Vilmundur fær 10 mánaða bann 7. október 2005 00:01 Aganefnd KSÍ dæmdi í gær Vilmund Sveinsson, leikmann í 2. flokki Víkings, í rétt tæplega 10 mánaða keppnisbann fyrir að leggja hendur á dómara í leik í gegn KA 17. september síðastliðinn. Auk þessa voru sex aðrir leikmenn dæmdir í leikbann af aganefndinni, fimm voru dæmdir í tveggja leikja bann og einn í þriggja leikja bann. Alls fengu sjö leikmenn Víkings rautt í leiknum. Auk þess var knattspyrnudeild Víkings sektuð um 25.000 kr. Þetta er einhver þyngsta refsing sem aganefnd KSÍ hefur kveðið upp hjá einu og sama liðinu. Víkingur og KA leik til úrslita um sæti í B-deild Íslandsmótsins. KA vann fyrri leikinn á Akureyri 3-0 en Víkingur vann seinni leikinn í Reykjavík 2-0 og KA menn komust því áfram. Eftir leikinn gerðu leikmenn Víkings aðsúg að dómaranum en þeim fannst mjög hallað á sig í dómgæslunni en dómarinn dæmdi til að mynda tvö mörk af Víkingi. Sá sem fékk þyngstu refsinguna hjá aganefnd KSÍ var í reynd dæmdur fyrir líkamsárás. Dómarinn gaf fimm af sjö rauðum spjöldum eftir að leiknum lauk. KSÍ tilnefndi dómarann á leikinn. Víkingum þykir þessi uppákoma miður en segjast aldrei hafa orðið vitni að annarri eins dómgæslu. "Ég tel þetta vel sloppið miðað við hvað dómarinn gefur þessu skelfilega lýsingu í skýrslu sinni. Við verðum að kyngja þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Það er ekkert sem afsakar þetta en dómgæslan var skrautleg. Það versta er að tveir leikmenn sem fengu rautt komu ekki nálægt þessari uppákomu í leikslok," sagði Kristján Jónsson, þjálfari 2. flokks Víkings við Fréttablaðið. Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira
Aganefnd KSÍ dæmdi í gær Vilmund Sveinsson, leikmann í 2. flokki Víkings, í rétt tæplega 10 mánaða keppnisbann fyrir að leggja hendur á dómara í leik í gegn KA 17. september síðastliðinn. Auk þessa voru sex aðrir leikmenn dæmdir í leikbann af aganefndinni, fimm voru dæmdir í tveggja leikja bann og einn í þriggja leikja bann. Alls fengu sjö leikmenn Víkings rautt í leiknum. Auk þess var knattspyrnudeild Víkings sektuð um 25.000 kr. Þetta er einhver þyngsta refsing sem aganefnd KSÍ hefur kveðið upp hjá einu og sama liðinu. Víkingur og KA leik til úrslita um sæti í B-deild Íslandsmótsins. KA vann fyrri leikinn á Akureyri 3-0 en Víkingur vann seinni leikinn í Reykjavík 2-0 og KA menn komust því áfram. Eftir leikinn gerðu leikmenn Víkings aðsúg að dómaranum en þeim fannst mjög hallað á sig í dómgæslunni en dómarinn dæmdi til að mynda tvö mörk af Víkingi. Sá sem fékk þyngstu refsinguna hjá aganefnd KSÍ var í reynd dæmdur fyrir líkamsárás. Dómarinn gaf fimm af sjö rauðum spjöldum eftir að leiknum lauk. KSÍ tilnefndi dómarann á leikinn. Víkingum þykir þessi uppákoma miður en segjast aldrei hafa orðið vitni að annarri eins dómgæslu. "Ég tel þetta vel sloppið miðað við hvað dómarinn gefur þessu skelfilega lýsingu í skýrslu sinni. Við verðum að kyngja þessu eins og hverju öðru hundsbiti. Það er ekkert sem afsakar þetta en dómgæslan var skrautleg. Það versta er að tveir leikmenn sem fengu rautt komu ekki nálægt þessari uppákomu í leikslok," sagði Kristján Jónsson, þjálfari 2. flokks Víkings við Fréttablaðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sjá meira