Viðskipti erlent

Digital-tónlist í Nokia

Nokia N81 með 8GB minni er ætlað að ögra iPhone síma Apple.
Nokia N81 með 8GB minni er ætlað að ögra iPhone síma Apple. MYND/Nokia.com

Símarisinn Nokia svipti hulunni af eigin tónlistarverslun á dögunum, en hægt verður að heimsækja búðina í gegnum nýjan netaðgang, sem kallast Ovi, sem þýðir „dyr" á finnsku. Nokia hyggur einnig á framboð leikja í gegnum aðganginn.

Notendur Nokia munu með þessu geta halað niður digital-tónlist í síma sína fyrir um eina evru fyrir hvert lag á evrópska markaðnum, en með þessu vill Nokia sameina internet og farsíma, auk þess að ögra Apple sem senn markaðssetur iPhone í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×