Körfubolti

Garbajosa í hópi Spánverja

Garbajosa sækir hér að LeBron James í leik í NBA deildinni í vor
Garbajosa sækir hér að LeBron James í leik í NBA deildinni í vor NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Jorge Garbajosa hjá Toronto Raptors hefur verið kallaður inn í 15 manna hóp Pepu Hernandez landsliðsþjálfara Spánverja sem eru nú að undirbúa sig fyrir EM í körfubolta sem fram fer í Madrid í september.

Garbajosa hefur verið frá keppni síðan í vor þegar hann meiddist illa í leik með Toronto og fastlega var reiknað með því að það tæki hann hálft ár að jafna sig. Batinn hefur þó verið mun betri en búist var við, en enn er ekki ljóst hvort Garbajosa getur tekið þátt á EM. Hernandez þjálfari hefur að mestu haldið sig við sama hóp og vann gullverðlaun á HM í Japan í haust.

Aðeins 12 menn mynda svo lokahóp Spánverja þegar EM hefst í september og þar verða menn eins og Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og félagi Garbajosa hjá Toronto, Jose Calderon. Spánverjar fara í æfingabúðir þann 26. júlí í Cadiz og mæta þar m.a. Þjóðverjum, Frökkum og Evrópumeisturum Grikkja. Evrópukeppnin sjálf verður svo í Madrid dagana 3.-16. september þar sem 16 lið berjast um titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×