopSeries skemmtikerfi Thales fyrir flugvélar. Þannig eiga flugfarþegar véla sem nota TopSeries innan tíðar að geta vafrað um Internetið á ferðum sínum, en kerfið er sagt passa í flestar gerðir Boeing og Airbus farþegavéla. Innlent 1.11.2005 22:21 Reglur tilbúnar fyrir áramót Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Innlent 27.10.2005 22:23 Auðvelt að hlera farsíma "Í Bandaríkjunum eyða menn árlega um 48 milljörðum íslenskra króna í búnað til hlerunar," segir Friðbert Pálsson, fulltrúi hjá írska markaðsfyrirtækinu EFF. Innlent 26.10.2005 22:22 Djúpavík fær nettengingu Þessa dagana stendur yfir vinna við að koma á ISDN-tengingu við bæi á Ströndum. Á fimmtudag siðastliðinn var gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík en þar hefur verið rekin ferðaþjónusta árum saman. Áfram verður unnið við að tengja fleiri staði þar vestra, svo sem ystu byggðir í Bæjarhreppi og í Bjarnarfirði. Innlent 26.10.2005 22:22 Stærri gögn, aukinn flutningshraði og lægri kostnaður Og Vodafone hefur tekið í notkun gagnahraðal sem þjappar gögnum saman í GSM kerfinu. Gagnahraðallinn tryggir flutning á stærri gögnum, aukinn flutningshraða og dregur úr kostnaði viðskiptavina. Eingöngu er greitt fyrir niðurhal en ekki fyrir tíma tengingar. Innlent 25.10.2005 15:58 Svikamylla í gervi leikjarpósts Í tölvupósti biðja þrjótar sem þykjast vera frá tölvuleiknum Eve-Online um staðfestingu skráningarupplýsinga áskrifenda leiksins. Svikamillan er ein af fjölmörgum svipuðum undir yfirskini heiðvirðra netfyrirtækja. Innlent 23.10.2005 17:50 Hagnaður Apple fjórfaldast Hagnaður Apple fjórfaldaðist á síðasta ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra en hagnaður fyrirtækisins nam 26 milljörðum íslenskra króna. Ástæða góðs gengis er án efa góð sala á iPodinum svokallaða en fyrirtækið seldi 6,5 milljónir tækja af þessu tagi á tímabilinu. Tekjur Apple voru samt sem áður minni en sérfræðingar á Wall Street höfðu búist við og gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 10% eftir að hagnaðartölur birtust. > Erlent 23.10.2005 18:59 Vefsíður varasamari en áður Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins greinir frá því að tæknilega sinnaðir glæpamenn hafi horfið frá því að nota vírusa sem sendir eru í tölvupósti, yfir í að nota vefsíður til að fanga fórnarlömb. Þá nota tölvuþrjótar í auknum mæli njósnaforrit til að stelast í persónuleg gögn sem þeir geta ýmist selt eða notað sjálfir. Erlent 23.10.2005 15:02 Flaga til að fylgjast með hjartanu Vísindamenn í Finnlandi vinna nú að því að þróa örflögu sem hugmyndin er að koma undir húð hjartasjúklinga þannig að hægt verði að fylgjast með hjartslætti þeirra og gera læknum viðvart ef eitthvað er að. Hópur manna við Tækniháskólann í Tampere hefur unnið að þróun flögunnar í nokkur ár og hyggst prófa frumgerð hennar á kúm síðar á þessu ári. Erlent 23.10.2005 15:02 Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Innlent 23.10.2005 15:00 Álag á netþjóna Vegna gríðarlegs álags á netþjóna Vísis hefur vefurinn verið mjög hægvirkur í morgun. Notkun fréttahluta Vísis hefur verið margfalt meiri í morgun en gengur og gerist og hefur það valdið álaginu. Unnið er að því að bæta úr og eru lesendur Vísis beðnir velvirðingar á óþægindunum.. Innlent 23.10.2005 14:59 Í úrslit