Ísak Bergmann um leikinn gegn Blikum: Ætlum að nýta þeirra veikleika Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júlí 2023 23:31 Ísak Bergmann er spenntur fyrir því að mæta Breiðabliki. Stöð 2 „Það er mjög gaman en mjög skrýtið. Þegar maður kemur heim er maður að undirbúa sig fyrir landsleiki eða í frí. Það er svolítið öðruvísi að vera í hinu liðinu núna, verð ég að segja,“ sagði Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður FC Kaupmannahafnar, í aðdraganda leiks sinna manna á Kópavogsvelli annað kvöld. FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
FC Kaupmannahöfn mætir Íslandsmeisturum Breiðabliks í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu klukkan 19.15 annað kvöld. Uppselt er á leikinn sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Ísak Bergmann er spenntur fyrir leiknum og telur að FCK þekki Blika ágætlega. „Þetta er bara skemmtilegt. Ég hef reyndar mætt Blikum núna þrisvar síðan ég fór út, mest í æfingaleikjum en núna í Meistaradeildinni. Maður náttúrulega þekkir marga þarna, sérstaklega frænda minn Oliver (Stefánsson) og pabba hans Orra (Steins Óskarssonar) og svona.“ „Ég held ég hafi aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er nýtt fyrir mér og verður gaman. Ég sá það varð uppselt á fjórum til fimm mínútum svo það er greinilega stemning fyrir þessu,“ bætti Ísak Bergmann við. Bera virðingu fyrir Blikum „Við byrjuðum deildina um helgina gegn Lyngby, er nokkuð nýbyrjað hjá okkur en við erum klárir í þetta og berum mikla virðingu fyrir Blikum. Þeir eru á miðju tímabili, búnir að vera á góðu skriði upp á síðkastið og með gríðarlega gott lið á íslenskan mælikvarða. Við erum einbeittir á að reyna stöðva þá og vinna leikinn á morgun.“ „Það eru tvö lið, Nordsjælland og Silkeborg sem spila á gervigrasi í Danmörku svo við erum ekki vanir því. Ég held að planið hafi verið að æfa í Danmörku, koma svo til Íslands og hafa þetta þægilegt. Erum ekki vanir því að spila á gervigrasi en það eru 3-4 leikir á ári í Superliga á gervigrasi. Það er það eina sem við höfum upplifað,“ sagði Ísak Bergmann aðspurður út í ástæðuna bakvið þeirri ákvörðun FCK að æfa heima fyrir og fljúga seint hingað til lands. „Geðveikt að vera á góðum velli og gervigrasið er alltaf gott. Góðir leikmenn geta spilað á góðum völlum svo ég held það skipti voða litlu máli. Þeir eru vanari því en við sjáum til á morgun, held það sé ekkert mál,“ bætti Ísak Bergmann við. Klárlega veikleikar í varnarleik Breiðabliks „Fyrst og fremst sóknarleikurinn þeirra, gríðarlega góðir þar. Með boltann eru þeir flott lið en það eru klárlega veikleikar í varnarleiknum sem við höfum skoðað og ætlum að reyna nýta okkur. Erum með gæði til að refsa þeim og það er svona það helsta sem við höfum skoðað, ætlum að nýta þeirra veikleika.“ Viðtalið heldur áfram eftir myndbandið. Klippa: Viðtal: Ísak Bergmann Vill vinna þrja í röð og komast í riðlakeppni Meistaradeildar á nýjan leik „Ég er einbeittur á að komast inn í liðið og reyna að berjast fyrir mínu sæti. Erum búnir að vinna tvo titla í röð síðan ég kom til félagsins, held það hafi ekki gerst oft að lið vinni þrja í röð. Það er svolítið markmið sem maður vill reyna að ná.“ „Líka að komast aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, maður fær blóð á tennurnar eftir að hafa upplifað það síðast. Glugginn er opinn og maður veit aldrei hvað gerist en núna er ég einbeittur á að hjálpa FCK. Hvort sem það er af bekknum eða sem byrjunarliðsmaður.“ „Maður vonast alltaf til að spila en það eru gríðarlega góðir leikmenn í FCK, geri mér grein fyrir því. Verð klár hvort sem ég byrja leikinn eða verð á bekknum,“ sagði Ísak Bergmann að endingu. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Fótbolti Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Í beinni: Frakkland - England | Risaleikur í Zurich Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Oliver fyrir einvígið gegn FCK: Þeir hafa í rauninni öllu að tapa „Gífurlega spenntir, þetta er eitthvað sem manni langar að gera og við getum eiginlega ekki beðið að sýna okkar gæði gegn gæðum þessara leikmanna,“ sagði Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, um viðureign morgundagsins gegn FC Kaupmannahöfn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 24. júlí 2023 16:00