Körfubolti

Fréttamynd

Helena er fjölhæfur leikmaður

Jeff Mittie, þjálfari körfuboltaliðs TCU-háskóalns í Bandaríkjunum segir að Helena Sverrisdóttir sé fjölhæfur leikmaður sem komi til með að nýtast liðinu vel á leiktíðinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Rússar og Spánverjar leika til úrslita á EM í körfu

Það verða Rússar og Spánverjar sem leika til úrslita á Evrópumóti landsliða í körfubolta. Þetta varð ljóst í kvöld eftir að Rússar unnu glæstan sigur á Litháum í undanúrslitum 86-74. Rússarnir höfðu yfirhöndina frá fyrstu mínútu leiksins og leika nú til úrslita á Evrópumóti í fyrsta sinn síðan árið 1993.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánverjar í úrslit á EM

Spánverjar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópumóts landsliða í körfubolta þegar liðið lagði Grikki 82-77 í undanúrslitum. Pau Gasol og Javier Navarro skoruðu 23 stig fyrir Spán og Jose Calderon 18, en Vasileios Spanoulis var langbestur í liði Grikkja með 24 stig og 5 stoðsendingar. Spánverjar mæta Rússum eða Litháum í úrslitum á morgun.

Körfubolti
Fréttamynd

Króatar og Þjóðverjar í undankeppni ÓL 2008

Króatar og Þjóðverjar tryggðu sér í dag keppnisrétt í undankeppni Ólympíuleikanna í körfubolta þegar liðin unnu leiki sína í keppninni um 5-8. sætið á EM á Spáni. Króatar lögðu Frakka 86-69 og Slóvenar klúðruðu öðrum leik sínum í röð á lokasprettinum þegar þeir lágu 69-65 fyrir Þjóðverjum.

Körfubolti
Fréttamynd

Milicic sektaður fyrir reiðilestur sinn á EM

Framherjinn Darko Milicic hjá serbneska landsliðinu hefur verið sektaður um 10,000 evrur vegna grófra ummæla sem hann lét falla um dómarana eftir að Serbar töpuðu fyrir Grikkjum í riðlakeppninni og féllu úr leik. Viðtalið hefur nú lekið í fjölmiðla og er ekki hafandi eftir.

Körfubolti
Fréttamynd

Gasol aðvarar félaga sína

Framherjinn Pau Gasol hjá spænska landsliðinu segir að liðið verði að athuga sinn gang rækilega á Evrópumótinu ef það ætli sér að vinna sigur. 28 leikja sigurhrinu heimsmeistaranna lauk í gær þegar liðið tapaði fyrir spútnikliði Króata á heimavelli í gær, 85-84.

Körfubolti
Fréttamynd

Versti árangur Serba í 60 ár

Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni þegar þeir lágu fyrir Ísreelum og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur liðsins á Evrópumóti í 60 ár, eða síðan liðið hafnaði í 13 sæti í sinni fyrstu keppni undir merkjum Júgóslavíu. Spánverjar töpuðu Króötum eftir að hafa unnið 28 landsleiki í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Parker tryggði Frökkum annan sigurinn í röð

Evrópumeistaramótið í körfubolta stendur nú sem hæst á Spáni. Tony Parker fór fyrir liði Frakka þegar það vann annan sigur sinn í röð í D-riðli, nú gegn silfurliði Ítala frá Ólympíuleikunum 69-62. Þetta var annað tap Ítala í röð á mótinu. Parker skoraði 36 stig í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn sigruðu í Ameríkukeppninni

Landslið Bandaríkjanna tryggði sér í nótt auðveldan sigur í Ameríkukeppninni í körfubolta með því að kjöldraga Argentínumenn 118-81 í úrslitaleik mótsins. Úrslitaleikurinn hafði í sjálfu sér litla þýðingu þar sem bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríska körfuboltaliðið á leið til Peking

Bandarísku NBA-stjörnurnar voru ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér farseðil­inn á Ólympíuleikana í Peking sem fram fara næsta sumar. Bandaríkja­menn rúlluðu yfir Púertó Ríkó, 135-91, og tryggðu sér með því farseðilinn til Peking en þess má geta að Púertó Ríkó lagði Banda­ríkin á Ólympíuleikunum í Aþenu í eftirminnilegum leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Garnett fer ekki frá Minnesota

Líklega hefur enginn leikmaður í NBA deildinni verið meira í slúðrinu í sumar en framherjinn Kevin Garnett hjá Minnesota, en talið var nánast öruggt að honum yrði skipt frá félaginu í kring um nýliðavalið á dögunum. Þetta hefur nú verið slegið út af borðinu af eiganda Minnesota, sem segir að Garnett vilji vera áfram með liði Timberwolves.

Körfubolti
Fréttamynd

Garbajosa í hópi Spánverja

Framherjinn Jorge Garbajosa hjá Toronto Raptors hefur verið kallaður inn í 15 manna hóp Pepu Hernandez landsliðsþjálfara Spánverja sem eru nú að undirbúa sig fyrir EM í körfubolta sem fram fer í Madrid í september.

Körfubolti
Fréttamynd

James ætlar að spila með landsliðinu

Körfuboltastjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers hefur nú tilkynnt að hann ætli að gefa kost á sér í að spila með bandaríska landsliðinu í komandi verkefnum, en hann hafði áður sagt að aðeins helmingslíkur væru á því að hann tæki þátt.