Nýmiðlunarverðlauna SÞ DVD-Kids leiktækið frá íslenska fyrirtækinu 3-PLUS er komið í úrslit í flokki rafrænnar afþreyingar í keppni um Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna. Alls voru sex verkefni valin úr um þúsund tilnefningum frá 168 löndum og er 3-PLUS eina fyrirtækið frá Norðurlöndum sem kemst í úrslit. DVD-KIDS er þráðlaust leiktæki fyrir börn sem breytir DVD-spilara í leikjavél fyrir börn frá þriggja ára aldri. Innlent 14.10.2005 06:42 eBay kaupir Skype Uppboðssíðan eBay hefur keypt netsímafyrirtækið Skype fyrir um 160 milljarða króna. Erlent 14.10.2005 06:41 Dreifir efni í Miðausturlöndum Hex hugbúnaður hefur tekið að sér dreifingu á efni frá Disney-samstæðunni í farsíma í Miðausturlöndum. Samningurinn tekur þegar gildi og er unnið að uppsetningu búnaðarins í Internet Tower í Dubai þessa dagana. Önnur þjónusta Hex verður einnig tengd á sama tíma, þar á meðal myndabloggkerfi og efnisveitur. Innlent 14.10.2005 06:41 Nýtt samskiptatæki fyrir farsíma Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. Innlent 14.10.2005 06:40 Slegið á fingur Kazaa Eigendum Kazaa hefur verið gert að breyta forriti sínu á Eigendum Kazaa hefur verið gert að breyta forriti sínu til að koma í veg fyrir höfundarréttarbrot, en Kazaa er eitt vinsælasta skráaskiptaforrit heims. Fjallað var um dóminn á öllum helstu tæknivefjum heimsins í gær. Erlent 14.10.2005 06:40 Kringlan er heitur reitur Gestir og gangandi geta tengst Internetinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðainternettenging. Innlent 13.10.2005 19:45 Opna þráðlaust net í Kringlunni Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar. Innlent 13.10.2005 19:44 Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit. Innlent 13.10.2005 19:42 Margfalda burðargetu GSM Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Prófanir á tækninni eru hafnar og er áætlað að hún verði tekin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Innlent 13.10.2005 19:40 Sky lokar á íslenska áskrifendur Sky hefur ákveðið að loka fyrir íslenska áskrifendur. Ástæðan er að íslensk fyrirtæki auglýsa áskrift að stöðinni en fyrir því hafa þau ekki leyfi. Innlent 13.10.2005 19:40 Í tilraunaflug hjá ESA Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Innlent 13.10.2005 19:38 Kvaðir lagðar á símafyrirtæki Póst- og fjarskiptastofnun ætlar að leggja nýjar kvaðir á bæði Símann og Og Vodafone í tengslum við greiningu markaða í farsímarekstri, en slíka greiningu segist stofnunin eiga að framvæma lögum samkvæmt. Innlent 13.10.2005 19:30 PFS vill skýringar á viðgerðartöf Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan. Innlent 13.10.2005 19:30 Öryggismyndavél með símkorti Hafin er sala á nýrri eftirlitsmyndavél frá Nokia sem sögð er geta hentað fyrir heimili og eins til að hafa auga með sumarbústöðum. Innlent 13.10.2005 19:30 Öll heimili tengd árið 2011 Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur hafa skrifað undir samning um að ljósleiðaravæðingu allra heimila borgarinnar ljúki árið 2011. Sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Akraneskaupstað og Seltjarnarnes. Innlent 13.10.2005 19:28 Aukningin hjá Cantat-3 ekki FARICE Rannsókna- og háskólanet Íslands tengist ekki um FARICE sæstrenginn nýja og varð því ekki fyrir truflunum þegar samband rofnaði nýverið við Skotland. Verð gagnaflutninga um FARICE strenginn, sem stjórnvöld standa að, sætir gagnrýni. Innlent 13.10.2005 19:28 Þrefaldur munur á boði og áætlun Orkuveita Reykjavíkur hefur hafnað öllum tilboðum í lagningu ljósleiðara á Akranesi og Seltjarnarnesi þar sem þau voru langt yfir kostnaðaráætlunum fyrirtækisins. Stjórnarmaður í Orkuveitunni gagnrýnir fyrirtækið fyrir ranga áætlanagerð. Innlent 13.10.2005 19:26 « ‹ 75 76 77 78 79 80 81 82 83 … 84 ›
