Ástin á götunni

Fréttamynd

Gaf gult en breytti því í rautt

Íslenska 19 ára landsliðið tapaði 1-2 fyrir Danmörku á Kópavogsvelli í gær í öðrum leik sínum á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig mark í upphafi og lok fyrri hálfleiks, missti fyrirliða sinn meidda af velli í lok fyrri hálfleiks og þurfti síðan að spila manni færri síðasta hálftímann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ísland steinlá fyrir Noregi

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum yngri en 19 ára steinlá í kvöld 5-0 fyrir Norðmönnum í opnunarleik sínum í A-riðli á Evrópumótinu. Íslenska liðið fékk á sig tvö mörk skömmu fyrir leikhlé og eftir það var róðurinn þungur á Laugardalsvellinum. Þjóðverjar lögðu Dani 1-0 í þessum sama riðli í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Platini afhendir bikarinn

Það verður sjálfur forseti UEFA, Michel Platini, sem afhendur sigurlaunin í úrslitakeppni Evrópumóts undir 19 ára kvenna sem hefst hér á landi á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Valur fær FH í heimsókn í VISA-bikarnum

Dregið var í hádeginu fyrir VISA-bikarinn í knattspyrnu. Dregið var í 8-liða úrslit karla og undanúrslit kvenna. Knattspyrnuáhugamenn fá að sjá stórleiki hjá báðum kynjum því að í karlaboltanum mætir Valur FH á heimavelli og í kvennaboltanum fer KR í Kópavoginn og etur kappi við Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Steve Coppell verður á Shellmótinu

ÍBV hefur ákveðið stytta Shellmótið á næsta ári um einn dag þannig að því ljúki á laugardegi í stað sunnudags en þess í stað þjappa dagskránni betur saman. Að sögn Einars Friðþjófssonar, framkvæmdastjóra Shellmótsins, er undirbúningur fyrir mótið sumarið 2008 þegar hafinn og hefur verið samið við Steve Coppell, knattspyrnustjóra Reading í ensku úrvalsdeildinni að vera heiðursgestur mótsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Loksins lágu Danir í því

Vaskir landsliðsmenn sýndu og sönnuðu að lengi lifir í gömlum glæðum á Akureyri um helgina. Íslendingar lögðu Dani á 40 ára afmæli 14-2 leiksins margfræga á Parken. Mikil ánægja ríkti með þennan einstaka viðburð.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábær sigur hjá íslensku nördunum

Íslensku nördarnir í KF Nörd héldu uppi heiðri Íslands í uppgjöri norrænu lúðanna í gærkvöld þegar þeir gjörsigruðu þá sænsku 7-0 á Kópavogsvelli. Á fimmta þúsund manns mættu til að fylgjast með þessum óhefðbundnu íþróttamönnum leiða saman hesta sína.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer fram á Parken

Það varð ljóst í gær að landsleikur Danmerkur og Íslands fer fram á Parken eftir allt saman. Áfrýjunardómstóll UEFA hefur mildað dóm sinn í kjölfar leiks Dana og Svía.

Fótbolti
Fréttamynd

Nördaleikur í dag

Íslenska nördaliðið, KF Nörd, undir stjórn Loga Ólafssonar hyggur á hefndir í kvöld þegar liðið mætir sænska nördaliðinu á Kópavogsvelli klukkan átta. Við sama tilefni verður ný stúka vígð og því mikið um dýrðir í Kópavogi enda stendur Landsmót UMFÍ sem hæst í bænum. Liðin voru á opinni æfingu í gær og boðuðu til blaðamannafundar síðar um daginn en þar kom fram að íslensku strákunum sveið stórt tap A-landsliðsins fyrir Svíum nýverið í undankeppni Evrópumótsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nördaleikurinn á föstudaginn

Á föstudag fer fram stórleikur milli íslensku og sænsku nördanna á Kópavogsvelli - þar sem nýja stúkan verður jafnframt vígð. Landslið íslensku nördanna hyggur þá á hefndir, eftir ófarir A-landsliðsins í Svíþjóð á dögunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Leikir dagsins hér heima

Þrír leikir verða í kvöld í landsbankadeild kvenna. KR mætir ÍR, Fylkir tekur á móti Val og Keflavík mætir Fjölnisstúlkum á Fjölnisvelli. Heil umferð verður leikin í 1. deild karla.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úrslit dagsins á Íslandi

Þrír leikir voru spilaðir í 2. deild karla í dag. ÍH tapaði 0-2 fyrir Völsungi á heimavelli, Magni tapaði 1-3 fyrir Hetti á heimavelli og ÍR sigraði KS/Leiftur á ÍR vellinum. Í þriðju deild karla beið BÍ/Bolungarvík lægri hlut fyrir Kára á Akranesvelli, 3-0.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur úr leik

Valur er úr leik í Intertoto keppninni þrátt fyrir að hafa sigrað Cork City á útivelli í dag, 0-1. Cork City sigraði Val á Laugardalsvellinum um síðustu helg og því enduðu leikar samanlagt 2-1. Helgi Sigurðsson skoraði markið á 20. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Valur yfir í hálfleik

Helgi Sigurðsson er búinn að skora fyrir Val í síðari leik liðsins gegn Cork City í Intertoto keppninni. Valur tapaði 0-2 í fyrri leik liðanna sem átti sér stað í Laugardalsvellinum um síðustu helgi. Markið kom á 20 mínútu, en nú er komið hlé.

