Fótbolti Labbaði inn á völl með hund sem meig á samherja hans Fótboltamaður í Kólumbíu varð fyrir því að hundur sem hann fór með inn á völlinn meig á samherja hans. Fótbolti 27.7.2023 15:45 Isco kominn í Real Betis eftir að hafa verið án félags í sjö mánuði Isco er genginn í raðir spænska knattspyrnuliðsins Real Betis. Isco kemur á frjálsri sölu en hann hefur verið án félags frá því Sevilla rifti samningi hans undir lok síðast árs. Sport 26.7.2023 20:15 Sjáðu mörkin: Hákon Arnar skoraði tvö og lagði upp eitt Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að blómstra á undirbúningstímabilinu með sínum nýju liðsfélögum í Lille. Hákon skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu gegn La Havre í 3-2 sigri. Sport 26.7.2023 19:31 Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. Fótbolti 25.7.2023 23:30 „Það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum hundsvekktur eftir tap hans manna gegn FCK í kvöld í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið þurfi að bæta sig ef það ætlar sér að taka næsta skref í Evrópu. Fótbolti 25.7.2023 23:16 Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Fótbolti 25.7.2023 22:11 Selfyssingar með sterkan sigur eftir skellinn í síðustu umferð Selfoss vann öruggan 2-0 sigur á Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar fengu þungan skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu 9-0 gegn Aftureldingu en sýndu í kvöld að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Fótbolti 25.7.2023 21:17 Þórsarar með sinn fyrsta sigur síðan 16. júní Þór frá Akureyri vann nú rétt í þessu sinn fyrsta sigur í Lengjudeildinni síðan 16. júní þegar liðið lagði Gróttu norðan heiða nokkuð örugglega 3-1. Fótbolti 25.7.2023 20:17 Hörður Björgvin og félagar í góðum málum í Meistaradeildinni Panathinaikos eru í góðri stöðu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 sigur á SC Dnipro 1 frá Úkraínu. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í miðri vörn Panathinaikos. Fótbolti 25.7.2023 20:04 Southampton grjótharðir á að Romeo Lavia sé 50 milljón punda virði | Höfnuðu tilboði Liverpool Hinn 19 ára Romeo Lavia, leikmaður Southampton, hefur vakið athygli margra stórliða undanfarið en hann hefur verið orðaður við m.a. Liverpool, Chelsea og Arsenal. Lavia er sagður hafa mestan áhuga á að ganga til liðs við Liverpool en Southampton verður ekki haggað með kaupverðið. Fótbolti 25.7.2023 19:30 Manchester United hafa náð samkomulagi við Rasmus Højlund en hiksta á verðmiðanum Manchester United og danski framherjinn Rasmus Højlund hafa náð saman um kaup og kjör samkvæmt Fabrizio Romano. Á borðinu liggur fimm ára samningur en enn ber mikið á milli United og Atalanta um endanlegt kaupverð. Fótbolti 25.7.2023 19:01 Árni og félagar nældu í jafntefli á elleftu stundu Árni Vilhjálmsson og félagar í FK Zalgiris eru nokkurn veginn á byrjunarreit í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn Tyrklandsmeisturum Galatasary en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma. Fótbolti 25.7.2023 18:02 Ældi í handtösku mömmu Grealish og ætlar að kaupa nýja Rúben Días, miðvörður Evrópu-, Englands- og bikarmeistara Manchester City, missti sig örlítið í gleðinni eftir að City urðu Evrópumeistarar. Hann missti sig örlítið í gleðinni sem endaði með því að hann ældi í handtösku Karen Grealish, móður Jack Grealish. Enski boltinn 25.7.2023 07:00 Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. Fótbolti 24.7.2023 23:31 Sabitzer kominn í hóp þeirra sem hafa verið á mála hjá Dortmund og Bayern Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er genginn í raðir Borussia Dortmund frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann er langt því frá fyrsti leikmaðurinn sem fer á milli liðanna á undanförnum árum. Fótbolti 24.7.2023 23:00 Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. Fótbolti 24.7.2023 22:31 „Alltaf gaman að vinna hérna í lokin, ég þekki það ágætlega“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis í Bestu deild karla í knattspyrnu, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-2 sigur sinna manna á lokamínútum leiksins í