Ástin á götunni

Fréttamynd

Frábær fótboltaleikur í spilunum

Það er allt til alls til þess að bikarúrslitaleikur FH og KR í dag bjóði upp á allt sem menn vilja sjá í stærsta leik sumarsins. Tvö af skemmtilegustu og vinsælustu liðum landsins mæta til leiks full af sjálfstrausti eftir gott gengi undanfarið og leikurinn er aftur leikinn í sumarblíðunni í ágúst í stað þess að vera leikinn í frosti og kulda í byrjun vetrar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Verja Valskonur bikarinn?

Íslands- og bikarmeistarar Vals geta unnið bikarinn annað árið í röð í fyrsta sinn síðan 1988 þegar liðið mætir Stjörnunni í úrslitaleik klukkan 16.00 á sunnudaginn. Stjarnan er að spila sinn fyrsta bikarúrslitaleik í 17 ár en Valskonur eru komnar þangað þriðja árið í röð og í áttunda sinn á síðasta áratug.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kristján: Meistaraheppnin er með okkur

Leiknismenn lentu undir gegn Þrótti á heimavelli sínum í gær en börðust til baka og hirtu öll þrjú stigin sem í boði voru. Liðið er þar með komið með tveggja stiga forystu á Víkinga þegar sex umferðir eru eftir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Eyjólfur: Strákarnir eru betri en þeir halda

Íslenska ungmennalandsliðið spilaði einn besta leik sem íslenskt landslið hefur spilað undanfarin ár gegn Þjóðverjum á miðvikudag. Spilamennska liðsins í 4-1 sigrinum á Þjóðverjum var frábær, sama hvernig á hana er litið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Liechtenstein tíu sinnum betra gegn Íslandi en öðrum

Landsliði Liechtenstein hefur gengið vel í leikjum gegn Íslandi undanfarin þrjú ár og tölfræði landsliðs Liechtenstein síðustu árin segir að liðinu gangi tíu sinnum betur á móti íslenska landsliðinu heldur en á móti öðrum knattspyrnuþjóðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vonbrigði í Laugardalnum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu olli miklum vonbrigðum í síðasta æfingaleik sínum fyrir undankeppni EM í knattspyrnu í gær. Liðið gerði 1-1 jafntefli við Liechtenstein.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Aron: Hef engar áhyggjur

„Við verðum bara að taka þessu, þetta er partur af því að vera í fótboltanum. Þetta er ekki alltaf dans á rósum,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður Íslands og Coventry, eftir vonbrigðin á Laugardalsvelli í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kolbeinn: Klárlega sætasti sigurinn

„Þetta er klárlega sætasti sigurinn, þetta er alveg frábært,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem átti virkilega góðan leik fyrir U21 árs landslið Íslands í gær og skoraði meðal annars eitt mark.

Íslenski boltinn