Fótbolti
Fréttamynd

Semur líklega við Viborg

Allar líkur eru á því að Rúrik Gíslason semji við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg um helgina. Á heimasíðu félagsins segir stjórnarformaðurinn að líklega verði samið við Rúrik. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Rúriks, sagði við Fréttablaðið í gær að um „alvöru tilboð“ væri að ræða og leiða má líkur að því að Rúrik semji við félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn voru sjálfum sér verstir

Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valur lá fyrir Corke

Valsmenn töpuðu 2-0 yfir írska liðinu Corke City í fyrri leik liðanna í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Valsmenn taka á móti Cork City í kvöld

Valsmenn taka í kvöld á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar í knattspyrnu. Þetta er fyrri leikur liðanna í keppninni og hefst hann klukkan 20 á Laugardalsvellinum. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku og þar sjá Valsmenn fram á erfitt verkefni þar sem írska liðið var taplaust á heimavelli á síðustu leiktíð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þeir mega ekki skora

Valur mætir írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto-keppninnar á Laugardalsvelli klukkan 20 í kvöld. Cork endaði í fjórða sæti úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórkostleg stemning

Alls lögðu 5.976 manns leið sína á Laugardalsvöll á fimmtudagskvöldið og sáu þar íslenska kvennalandsliðið gjörsigra slakt lið Serba 5-0. Til samanburðar mættu 5.139 á leik karlalandsliðsins gegn Liechtenstein í byrjun júní. Áhorfendur á leiknum voru nánast jafn margir og á síðustu fimm heimaleikjum kvennalandsliðsins samtals.

Fótbolti
Fréttamynd

Gæti dæmt í Meistaradeildinni

Kristinn Jakobsson dómari var í vikunni færður upp um flokk hjá dómaranefnd Knatstpyrnusambands Evrópu og er nú kominn í næstefsta flokk dómara.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég brosi allan hringinn í dag

Vanda Sigurgeirsdóttir er margreyndur leikmaður og þjálfari í knattspyrnunni. Hún fylgdist með leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld og hreifst mikið af leikmönnum Íslands og þeim fjöldamörgu stuðningsmönnum sem mættu á völlinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Besta byrjun frá upphafi

Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei byrjað jafn vel í undankeppni stórmóts og nú. Liðið hefur unnið fyrstu þrjá leiki sína og skorað níu mörk án þess að fá á sig neitt.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórsigur og áhorfendamet

Íslenska kvennalandsliðið sigraði í gær Serbíu í undankeppni EM 2009. 5976 áhorfendur mættu á völlinn og aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik hjá kvennalandsliðinu. Stelpurnar sigruðu leikinn 5-0 og eru nú á toppi riðilsins með 9 stig eftir 3 leiki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Frábær sigur á Serbum

Leik íslenska kvennalandsliðsins við Serba lauk rétt í þessu með stórsigri íslenska liðsins, 5-0. Leikurinn fór fram í blíðskaparveðri á Laugardalsvellinum. Um 6000 manns áhorfendur sátu leikinn. Leikurinn var liður í undankeppni EM og hefur íslenska liðið nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hermann um kvennalandsliðið

Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður er ekkert nema ánægður með góðan árángur kvennalandsliðsins í knattspyrnu og segir enga samkeppni við karlalandsliðið. Ísland í dag heyrði í kappanum í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Allir á völlinn í kvöld

Íslenska kvennalandsliðið tekur á móti Serbum í undankeppni EM á Laugardalsvellinum í kvöld klukkan 21:15 og rétt að skorar Vísir.is á alla sem hafa tök á því að mæta og styðja við bakið á stelpunum. Íslenska liðið vann síðast frækinn sigur á Frökkum í keppninni og þarf á góðum stuðningi að halda gegn sterkum andstæðingi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír efstir og jafnir með 7

Að loknum sex umferðum í Landsbankadeild karla eru Íslandsmeistarar FH á toppi deildarinnar. Einn leikmaður þeirra er efstur ásamt tveimur öðrum í einkunnagjöf Fréttablaðsins en það kemur kannski á óvart að það er Daði Lárusson markmaður. Taflan hér til hægri sýnir lista yfir 50 efstu leikmenn í einkunnagjöf Fréttablaðsins eftir sex umferðir. Skilyrði var að leikmennirnir hefðu spilað fjóra leiki eða fleiri.

Fótbolti