BBC hætti Blackberrynotkun Breska ríkisútvarpið, BBC, sagðist nýverið hafa þurft að hætta að nota Blackberry tölvupóstþjónustu eftir að yfirmenn stofnunarinnar urðu fyrir því að brot úr tölvupóstsamskiptum annarra birtust inni í þeirra eigin skilaboðum. Innlent 7.11.2005 22:19
Stopul nettenging við Ísland "Þessi bilun er eins og svo oft áður hjá samstarfsaðilum okkar í Skotlandi," segir Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Farice. Það fyrirtæki rekur samnefndan sæstreng sem er annar tveggja strengja sem mestöll fjarskipti Íslands fara um. Farice-strengurinn bilaði í gærmorgun skammt hjá bænum Wick í Skotlandi og það hafði þær afleiðingar að allt netsamband hér á landi var mun hægvirkara en ella. Innlent 7.11.2005 22:19
Með netvafra fyrir flugvélar Norska vafrafyrirtækið Opera kynnti í gær samstarf við raftækjaframleiðandann Thales um að Opera vafrinn verði hluti af TopSeries skemmtikerfi Thales fyrir flugvélar. Þannig eiga flugfarþegar véla sem nota TopSeries innan tíðar að geta vafrað um Internetið á ferðum sínum, en kerfið er sagt passa í flestar gerðir Boeing og Airbus farþegavéla. Innlent 1.11.2005 22:21
Reglur tilbúnar fyrir áramót Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir unnið að því að fara yfir lagaákvæði sem lúta að vernd fjarskipta og starfsháttum fjarskiptafyrirtækja með það fyrir augum að búa hugsanlega til vinnureglur þar að lútandi. Þetta er gert í kjölfar þess að Sturla Böðvarsson samgönguráðherra fól stofnuninni að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu um upphaf Baugsmálsins, en þær byggðu á skjölum sem blaðið komst yfir. Innlent 27.10.2005 22:23
Auðvelt að hlera farsíma "Í Bandaríkjunum eyða menn árlega um 48 milljörðum íslenskra króna í búnað til hlerunar," segir Friðbert Pálsson, fulltrúi hjá írska markaðsfyrirtækinu EFF. Innlent 26.10.2005 22:22
Djúpavík fær nettengingu Þessa dagana stendur yfir vinna við að koma á ISDN-tengingu við bæi á Ströndum. Á fimmtudag siðastliðinn var gengið frá slíkri tengingu á Djúpavík en þar hefur verið rekin ferðaþjónusta árum saman. Áfram verður unnið við að tengja fleiri staði þar vestra, svo sem ystu byggðir í Bæjarhreppi og í Bjarnarfirði. Innlent 26.10.2005 22:22
Stærri gögn, aukinn flutningshraði og lægri kostnaður Og Vodafone hefur tekið í notkun gagnahraðal sem þjappar gögnum saman í GSM kerfinu. Gagnahraðallinn tryggir flutning á stærri gögnum, aukinn flutningshraða og dregur úr kostnaði viðskiptavina. Eingöngu er greitt fyrir niðurhal en ekki fyrir tíma tengingar. Innlent 25.10.2005 15:58
Svikamylla í gervi leikjarpósts Í tölvupósti biðja þrjótar sem þykjast vera frá tölvuleiknum Eve-Online um staðfestingu skráningarupplýsinga áskrifenda leiksins. Svikamillan er ein af fjölmörgum svipuðum undir yfirskini heiðvirðra netfyrirtækja. Innlent 23.10.2005 17:50
