Fótbolti Getur ekki hætt og mun þjálfa þangað til hann verður 75 ára Gamla brýnið Neil Warnock hefur ákveðið að feta í fótspor Roy Hodgson og þjálfa fótbolta þangað til hann verður 75 ára gamall. Huddersfield Town staðfesti í dag að Warnock myndi stýra liðinu á næstu leiktíð eftir að hafa bjargað þeim frá falli á nýafstaðinni leiktíð. Enski boltinn 14.6.2023 16:00 Úrslitin í leik Fylkis og KR standa þrátt fyrir kæru KR-inga Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað að úrslit í leik KR og Fylkis í Lengjudeild kvenna skuli standa. KR hafði kært leikinn á þeim grundvelli að Fylkir hefði teflt fram ólöglegum leikmanni í leiknum en Árbæingar unnu einkar sannfærandi 6-0 sigur. Íslenski boltinn 14.6.2023 13:00 Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. Fótbolti 14.6.2023 12:01 Bellingham orðinn leikmaður Real Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham er orðinn leikmaður Real Madríd. Gæti hann orðið dýrasti Englendingur sögunnar. Fótbolti 14.6.2023 10:18 Heimildirnar frá Katar byggðar á sandi og enn óvíst hver eignast Man United Í gær, þriðjudag, bárust fréttir þess efnis að allt væri klappað og klárt er kæmi að nýjum eiganda enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þær fréttir reyndust þvættingur. Enski boltinn 14.6.2023 06:00 Markasúpa í Lengjudeild kvenna | Grindavík skoraði fimm gegn toppliðinu Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld og bar þar hæst að Grindvíkingar unnu stórsigur á toppliði HK, 5-3. Fótbolti 13.6.2023 21:34 Vinir Messi orðaðir við Inter Miami Eftir að félagaskipti Lionel Messi til Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum voru staðfest á dögunum hrannast inn fréttir af fleiri mögulegum félagaskiptum til liðsins úr vinahópi Messi. Nýjasta nafnið er varnarmaðurinn Jordi Alba, sem leikið hefur með Barcelona síðan 2012. Fótbolti 13.6.2023 18:54 Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Enski boltinn 13.6.2023 08:31 Fengu blessun fótboltadoktorsins og fá framhaldslíf í febrúar Leiksýningin Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, sem vakti athygli á nýafstöðnu leikári í Tjarnarbíói, fær framhaldslíf í Borgarleikhúsinu. Ólafur Ásgeirsson, leikari og handritshöfundur, er þakklátur fyrir meðbyrinn og velþóknun helsta doktors Íslendinga í fótboltafræðum. Menning 13.6.2023 08:28 Verra að missa af HM heldur en að vera dæmdur í átta mánaða bann Ivan Toney, framherji Brentford, var nýverið dæmdur í 8 mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir það verra að hafa ekki verið hluti af enska landsliðshópnum á HM í Katar undir lok síðasta árs en að mega ekki spila og æfa næstu mánuði. Enski boltinn 12.6.2023 23:31 Vinícius fetar í fótspor Ronaldo Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior mun feta í fótspor Cristiano Ronaldo á komandi tímabili í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vini Jr., eins og hann er kallaður, mun nefnilega klæðast treyju númer 7 hjá stórveldinu Real Madríd. Fótbolti 12.6.2023 23:01 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur R. - Keflavík 1-2 | Óvæntur sigur gestanna Keflavík vann óvæntan sigur á Þrótti á Avis vellinum í Laugardal í 8. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Keflavík en sigurinn lyftir þeim upp í 7. sæti deildarinnar og eru þær aðeins tveimur stigum frá Þrótti í 3. sæti. Íslenski boltinn 12.6.2023 18:31 Mbappé mun ekki framlengja í París Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur tilkynnt félaginu að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út sumarið 2024. Ákvörðunin gæti leitt til þess að PSG ákveði að selja leikmanninn í sumar. Fótbolti 12.6.2023 20:53 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 5-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Íslandsmeistarar Vals fóru illa með nýliða Tindastóls í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem bæði Stjarnan og Þróttur Reykjavík töpuðu. Íslenski boltinn 12.6.2023 18:31 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 0-2 | Spútnikliðið