Anton Ari: Hefði ég sleppt því að gefa þeim mark hefði leikurinn spilast öðruvísi Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2023 22:11 Anton Ari fór illa af ráði sínu á upphafssekúndum leiksins Vísir/Hulda Margrét Það var ansi niðurlútur Anton Ari sem mætti til viðtals við blaðamann eftir leik Breiðabliks gegn FC Kaupmannahöfn. Hann gerðist sekur um slæm mistök í fyrra marki FCK sem lagði Breiðablik 2-0 að velli á Kópavogsvellinum fyrr í kvöld. Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira
Eftir minna en einnar mínútu leik kom hár bolti inn fyrir vörn Breiðabliks og markvörðurinn hikaði í úthlaupi sínu. Komst þó í boltann en skaut honum beint í Jordan Larsson sem kom á harðaspretti gegn honum. „Ég tók of seint ákvörðun um að fara út og hreinsa boltann. Þar með er hann kominn það mikið ofan í mig að ég hreinsi í hann, boltinn fellur fyrir hann og hann skorar í autt markið.“ Anton telur liðið hafa spilað ágætlega í þessum leik en segir þá eiga meira inni fyrir seinni leik einvígisins. „Bara fínt, við hefðum alveg getað spilað betur finnst mér og eigum kannski smá inni. Hefði ég sleppt því að gefa þeim eitt mark þarna eftir mínútu þá held ég að leikurinn hefði spilast allt öðruvísi.“ Seinna mark FCK kom svo eftir góðan spilkafla hjá Breiðablik. Liðið hafði ógnað marki gestanna margoft og var hársbreidd frá því að jafna leikinn. „Það hefði breytt leiknum töluvert [að jafna leikinn], þá hefði verið allt annað uppi á teningunum en svona er þetta.“ Anton fylgir skilaboðum sem Óskar Hrafn, þjálfari liðsins, hefur ítrekað margoft á tímabilinu. Það er að einbeita sér að næsta leik liðsins en ekki þeim þarnæsta. En aðspurður út í seinni leik liðsins gegn FCK telur hann Breiðablik enn eiga möguleika. „Byrjum á Stjörnunni á laugardaginn en jájá, mér finnst að ef við spilum eins og við gerðum í dag og skerpum kannski aðeins á okkur þá er þetta alveg opið ennþá“ sagði Anton Ari að lokum.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Sjá meira