Hagnaður Apple fjórfaldast Hagnaður Apple fjórfaldaðist á síðasta ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra en hagnaður fyrirtækisins nam 26 milljörðum íslenskra króna. Ástæða góðs gengis er án efa góð sala á iPodinum svokallaða en fyrirtækið seldi 6,5 milljónir tækja af þessu tagi á tímabilinu. Tekjur Apple voru samt sem áður minni en sérfræðingar á Wall Street höfðu búist við og gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 10% eftir að hagnaðartölur birtust. > Erlent 23.10.2005 18:59
Vefsíður varasamari en áður Fréttavefur Breska ríkisútvarpsins greinir frá því að tæknilega sinnaðir glæpamenn hafi horfið frá því að nota vírusa sem sendir eru í tölvupósti, yfir í að nota vefsíður til að fanga fórnarlömb. Þá nota tölvuþrjótar í auknum mæli njósnaforrit til að stelast í persónuleg gögn sem þeir geta ýmist selt eða notað sjálfir. Erlent 23.10.2005 15:02
Flaga til að fylgjast með hjartanu Vísindamenn í Finnlandi vinna nú að því að þróa örflögu sem hugmyndin er að koma undir húð hjartasjúklinga þannig að hægt verði að fylgjast með hjartslætti þeirra og gera læknum viðvart ef eitthvað er að. Hópur manna við Tækniháskólann í Tampere hefur unnið að þróun flögunnar í nokkur ár og hyggst prófa frumgerð hennar á kúm síðar á þessu ári. Erlent 23.10.2005 15:02
Vodafone býður nú Mobile Connect Og Vodafone hefur hafið sölu á Vodafone Mobile Connect, gagnaflutningskorti, fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Gagnaflutningskortið býr yfir SIM korti sem gerir fartölvunotendum mögulegt að tengjast Netinu þráðlaust, óháð stað og stund. Með þessum hætti getur fólk ávallt haft aðgang að þeim gögnum og hugbúnaði sem á þarf að halda. Innlent 23.10.2005 15:00
Álag á netþjóna Vegna gríðarlegs álags á netþjóna Vísis hefur vefurinn verið mjög hægvirkur í morgun. Notkun fréttahluta Vísis hefur verið margfalt meiri í morgun en gengur og gerist og hefur það valdið álaginu. Unnið er að því að bæta úr og eru lesendur Vísis beðnir velvirðingar á óþægindunum.. Innlent 23.10.2005 14:59
Í úrslit Nýmiðlunarverðlauna SÞ DVD-Kids leiktækið frá íslenska fyrirtækinu 3-PLUS er komið í úrslit í flokki rafrænnar afþreyingar í keppni um Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu þjóðanna. Alls voru sex verkefni valin úr um þúsund tilnefningum frá 168 löndum og er 3-PLUS eina fyrirtækið frá Norðurlöndum sem kemst í úrslit. DVD-KIDS er þráðlaust leiktæki fyrir börn sem breytir DVD-spilara í leikjavél fyrir börn frá þriggja ára aldri. Innlent 14.10.2005 06:42
eBay kaupir Skype Uppboðssíðan eBay hefur keypt netsímafyrirtækið Skype fyrir um 160 milljarða króna. Erlent 14.10.2005 06:41
Dreifir efni í Miðausturlöndum Hex hugbúnaður hefur tekið að sér dreifingu á efni frá Disney-samstæðunni í farsíma í Miðausturlöndum. Samningurinn tekur þegar gildi og er unnið að uppsetningu búnaðarins í Internet Tower í Dubai þessa dagana. Önnur þjónusta Hex verður einnig tengd á sama tíma, þar á meðal myndabloggkerfi og efnisveitur. Innlent 14.10.2005 06:41
Nýtt samskiptatæki fyrir farsíma Og Vodafone og Research in Motion (RIM) hafa ákveðið að bjóða farsímanotendum Og Vodafone á Íslandi samskiptatækið BlackBerry frá Vodafone. Og Vodafone, sem er samstarfsaðili Vodafone Group Plc., hefur einkarétt á Blackberry Vodafone vörumerkinu hér á landi og mun bjóða viðskiptavinum sínum BlackBerry 7290 og BlackBerry 7100v. Innlent 14.10.2005 06:40