getur ekki hætt að vinna Nýliðar FH héldu góðu gengi sínu í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu áfram með frábærum 2-0 sigri á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ. Íslenski boltinn 12.6.2023 18:31 Segir FH vilja framherja Lyngby Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni. Íslenski boltinn 12.6.2023 20:31 Berghuis í bann fyrir að bregðast illa við rasisma Steven Berghuis, miðjumaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun byrja næsta tímabil í þriggja leikja banni. Hann veittist að stuðningsmanni FC Twente eftir leik liðanna í lokaumferð nýafstaðins tímabils. Gerði hann það þar sem stuðningsmaðurinn var með kynþáttaníð í garð samherja hans. Fótbolti 12.6.2023 19:30 Sjáðu markið: Afmælisbarnið Hlín áfram á skotskónum Hlín Eiríksdóttir hélt upp á 23 ára afmæli sitt með því að skorað annað mark Kristianstad í 2-0 útisigri liðsins á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var hennar þriðja mark í síðustu fjórum leikjum. Fótbolti 12.6.2023 19:00 Neyddust til að sýna á sér píkuna á HM Nilla Fischer, fyrrverandi landsliðskona Svíþjóðar, segir frá því í ævisögu sinni að á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2011 hafi leikmenn, að kröfu FIFA, bókstaflega þurft að sýna að þær væru með kynfæri konu en ekki karls, vegna gruns um svindl. Fótbolti 12.6.2023 15:00 Varað við grófu svindli vegna Messi-æðis í Kína Mörg hundruð manns biðu fyrir utan hótelið sem Lionel Messi gisti á í Peking í nótt, í von um að berja argentínska knattspyrnugoðið augum. Lögregla hefur hins vegar varað við grófu svindli í tengslum við komu hans. Fótbolti 12.6.2023 12:30 Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. Enski boltinn 12.6.2023 09:01 UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. Fótbolti 12.6.2023 07:01 Sjö Evrópumeistarar í liði ársins | Rodri leikmaður ársins Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins. Fótbolti 11.6.2023 23:31 Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Fótbolti 11.6.2023 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 1-1 | Tvö töpuð stig hjá báðum liðum Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið þurftu á sigri að halda og má segja að stig geri lítið fyrir liðin. Íslenski boltinn 11.6.2023 18:30 Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fram 3-1 | Toppliðið aftur á sigurbraut Víkingar höfðu ekki unnið tvo leiki í röð í Bestu deild karla í fótbolta fyrir leik dagsins gegn Fram en komust á sigurbraut eftir þægilegan sigur í Reykjavíkurslag dagsins. Íslenski boltinn 11.6.2023 18:30 Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-5 | Valsmenn kjöldrógu nýliðana HK fékk Val í heimsókn í Kórinn í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá léku gestirnir frá Hlíðarenda á alsoddi í síðari hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Lokatölur 0-5. Íslenski boltinn 11.6.2023 16:16 „Eitt lið á vellinum“ Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna. Íslenski boltinn 11.6.2023 20:15 Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. Enski boltinn 11.6.2023 19:46 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí. Íslenski boltinn 11.6.2023 15:16 « ‹ 99 100 101 102 103 104 105 106 107 … 334 ›
Getur ekki hætt og mun þjálfa þangað til hann verður 75 ára Gamla brýnið Neil Warnock hefur ákveðið að feta í fótspor Roy Hodgson og þjálfa fótbolta þangað til hann verður 75 ára gamall. Huddersfield Town staðfesti í dag að Warnock myndi stýra liðinu á næstu leiktíð eftir að hafa bjargað þeim frá falli á nýafstaðinni leiktíð. Enski boltinn 14.6.2023 16:00
Úrslitin í leik Fylkis og KR standa þrátt fyrir kæru KR-inga Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur úrskurðað að úrslit í leik KR og Fylkis í Lengjudeild kvenna skuli standa. KR hafði kært leikinn á þeim grundvelli að Fylkir hefði teflt fram ólöglegum leikmanni í leiknum en Árbæingar unnu einkar sannfærandi 6-0 sigur. Íslenski boltinn 14.6.2023 13:00
