Ástin á götunni

Fréttamynd

Hópur Króata gegn Íslandi

Zlatko Kranjcar, landsliðsþjálfari Króata, hefur valið leikmannahópinn fyrir leikina gegn Íslandi og Möltu í undankeppni HM 2006 í fótbolta.  Króatar mæta Íslandi á Laugardalsvelli 3. september og Möltu, einnig á útivelli, fjórum dögum síðar. Þessi hópur er mjög svipaður þeim sem mætti Íslandi 26. mars síðastliðinn og Króatar unnu ytra, 4-0.

Sport
Fréttamynd

Dregið í riðla í Meistaradeildinni

Sterkustu knattspyrnulið Evrópu bíða nú í ofvæni eftir að dregið verði í riðla í Meistaradeildinni en drátturinn fer fram í dag kl. 14 að íslenskum tíma. Athygli vekur að Englandsmeistarar Chelsea eru ekki í efsta styrkleikaflokki enda hefur Jose Mourinho knattspyrnustjóri látið UEFA hafa það óþvegið í fjölmiðlum í morgun.

Sport
Fréttamynd

Dregið í riðla í meistaradeildinni

Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. 32 lið eru í pottinum, helmingur þeirra gekk í gegnum forkeppnina en hinn helmingurinn kemur beint inn í keppnina á þessu stigi. Örlög Evrópumeistara Liverpool eru spennandi en svo gæti farið að liðið dragist í sama riðil og Englandsmeistarar Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Þeir bestu heiðraðir hjá UEFA

Chelsea skartar tveimur leikmönnum sem valdir voru bestu leikmennirnir í sinni stöðu á síðasta tímabili í Meistaradeild Evrópu á verðlaunaafhendingu sem var að ljúka á vegum UEFA í Mónakó. Þar stendur nú yfir drátturinn í riðlakeppni deildarinnar þetta tímabilið og verða niðurstöður hans birtar innan skamms. Besti sóknarmaðurinn var valinn...

Sport
Fréttamynd

Marel aftur á heimaslóðir?

Knattspyrnumaðurinn Marel Baldvinsson, sem er á mála hjá Lokeren í Belgíu, hefur að undanförnu verið orðaður við sitt gamla félag hér á Íslandi, Breiðablik.

Sport
Fréttamynd

Keflavík-Mainz á boltavaktinni

Síðari leikur Keflavíkur og Mainz frá Þýskalandi í Evrópukeppni félagsliða verður á boltavaktinni hér á Vísi í kvöld, þar sem fylgst verður grannt með gangi mála í leiknum.

Sport
Fréttamynd

Tveir toppslagir í neðri deildunum

Í kvöld fara fram tveir toppslagir í fyrstu og annarri deild karla. Á Kópavogsvelli klukkan 18.30 mætast Breiðablik og Víkingur R. annars vegar og þá mætast Stjarnan og Leiknir í Garðabænum í uppgjöri toppliðanna í annarri deildinni á sama tíma hins vegar.

Sport
Fréttamynd

Leiknir upp í 1. deild

Leiknir tryggði sér í kvöld sæti í 1. deild karla í fótbolta að ári þegar Breiðhyltingar sigruðu Stjörnuna, 1-2 í Garðabæ. Með sigrinum náði Leiknir 4 stiga forskoti á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 2. sæti. Blaðamaður Vísis skellti sér á Stjörnuvöllinn.

Sport
Fréttamynd

Stabæk tapaði fyrir Moss

Stabæk tapaði í gær 1-0 fyrir Moss í norsku 1. deildinni í knattspyrnu en er þrátt fyrir tapið í efsta sæti deildarinnar. Veigar Páll Gunnarsson var í liði Stabæk en fór af velli um miðjan síðari hálfleik.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta tap Malmö á leiktíðinni

Ásthildur Helgadóttir var í liði Malmö sem tapaði 1-0 fyrir Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, en þetta var fyrsta tap Malmö á þessari leiktíð. Malmö í öðru sæti í deildinni með 40 stig.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik 1. deildar-meistarar

Breiðablik tryggði sér í kvöld sigur í 1. deild karla í fótbolta með því að gera 1-1 jafntefli við Víking R. í Fossvoginum. Blikar eru með 9 stiga forskot á Víking sem er í 2. sæti og aðeins 6 stig eftir í pottinum. "Þetta er ólýsanleg tilfinning og alveg magnað að vera búnir að vinna deildina."sagði Hjörvar Hafliðason markvörður Breiðabliks í viðtali við Vísi eftir leikinn.

Sport
Fréttamynd

Dregið í riðla í meistaradeildinni

Í dag klukkan 14 að íslenskum tíma verður dregið í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. 32 lið eru í pottinum, helmingur þeirra gekk í gegnum forkeppnina en hinn helmingurinn kemur beint inn í keppnina á þessu stigi. Örlög Evrópumeistara Liverpool eru spennandi en svo gæti farið að liðið dragist í sama riðil og Englandsmeistarar Chelsea.

Sport
Fréttamynd

Keflavík úr leik í UEFA Cup

Keflvíkingar eru úr leik í Evrópukeppni félagsliða en þeir töpuðu fyrir Mainz frá Þýskalandi, 0-2 á Laugardalsvelli í kvöld. Samanlagt tapaði Keflavík því 4-0 eftir að hafa tapað fyrri leik liðanna í 2. umferð með sömu markatölu ytra fyrir hálfum mánuði. Michael Thurk og Tom Geibler skoruðu mörk gestanna á 26. og 85. mínútum. Mainz var mun sterkari aðilinn í leiknum og náðu Keflvíkingar aldrei að ógna marki gestanna.

Sport
Fréttamynd

Domino spil um Owen

Gerard Houllier knattspyrnustjóri Lyon hefur í hyggju að fá Djibril Cisse hjá Liverpool til liðs við sig áður en félagaskiptagluginn á fótboltamarkaðnum lokar nú um mánaðarmótin. Þetta fullyrða enskir fjölmiðlar í dag og rekja röð atriða sem púsla dæminu saman og snúast um að hjálpa Michael Owen að komast aftur til Liverpool.

Sport
Fréttamynd

Woodgate sneri aftur í gær

Enski varnarmaðurinn Jonathan Woodgate sneri loksins aftur eftir meiðsli í gær, þegar lið hans Real Madrid sigraði amerískt úrvalslið á heimavelli sínum í æfingaleik í gær.

Sport
Fréttamynd

U19 ára landslið Íslands

Guðni Kjartansson, þjálfari U19 landsliðs karla í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahópinn sem mætir Hollendingum í vináttulandsleik í Hollandi 2. september.  Í hópnum eru fimm leikmenn sem eru á mála hjá erlendum liðum.

Sport
Fréttamynd

Blikar og KR leika til úrslita

Breiðablik og KR mætast í úrslitaleik bikarkeppni kvenna. Breiðablik vann Val 4-0, en þetta er þriðji sigur Blika á Val í sumar. Í hinum undanúrlitaleiknum sigruðu KR stúlkur 1.deildarlið Fjölnis 6-2. Bikarúrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli 10 september n.k.

Sport
Fréttamynd

Sigurvin að ná sér

Sigurvin Ólafsson, miðvallarleikmaður KR í Landsankadeild karla er allur að ná sér af meiðslum í kálfa sem hafa ollið því að hann hefur ekki getað leikið með félögum sínum í síðustu tveimur leikjum KR.

Sport
Fréttamynd

Tilboð Newcastle í Owen samþykkt

Real Madrid hefur samþykkt tilboð Newcastle í framherjann Michael Owen, sem er talið vera 15,5 milljónir punda, eða metfé í sögu Newcastle. Nú er boltinn hjá Michael Owen, sem mun væntanlega gera upp hug sinn fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Bangoura til Stoke

Sóknarmaðurinn Sambegou Bangoura er á leið til Stoke City frá Standard Liege í Belgíu. Bangoura sem er landsliðsmaður Gíneu er 23 ára og hefur gert 22 mörk í 50 deildarleikjum með Liege.

Sport
Fréttamynd

United yfir í hálfleik

Manchester United er að vinna Debrechen frá Ungverjalandi á útivelli 1-0 í hálfleik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Gabriel Heinze gerði mark United manna á á 20. mínútu. Þetta er seinni leikur liðanna, United vann fyrri leikinn á heimavelli sínum 3-0.

Sport
Fréttamynd

VISA-bikarkeppni kvenna í kvöld

Undanúrslit VISA-bikars kvenna í kanttspyrnu  fer fram í dag. Á Kópavogsvelli mætast tvö efstu lið Landsbankadeildarinnar, Breiðablik og Valur, en á KR-velli verður 1. deildarlið Fjölnis í heimsókn. Leikirnir hefjast 17:30.

Sport
Fréttamynd

Owen vill fara til Englands

Knattspyrnumaðurinn Michael Owen hjá Real Madrid, átti fund með forseta félagsins í gær þar sem framtíð hans var rædd og forsetinn hefur samþykkt beiðni framherjans um að fá að fara sem lánsmaður til Englands til að eiga betri möguleika á að tryggja sæti sitt í enska landsliðinu.

Sport
Fréttamynd

Martin vill í landsliðið á ný

Orðrómur er uppi um það á Englandi að gamla brýnið Nigel Martyn gæti orðið kallaður inn í enska landslið á ný eftir hrakfarir David James á Parken á dögunum.

Sport
Fréttamynd

Stórsigrar Chelsea og Arsenal

Chelsea og Arsenal unnu stórsigra í kvöld í ensku úrvaldsdeildinni. Chelsea sigraði WBA 4-0 en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea. Arsenal sigraði Fulham 4-1, Heiðar Helguson var allan tíman á varamannabekk Fulham. Bolton sigraði Newcastle 2-0 og enn hitnar undir Graeme Souness knattspyrnstjóra Newcastle að lokum gerðu  ...

Sport
Fréttamynd

Collina kom Villareal áfram

Leikmenn spænska liðsins Villareal geta þakkað ítalska dómaranum Pierluigi Collina fyrir að vera komnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Collina dæmdi fullkomlega löglegt mark af Everton í stöðunni 1-1 en hefði markið staðið hefði staða liðanna í einvígi þeirra verið jöfn.Villareal sigrðai leikinn að lökum 2-1 en markið skoruðu þeir eftir..

Sport
Fréttamynd

Eiður ekki í leikmannahópi Chelsea

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea sem er að vinna WBA 2-0 í hálfleik í ensku úrvalsdeildinni. Mörk Chelsea gerðu Frank Lampard og Joe Cole.

Sport
Fréttamynd

O´Leary æfur út af rauða spjaldinu

David O´Leary, knattspyrnustjóri Aston Villa, var ekki kátur með rauða spjaldið sem Nolberto Solano fékk gegn Portsmouth í gærkvöldi og ætlar að áfrýja dómnum.

Sport
Fréttamynd

Kóreumaður til Tottenham

Suður-Kóreumaðurinn Lee Young-Pyo hjá PSV Eindhoven í Hollandi er sagður vera á leið til Tottenham Hotspurs á Englandi fljótlega, en Pyo er öflugur vinstri bakvörður og er fasta maður í landsliði Kóreu.

Sport
Fréttamynd

Undanúrslit í bikarkeppni kvenna

Í kvöld verður leikið í undanúrslitum í bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Efstu liðin í Landsbankadeildinni, Breiðablik og Valur, eigst við í Kópavogi klukkan 17.30 og KR tekur á móti Fjölni.

Sport