Kaplakrika gegn FH. Íslenski boltinn 24.7.2023 22:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fylkir 2-4 | Árbæingar upp úr fallsæti FH fékk Fylki í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var æsispennandi og endirinn hreint út sagt ótrúlegur, lokatölur 2-4. Fylkir vann þar með sinn fyrsta sigur á útivelli á tímabilinu og fyrsta sigur síðan 28. maí. Íslenski boltinn 24.7.2023 18:30 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 3-4 | KA hafði betur í markasúpu KA vann botnlið Keflavíkur í stórskemmtilegum sjö marka leik. Staðan í hálfleik var 1-2 þar sem KA endaði fyrri hálfleik á að skora tvö mörk. Í síðari hálfleik komu mörkin á færibandi en mark Hallgríms sem var af dýrari gerðinni reyndist sigurmarkið og KA vann 3-4. Íslenski boltinn 24.7.2023 17:15 „Fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur eftir 3-4 tap gegn KA. Sigurður fékk beint rautt spjald í leiknum og að hans mati hefur dómgæslan verið ósanngjörn gagnvart Keflavík á tímabilinu. Íslenski boltinn 24.7.2023 20:42 Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-1 | Stelpurnur úr leik eftir hetjulega baráttu Íslenska U-19 ára kvennalandsliðið er úr leik á lokakeppni Evrópumótsins 3-1 eftir tap gegn Frakklandi. Frakkar sigra riðilinn og fara áfram í undanúrslit mótsins, þar sem þær mæta Þýskalandi. Spánn fer einnig áfram í undanúrslit og mætir þar Hollandi. Fótbolti 24.7.2023 18:01 Telja að Barcelona-stjörnur Noregs verði bekkjaðar gegn Sviss Eftir óvænt tap gegn Nýja-Sjálandi í fyrstu umferð HM kvenna í knattspyrnu virðist Hege Riise, þjálfari norska landsliðsins, ætla að sýna hver ræður og bekkja tvær af helstu stjörnum Noregs. Fótbolti 24.7.2023 19:30 KA fer til Belgíu eða Danmerkur sigri það Dundalk KA mætir Dundalk frá Írlandi í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Takist KA að komast í gegnum FH-banana frá árinu 2016 þá bíða þeirra mótherjar frá annað hvort Belgíu eða Danmörku. Fótbolti 24.7.2023 18:46 Birnir Snær eftirsóttur Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings í Bestu deild karla, verður samningslaus síðar í ár og er gríðarlega eftirsóttur. Íslenski boltinn 24.7.2023 17:30 Sky Sports: Chelsea, Man Utd, Tottenham, Inter og Barcelona hafa áhuga á Mbappé Sky Sports heldur því fram að Chelsea, Manchester United, Tottenham Hotspur, Inter Milan og Barcelona hafi öll áhuga á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Þá hefur verið greint frá því að Al Ahli í Sádi-Arabíu vilji gera Mbappé að dýrasta leikmanni í heimi. Fótbolti 24.7.2023 17:00 Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24.7.2023 16:00 Trevor Francis látinn Enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Trevor Francis er látinn. Hann var á sínum tíma fyrsti leikmaður Bretlandseyja sem keyptur var fyrir eina milljón punda. Hann var aðeins 69 ára gamall. Enski boltinn 24.7.2023 14:30 Háttsettur maður innan ensku úrvalsdeildarinnar ásakaður um að nauðga táningsstelpu Lögreglan í Bretlandi yfirheyrði nýverið háttsettan mann innan ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna ásakana um að hann hefði nauðgað stelpu sem var þá aðeins 15 ára gömul. Enski boltinn 24.7.2023 14:15 Borges frá Brasilíu með fyrstu þrennu HM í ár Brasilía vann þægilegan 4-0 sigur á Panama í síðasta leik dagsins á HM kvenna í knattspyrnu. Ary Borges var allt í öllu í sigri Brasilíu en hún skoraði fyrstu þrennu mótsins sem og hún lagði upp fjórða mark liðsins. Fótbolti 24.7.2023 13:00 Tapi Blikar fyrir FC Kaupmannahöfn fara þeir til Bosníu-Hersegóvínu eða Slóvakíu Búið er að draga í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þangað fara Íslandsmeistarar Breiðabliks falli þeir úr leik gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mætast í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24.7.2023 12:00 « ‹ 88 89 90 91 92 93 94 95 96 … 334 ›
Labbaði inn á völl með hund sem meig á samherja hans Fótboltamaður í Kólumbíu varð fyrir því að hundur sem hann fór með inn á völlinn meig á samherja hans. Fótbolti 27.7.2023 15:45