Körfubolti
Fréttamynd

Real Madrid Spánarmeistari í körfubolta

Real Madrid tryggði sér í gærkvöld Spánarmeistaratitilinn í körfubolta með góðum útisigri á erkifjendunum í Barcelona 82-71. Real Madrid vann úrslitaeinvígið 3-1 og með því varð Joan Plaza aðeins þriðji þjálfarinn í sögu deildarinnar til að vinna titil á sínu fyrsta ári sem þjálfari. Það er því ekki ónýt stemming í Madrid þessa dagana eftir að körfuboltaliðið fetaði í fótspor knattspyrnuliðsins og tryggði sér titilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ber ekki vitni gegn Iverson

Rappstjarnan og sprelligosinn 50 Cent þarf ekki að bera vitni vegna ákæru á hendur Allen Iverson síðar í mánuðinum. Dómari kvað þennan úrskurð í gær en Iverson er gefið að sök að hafa lamið mann í andlitið með flösku.

Sport
Fréttamynd

Jón Arnór með 6 stig í tapleik

Jón Arnór Stefánsson skoraði sex stig fyrir Lottomatica Roma gegn deildarmeisturunum í Montepaschi Siena. Jón Arnór og félagar töpuðu leiknum 76-84. Jón Arnór spilaði í 12 mínútur og skoraði sex stig, þar af tvö úr vítaskotum.

Körfubolti
Fréttamynd

Roma í undanúrslit

Jón Arnór Stefánsson skoraði 12 stig fyrir lið sitt Lottomatica Roma í gær þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum í ítölsku deildinni með 83-58 stórsigri á fyrrum félögum hans í Napoli. Roma vann einvígið 3-0 og mætir toppliði Siena í næstu umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

Sigur í fyrsta leik hjá Roma

Lottomatica Roma á Ítalíu spilaði í kvöld sinn fyrsta leik í 8-liða úrslitum úrvalsdeildiarinnar og þar báru Jón Arnór Stefánsson og félagar í Roma sigurorð af fyrrum félögum hans í Napoli 73-57. Jón Arnór spilaði 13 mínútur í leiknum og skoraði 3 stig. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Napoli um helgina og liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í næstu umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

Logi Gunnarsson til Spánar

Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson sem leikið hefur með finnska körfuboltaliðinu ToPo í Helsinki í vetur, hefur skrifað undir samning við spænska liðið Gijon sem leikur í 1. deildinni þar í landi. Logi mætir á æfingu hjá liðinu annað kvöld og meiningin er að hann verði með liðinu í úrslitakeppninni strax á föstudag. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í kvöld, en þar er einnig stutt viðtal við kappann.

Körfubolti
Fréttamynd

Florida háskólameistari annað árið í röð

Florida-skólinn varð í gærkvöld háskólameistari í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Ohio State í úrslitaleik 84-75. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1992 sem lið vinnur tvö ár í röð í keppninni og í fyrsta sinn í sögunni sem lið vinnur tvö ár í röð með sama byrjunarlið.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór með 12 stig í sigri Roma

Jón Arnór Stefánsson skoraði 12 stig fyrir ítalska liðið Lottomatica Roma í gær þegar liðið skellti Benetton Treviso 73-61 á útivelli í A-deildinni í gær. Roma er í fjórða sæti deildarinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón með 8 stig í tapleik

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma töpuðu í kvöld á útivelli fyrir Maccabi Tel Aviv í Meistaradeildinni í körfubolta 79-72. Jón skoraði 8 stig og gaf 2 stoðsendingar á 19 mínútum. Hann var öflugur á lokasprettinum þegar ítalska liðið tók góða rispu, en heimamenn náðu að halda sínu og sigruðu. Þetta var fimmta tap Roma í röð í keppninni eftir sigur í fyrsta leik.

Körfubolti
Fréttamynd

Myndband af tilþrifum vikunnar hjá Jóni Arnóri

Jón Arnór Stefánsson þótti eiga tilþrif vikunnar í ítölsku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar hann tryggði liði sínu Roma sigur á toppliði Siena í vikunni 84-83. Frá þessu var greint á heimasíðu KKÍ. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að sjá tilþrifin.

Körfubolti
Fréttamynd

Bandaríkjamenn heppnir með mótherja

Landslið Bandaríkjanna í körfubolta sleppur við að leika með liði Ólympíumeistara Argentínu í riðli í Ameríkukeppninni sem fram fer í sumar, en dregið var í riðla í dag. Tvö af liðunum tíu sem taka þátt tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Peking á næsta ári.

Körfubolti
Fréttamynd

Stjörnuleikur FIBA í beinni á netinu annað kvöld

Árlegur Stjörnuleikur í Evrópukörfuboltanum fer fram í Lemesos á Kýpur annað kvöld og verður hann sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu evrópska körfuknattleikssambandsins www.fibaeurope.com. Nokkrir áhugaverðir leikmenn verða þar á meðal keppenda og má þar nefna danska landsliðsmanninn Christian Drejer og Marc Gasol, bróðir Pau Gasol sem spilar í NBA deildinni.

Körfubolti