Hremmingar í Póllandi 6. október 2005 00:01 Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, boðaði forföll af persónulegum ástæðum í vináttulandsleikinn gegn Pólverjum annað kvöld en hann verður hins vegar með gegn Svíum á miðvikudaginn. Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Hannes á tvo A-landsleiki að baki, gegn Ítalíu og Möltu. Hannes leikur með U21 árs landsliði Íslands á þriðjudaginn gegn Svíum. Með brotthvarfi Heiðars vantar hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, af ýmsum ástæðum, í landsliðshóp Íslands gegn Pólverjum. Þeir eru Árni Gautur Arason, Hermann Hreiðarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Marteinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Hjálmar Jónsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar. Þá gefa tveir leikmenn ekki kost á sér í landsliðið, Ívar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Íslenska landsliðið lenti í miklum hremmingum á leið sinn til Póllands í gær. Landsliðið átti að fljúga frá Kaupamannahöfn í gærmorgun til Varsjá en ferðin var fyrirvaralaust felld niður. Þá þurfti að leita leiða til að koma hópnum til Varsjá og það tókst með því að senda nokkra í gegnuml Osló og aðra í gegnum Berlín. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar landsliðsþjálfara þurfti að fella niður æfingu í gær af þessum sökum en þess í stað verða tvær æfingar í dag í stað einnar. "Það verður gaman fyrir þessa ungu stráka að spreyta sig gegn þessum gríðarlega sterka pólska liði sem er komið langleiðina á HM næsta sumar. Við erum allir af vilja gerðir að leyfa mönnum stimpla sig inn í landsliðið gegn Póllandi og ef þannig ber undir fá nýliðar tækifæri eins og t.d. Daði [Lárusson markvörður]," sagði Ásgeir. Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira
Landsliðsframherjinn Heiðar Helguson, leikmaður Fulham, boðaði forföll af persónulegum ástæðum í vináttulandsleikinn gegn Pólverjum annað kvöld en hann verður hins vegar með gegn Svíum á miðvikudaginn. Hannes Þ. Sigurðsson, leikmaður Stoke, var kallaður inn í hópinn í hans stað. Hannes á tvo A-landsleiki að baki, gegn Ítalíu og Möltu. Hannes leikur með U21 árs landsliði Íslands á þriðjudaginn gegn Svíum. Með brotthvarfi Heiðars vantar hvorki fleiri né færri en átta leikmenn, af ýmsum ástæðum, í landsliðshóp Íslands gegn Pólverjum. Þeir eru Árni Gautur Arason, Hermann Hreiðarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Marteinsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Hjálmar Jónsson, Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Heiðar. Þá gefa tveir leikmenn ekki kost á sér í landsliðið, Ívar Ingimarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson. Íslenska landsliðið lenti í miklum hremmingum á leið sinn til Póllands í gær. Landsliðið átti að fljúga frá Kaupamannahöfn í gærmorgun til Varsjá en ferðin var fyrirvaralaust felld niður. Þá þurfti að leita leiða til að koma hópnum til Varsjá og það tókst með því að senda nokkra í gegnuml Osló og aðra í gegnum Berlín. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar landsliðsþjálfara þurfti að fella niður æfingu í gær af þessum sökum en þess í stað verða tvær æfingar í dag í stað einnar. "Það verður gaman fyrir þessa ungu stráka að spreyta sig gegn þessum gríðarlega sterka pólska liði sem er komið langleiðina á HM næsta sumar. Við erum allir af vilja gerðir að leyfa mönnum stimpla sig inn í landsliðið gegn Póllandi og ef þannig ber undir fá nýliðar tækifæri eins og t.d. Daði [Lárusson markvörður]," sagði Ásgeir.
Íslenski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Sjá meira