Isco kominn í Real Betis eftir að hafa verið án félags í sjö mánuði Isco er genginn í raðir spænska knattspyrnuliðsins Real Betis. Isco kemur á frjálsri sölu en hann hefur verið án félags frá því Sevilla rifti samningi hans undir lok síðast árs. Sport 26.7.2023 20:15
Sjáðu mörkin: Hákon Arnar skoraði tvö og lagði upp eitt Hákon Arnar Haraldsson heldur áfram að blómstra á undirbúningstímabilinu með sínum nýju liðsfélögum í Lille. Hákon skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu gegn La Havre í 3-2 sigri. Sport 26.7.2023 19:31
Töldu sig þurfa á öllum að halda til að stöðva Hegerberg sem enn hefur ekki skorað mark á HM Endurkomu Ödu Hegerberg á stórmót með norska landsliðinu var beðið með nokkurri eftirvæntingu en hún hefur þó ekki enn náð að setja mark sitt á heimsmeistaramótið. Hún fór meidd útaf áður en flautað var til leiks í viðureign liðsins gegn Sviss í morgun. Fótbolti 25.7.2023 23:30
„Það bara gerir ekkert fyrir mig að hafa spilað vel og tapað 2-0“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum hundsvekktur eftir tap hans manna gegn FCK í kvöld í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið þurfi að bæta sig ef það ætlar sér að taka næsta skref í Evrópu. Fótbolti 25.7.2023 23:16
Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Fótbolti 25.7.2023 22:11
Selfyssingar með sterkan sigur eftir skellinn í síðustu umferð Selfoss vann öruggan 2-0 sigur á Grindavík í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar fengu þungan skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu 9-0 gegn Aftureldingu en sýndu í kvöld að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Fótbolti 25.7.2023 21:17
Þórsarar með sinn fyrsta sigur síðan 16. júní Þór frá Akureyri vann nú rétt í þessu sinn fyrsta sigur í Lengjudeildinni síðan 16. júní þegar liðið lagði Gróttu norðan heiða nokkuð örugglega 3-1. Fótbolti 25.7.2023 20:17
Hörður Björgvin og félagar í góðum málum í Meistaradeildinni Panathinaikos eru í góðri stöðu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 sigur á SC Dnipro 1 frá Úkraínu. Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í miðri vörn Panathinaikos. Fótbolti 25.7.2023 20:04
Southampton grjótharðir á að Romeo Lavia sé 50 milljón punda virði | Höfnuðu tilboði Liverpool Hinn 19 ára Romeo Lavia, leikmaður Southampton, hefur vakið athygli margra stórliða undanfarið en hann hefur verið orðaður við m.a. Liverpool, Chelsea og Arsenal. Lavia er sagður hafa mestan áhuga á að ganga til liðs við Liverpool en Southampton verður ekki haggað með kaupverðið. Fótbolti 25.7.2023 19:30
Manchester United hafa náð samkomulagi við Rasmus Højlund en hiksta á verðmiðanum Manchester United og danski framherjinn Rasmus Højlund hafa náð saman um kaup og kjör samkvæmt Fabrizio Romano. Á borðinu liggur fimm ára samningur en enn ber mikið á milli United og Atalanta um endanlegt kaupverð. Fótbolti 25.7.2023 19:01
Árni og félagar nældu í jafntefli á elleftu stundu Árni Vilhjálmsson og félagar í FK Zalgiris eru nokkurn veginn á byrjunarreit í undankeppni Meistaradeildar Evrópu eftir jafntefli gegn Tyrklandsmeisturum Galatasary en jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma. Fótbolti 25.7.2023 18:02
Ældi í handtösku mömmu Grealish og ætlar að kaupa nýja Rúben Días, miðvörður Evrópu-, Englands- og bikarmeistara Manchester City, missti sig örlítið í gleðinni eftir að City urðu Evrópumeistarar. Hann missti sig örlítið í gleðinni sem endaði með því að hann ældi í handtösku Karen Grealish, móður Jack Grealish. Enski boltinn 25.7.2023 07:00
Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. Fótbolti 24.7.2023 23:31
Sabitzer kominn í hóp þeirra sem hafa verið á mála hjá Dortmund og Bayern Austurríkismaðurinn Marcel Sabitzer er genginn í raðir Borussia Dortmund frá Þýskalandsmeisturum Bayern München. Hann er langt því frá fyrsti leikmaðurinn sem fer á milli liðanna á undanförnum árum. Fótbolti 24.7.2023 23:00
Jason Daði fyrir stórleikinn gegn FCK: Held að við ætlum bara að hlaupa yfir þá „Bara mjög spenntur, get eiginlega ekki beðið og hlakka til að fá þá hingað í heimsókn,“ sagði Jason Daði Svanþórsson, einn skæðasti leikmaður Íslandsmeistara Breiðabliks, um heimsókn FC Kaupmannahafnar annað kvöld. Fótbolti 24.7.2023 22:31
„Alltaf gaman að vinna hérna í lokin, ég þekki það ágætlega“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis í Bestu deild karla í knattspyrnu, var að vonum gríðarlega sáttur eftir 4-2 sigur sinna manna á lokamínútum leiksins í Kaplakrika gegn FH. Íslenski boltinn 24.7.2023 22:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Fylkir 2-4 | Árbæingar upp úr fallsæti FH fékk Fylki í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í knattspyrnu. Leikurinn var æsispennandi og endirinn hreint út sagt ótrúlegur, lokatölur 2-4. Fylkir vann þar með sinn fyrsta sigur á útivelli á tímabilinu og fyrsta sigur síðan 28. maí. Íslenski boltinn 24.7.2023 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KA 3-4 | KA hafði betur í markasúpu KA vann botnlið Keflavíkur í stórskemmtilegum sjö marka leik. Staðan í hálfleik var 1-2 þar sem KA endaði fyrri hálfleik á að skora tvö mörk. Í síðari hálfleik komu mörkin á færibandi en mark Hallgríms sem var af dýrari gerðinni reyndist sigurmarkið og KA vann 3-4. Íslenski boltinn 24.7.2023 17:15
„Fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ sem þjálfari og ég hef þjálfað í fimmtán ár“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var afar svekktur eftir 3-4 tap gegn KA. Sigurður fékk beint rautt spjald í leiknum og að hans mati hefur dómgæslan verið ósanngjörn gagnvart Keflavík á tímabilinu. Íslenski boltinn 24.7.2023 20:42
Umfjöllun: Frakkland - Ísland 3-1 | Stelpurnur úr leik eftir hetjulega baráttu Íslenska U-19 ára kvennalandsliðið er úr leik á lokakeppni Evrópumótsins 3-1 eftir tap gegn Frakklandi. Frakkar sigra riðilinn og fara áfram í undanúrslit mótsins, þar sem þær mæta Þýskalandi. Spánn fer einnig áfram í undanúrslit og mætir þar Hollandi. Fótbolti 24.7.2023 18:01
Telja að Barcelona-stjörnur Noregs verði bekkjaðar gegn Sviss Eftir óvænt tap gegn Nýja-Sjálandi í fyrstu umferð HM kvenna í knattspyrnu virðist Hege Riise, þjálfari norska landsliðsins, ætla að sýna hver ræður og bekkja tvær af helstu stjörnum Noregs. Fótbolti 24.7.2023 19:30
KA fer til Belgíu eða Danmerkur sigri það Dundalk KA mætir Dundalk frá Írlandi í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Takist KA að komast í gegnum FH-banana frá árinu 2016 þá bíða þeirra mótherjar frá annað hvort Belgíu eða Danmörku. Fótbolti 24.7.2023 18:46
Birnir Snær eftirsóttur Birnir Snær Ingason, leikmaður Víkings í Bestu deild karla, verður samningslaus síðar í ár og er gríðarlega eftirsóttur. Íslenski boltinn 24.7.2023 17:30
Sky Sports: Chelsea, Man Utd, Tottenham, Inter og Barcelona hafa áhuga á Mbappé Sky Sports heldur því fram að Chelsea, Manchester United, Tottenham Hotspur, Inter Milan og Barcelona hafi öll áhuga á að fá Kylian Mbappé í sínar raðir. Þá hefur verið greint frá því að Al Ahli í Sádi-Arabíu vilji gera Mbappé að dýrasta leikmanni í heimi. Fótbolti 24.7.2023 17:00
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24.7.2023 16:00
Trevor Francis látinn Enski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Trevor Francis er látinn. Hann var á sínum tíma fyrsti leikmaður Bretlandseyja sem keyptur var fyrir eina milljón punda. Hann var aðeins 69 ára gamall. Enski boltinn 24.7.2023 14:30
Háttsettur maður innan ensku úrvalsdeildarinnar ásakaður um að nauðga táningsstelpu Lögreglan í Bretlandi yfirheyrði nýverið háttsettan mann innan ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu vegna ásakana um að hann hefði nauðgað stelpu sem var þá aðeins 15 ára gömul. Enski boltinn 24.7.2023 14:15
Borges frá Brasilíu með fyrstu þrennu HM í ár Brasilía vann þægilegan 4-0 sigur á Panama í síðasta leik dagsins á HM kvenna í knattspyrnu. Ary Borges var allt í öllu í sigri Brasilíu en hún skoraði fyrstu þrennu mótsins sem og hún lagði upp fjórða mark liðsins. Fótbolti 24.7.2023 13:00
Tapi Blikar fyrir FC Kaupmannahöfn fara þeir til Bosníu-Hersegóvínu eða Slóvakíu Búið er að draga í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þangað fara Íslandsmeistarar Breiðabliks falli þeir úr leik gegn FC Kaupmannahöfn en liðin mætast í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 24.7.2023 12:00