Slegið á fingur Kazaa Eigendum Kazaa hefur verið gert að breyta forriti sínu á Eigendum Kazaa hefur verið gert að breyta forriti sínu til að koma í veg fyrir höfundarréttarbrot, en Kazaa er eitt vinsælasta skráaskiptaforrit heims. Fjallað var um dóminn á öllum helstu tæknivefjum heimsins í gær. Erlent 14.10.2005 06:40
Kringlan er heitur reitur Gestir og gangandi geta tengst Internetinu ókeypis í Kringlunni í Reykjavík eftir að Og Vodafone opnaði þar svokallaðan Heitan reit (Hot Spot), en það er þráðlaus háhraðainternettenging. Innlent 13.10.2005 19:45
Opna þráðlaust net í Kringlunni Stærsta þráðlausa netsvæði fyrir almenning var opnað nú í hádeginu í Kringlunni. Og Vodafone og Kringlan standa straum af kostnaði við þjónustuna sem nær yfir um 20 þúsund fermetra svæði. Netsvæðið nær yfir öll veitinga- og kaffihús svo og alla ganga Kringlunnar. Innlent 13.10.2005 19:44
Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit. Innlent 13.10.2005 19:42
Margfalda burðargetu GSM Og Vodafone ætlar að efla GSM fjarskiptakerfi sitt enn frekar á þessu ári með því að taka í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem getur margfaldað flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. Prófanir á tækninni eru hafnar og er áætlað að hún verði tekin í notkun á síðasta fjórðungi þessa árs. Innlent 13.10.2005 19:40
Sky lokar á íslenska áskrifendur Sky hefur ákveðið að loka fyrir íslenska áskrifendur. Ástæðan er að íslensk fyrirtæki auglýsa áskrift að stöðinni en fyrir því hafa þau ekki leyfi. Innlent 13.10.2005 19:40
Í tilraunaflug hjá ESA Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Innlent 13.10.2005 19:38
Kvaðir lagðar á símafyrirtæki Póst- og fjarskiptastofnun ætlar að leggja nýjar kvaðir á bæði Símann og Og Vodafone í tengslum við greiningu markaða í farsímarekstri, en slíka greiningu segist stofnunin eiga að framvæma lögum samkvæmt. Innlent 13.10.2005 19:30
PFS vill skýringar á viðgerðartöf Póst- og fjarskiptastofnun hefur ritað forsvarsmönnum Farice sæstrengsins bréf þar sem óskað er eftir skýringum á óhóflegu rofi á þjónustunni fyrir um hálfum mánuði síðan. Innlent 13.10.2005 19:30
Öryggismyndavél með símkorti Hafin er sala á nýrri eftirlitsmyndavél frá Nokia sem sögð er geta hentað fyrir heimili og eins til að hafa auga með sumarbústöðum. Innlent 13.10.2005 19:30
Öll heimili tengd árið 2011 Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur hafa skrifað undir samning um að ljósleiðaravæðingu allra heimila borgarinnar ljúki árið 2011. Sambærilegir samningar hafa verið gerðir við Akraneskaupstað og Seltjarnarnes. Innlent 13.10.2005 19:28
Aukningin hjá Cantat-3 ekki FARICE Rannsókna- og háskólanet Íslands tengist ekki um FARICE sæstrenginn nýja og varð því ekki fyrir truflunum þegar samband rofnaði nýverið við Skotland. Verð gagnaflutninga um FARICE strenginn, sem stjórnvöld standa að, sætir gagnrýni. Innlent 13.10.2005 19:28
Þrefaldur munur á boði og áætlun Orkuveita Reykjavíkur hefur hafnað öllum tilboðum í lagningu ljósleiðara á Akranesi og Seltjarnarnesi þar sem þau voru langt yfir kostnaðaráætlunum fyrirtækisins. Stjórnarmaður í Orkuveitunni gagnrýnir fyrirtækið fyrir ranga áætlanagerð. Innlent 13.10.2005 19:26