Körfubolti

Gasol aðvarar félaga sína

Pau Gasol, framherji Memphis Grizzlies og spænska landsliðsins
Pau Gasol, framherji Memphis Grizzlies og spænska landsliðsins NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Pau Gasol hjá spænska landsliðinu segir að liðið verði að athuga sinn gang rækilega á Evrópumótinu ef það ætli sér að vinna sigur. 28 leikja sigurhrinu heimsmeistaranna lauk í gær þegar liðið tapaði fyrir spútnikliði Króata á heimavelli í gær, 85-84.

"Það var sárt að tapa þessum leik því við vorum að spila við lið sem á ekki að standa í okkur. Við gerðum þeim lífið auðvelt með frammistöðu okkar í þessum leik, en allir vita að við erum mjög erfiðir viðureignar ef menn eru einbeittir," sagði Gasol. Hann var valinn besti leikmaður HM þear Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í fyrra.

Nú bíður Spánverja erfitt verkefni þegar þeir mæta Evrópumeisturum Grikkja í fyrsta leik í milliriðlinum. "Við verðum að vera miklu einbeittari gegn Grikkjum en við vorum í dag og það verður gríðarlega erfiður leikur," sagði Gasol. Grikkir töpuðu reyndar einnig lokaleik sínum í riðlakeppninni þegar þeir lágu fyrir Rússum 61-53.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×