Félagaskiptagluggi Englands opnaður: Stór nöfn gætu verið á faraldsfæti Félagaskiptagluggi ensku úrvalsdeilda karla og kvenna í knattspyrnu hefur verið opnaður og má búast við flugeldum. Fjöldi stórra nafna mun skipta um lið í sumar fyrir upphæðir með svo mörgum núllum að við almúginn skiljum þær varla. Í tilefni þess tók Sky Sports saman hvaða 50 leikmenn er vert að fylgjast sérstaklega með í sumar. Fótbolti 14.6.2023 12:01
Bellingham orðinn leikmaður Real Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham er orðinn leikmaður Real Madríd. Gæti hann orðið dýrasti Englendingur sögunnar. Fótbolti 14.6.2023 10:18
Heimildirnar frá Katar byggðar á sandi og enn óvíst hver eignast Man United Í gær, þriðjudag, bárust fréttir þess efnis að allt væri klappað og klárt er kæmi að nýjum eiganda enska knattspyrnuliðsins Manchester United. Þær fréttir reyndust þvættingur. Enski boltinn 14.6.2023 06:00
Markasúpa í Lengjudeild kvenna | Grindavík skoraði fimm gegn toppliðinu Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld og bar þar hæst að Grindvíkingar unnu stórsigur á toppliði HK, 5-3. Fótbolti 13.6.2023 21:34
Vinir Messi orðaðir við Inter Miami Eftir að félagaskipti Lionel Messi til Inter Miami í MLS deildinni í Bandaríkjunum voru staðfest á dögunum hrannast inn fréttir af fleiri mögulegum félagaskiptum til liðsins úr vinahópi Messi. Nýjasta nafnið er varnarmaðurinn Jordi Alba, sem leikið hefur með Barcelona síðan 2012. Fótbolti 13.6.2023 18:54
Tengslin við Alfreð Finnboga komu Friðriki að hjá Nottingham Forest Hann fékk starf í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári og hjálpaði Nottingham Forest að halda sæti sínu í vinsælustu deild heims. Enski boltinn 13.6.2023 08:31
Fengu blessun fótboltadoktorsins og fá framhaldslíf í febrúar Leiksýningin Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar, sem vakti athygli á nýafstöðnu leikári í Tjarnarbíói, fær framhaldslíf í Borgarleikhúsinu. Ólafur Ásgeirsson, leikari og handritshöfundur, er þakklátur fyrir meðbyrinn og velþóknun helsta doktors Íslendinga í fótboltafræðum. Menning 13.6.2023 08:28
Verra að missa af HM heldur en að vera dæmdur í átta mánaða bann Ivan Toney, framherji Brentford, var nýverið dæmdur í 8 mánaða bann fyrir brot á veðmálareglum ensku úrvalsdeildarinnar. Hann segir það verra að hafa ekki verið hluti af enska landsliðshópnum á HM í Katar undir lok síðasta árs en að mega ekki spila og æfa næstu mánuði. Enski boltinn 12.6.2023 23:31
Vinícius fetar í fótspor Ronaldo Brasilíski framherjinn Vinícius Júnior mun feta í fótspor Cristiano Ronaldo á komandi tímabili í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vini Jr., eins og hann er kallaður, mun nefnilega klæðast treyju númer 7 hjá stórveldinu Real Madríd. Fótbolti 12.6.2023 23:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur R. - Keflavík 1-2 | Óvæntur sigur gestanna Keflavík vann óvæntan sigur á Þrótti á Avis vellinum í Laugardal í 8. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Keflavík en sigurinn lyftir þeim upp í 7. sæti deildarinnar og eru þær aðeins tveimur stigum frá Þrótti í 3. sæti. Íslenski boltinn 12.6.2023 18:31
Mbappé mun ekki framlengja í París Kylian Mbappé, stórstjarna Frakklandsmeistara París Saint-Germain, hefur tilkynnt félaginu að hann muni ekki framlengja samning sinn sem rennur út sumarið 2024. Ákvörðunin gæti leitt til þess að PSG ákveði að selja leikmanninn í sumar. Fótbolti 12.6.2023 20:53
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 5-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Íslandsmeistarar Vals fóru illa með nýliða Tindastóls í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem bæði Stjarnan og Þróttur Reykjavík töpuðu. Íslenski boltinn 12.6.2023 18:31
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 0-2 | Spútnikliðið getur ekki hætt að vinna Nýliðar FH héldu góðu gengi sínu í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu áfram með frábærum 2-0 sigri á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ. Íslenski boltinn 12.6.2023 18:31
