Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2023 22:11 Anton Ari fór illa af ráði sínu á upphafssekúndum leiksins Vísir/Hulda Margrét Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Langar að svara fyrir okkur“ Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Atlético Madríd stal sigrinum í París Vandræði Madríd halda áfram Börsungar á bleiku skýi í Belgrað Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Glórulaus Mings kostaði Villa „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Inter áfram eftir þrjú mörk á ellefu mínútum í framlengingu Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Svona var blaðamannafundur Víkings Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út Sjáðu þrennurnar hjá Díaz og Gyökeres og öll mörkin úr Meistaradeildinni Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira