Viðskipti erlent

Linux í nýjar PC-vélar

Linux-stýrikerfið er ókeypis hugbúnaður sem notaður er víða.
Linux-stýrikerfið er ókeypis hugbúnaður sem notaður er víða.

Aukin eftirspurn er í Evrópu eftir PC-vélum með Linux stýrikerfinu. Dell og Lenovo ætla fljótlega að bjóða upp á PCtölvur í Evrópu með uppsetningu á Linux stýrikerfinu. Dell býður nú þegar upp á tölvur með Linux í Bandaríkjunum, og ástæðan fyrir því að tölvurnar verða einnig seldar í Evrópu er eftirspurn á vefsíðu þeirra.

Samkvæmt Dell hafa allt að 30 þúsund kaupendur beðið um PC-tölvur með Linux-stýrikerfinu.

Þetta gæti verið merki um aukna eftirspurn en áhugamenn um Linuxstýrikerfið segja eftirspurnina hafa alltaf verið til staðar. Hún hafi hins vegar ekki komið upp á yfirborðið fyrr en framleiðendur PC-tölva hafi farið að bjóða upp á það sem möguleika. Linux er notað mjög víða og sífellt fleiri bætast í hóp notenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×