Segir FH vilja framherja Lyngby Greint var frá því í síðasta þætti Þungavigtarinnar að FH vilji fá Petur Knudsen, framherja Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, í sínar raðir. FH leitar nú að arftaka Úlfs Ágústs Björnssonar sem heldur í nám vestanhafs á næstunni. Íslenski boltinn 12.6.2023 20:31
Berghuis í bann fyrir að bregðast illa við rasisma Steven Berghuis, miðjumaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun byrja næsta tímabil í þriggja leikja banni. Hann veittist að stuðningsmanni FC Twente eftir leik liðanna í lokaumferð nýafstaðins tímabils. Gerði hann það þar sem stuðningsmaðurinn var með kynþáttaníð í garð samherja hans. Fótbolti 12.6.2023 19:30
Sjáðu markið: Afmælisbarnið Hlín áfram á skotskónum Hlín Eiríksdóttir hélt upp á 23 ára afmæli sitt með því að skorað annað mark Kristianstad í 2-0 útisigri liðsins á Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta var hennar þriðja mark í síðustu fjórum leikjum. Fótbolti 12.6.2023 19:00
Neyddust til að sýna á sér píkuna á HM Nilla Fischer, fyrrverandi landsliðskona Svíþjóðar, segir frá því í ævisögu sinni að á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi 2011 hafi leikmenn, að kröfu FIFA, bókstaflega þurft að sýna að þær væru með kynfæri konu en ekki karls, vegna gruns um svindl. Fótbolti 12.6.2023 15:00
Varað við grófu svindli vegna Messi-æðis í Kína Mörg hundruð manns biðu fyrir utan hótelið sem Lionel Messi gisti á í Peking í nótt, í von um að berja argentínska knattspyrnugoðið augum. Lögregla hefur hins vegar varað við grófu svindli í tengslum við komu hans. Fótbolti 12.6.2023 12:30
Utan vallar: Mannlegur Grealish ber af hjá Evrópumeisturunum Jack Grealish var ekki meðal þeirra sjö leikmanna Manchester City sem komst í lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Það er samt eitthvað svo mannlegt við Grealish að það er ekki annað hægt en að líka vel við hann, þó þú haldir með rauða liðinu í Manchester-borg. Enski boltinn 12.6.2023 09:01
UEFA aftur gagnrýnt vegna miðamála og aðstæðna í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sætir nú gagnrýni vegna hvernig staðið var að málum í kringum úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu karla megin. Er þetta annað árið í röð sem það gerist. Fótbolti 12.6.2023 07:01
Sjö Evrópumeistarar í liði ársins | Rodri leikmaður ársins Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur opinberað lið ársins í Meistaradeild Evrópu. Þá var tilkynnt hver hefði verið valinn bestur sem og besti ungi leikmaðurinn. Það kemur ekki á óvart að Evrópumeistarar Manchester City á flesta leikmenn í liði ársins. Fótbolti 11.6.2023 23:31
Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Fótbolti 11.6.2023 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 1-1 | Tvö töpuð stig hjá báðum liðum Keflavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 11. umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Bæði lið þurftu á sigri að halda og má segja að stig geri lítið fyrir liðin. Íslenski boltinn 11.6.2023 18:30
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - Fram 3-1 | Toppliðið aftur á sigurbraut Víkingar höfðu ekki unnið tvo leiki í röð í Bestu deild karla í fótbolta fyrir leik dagsins gegn Fram en komust á sigurbraut eftir þægilegan sigur í Reykjavíkurslag dagsins. Íslenski boltinn 11.6.2023 18:30
Umfjöllun og viðtöl: HK - Valur 0-5 | Valsmenn kjöldrógu nýliðana HK fékk Val í heimsókn í Kórinn í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá léku gestirnir frá Hlíðarenda á alsoddi í síðari hálfleik og skoruðu fjögur mörk. Lokatölur 0-5. Íslenski boltinn 11.6.2023 16:16
„Eitt lið á vellinum“ Valur sigraði HK 5-0 í Kórnum í dag í 11. umferð Bestu deildarinnar. Arnar Grétarsson, þjálfari Vals var að vonum sáttur að leikslokum eftir stórsigur sinna manna. Íslenski boltinn 11.6.2023 20:15
Sancho til sölu fyrir rétt verð | Pickford orðaður við Man United Framtíð vængmannsins Jadon Sancho hjá Manchester United virðist í óvissu eftir að greint var frá því að félagið sé tilbúið að hlusta á tilboð í kappann. Þá virðist félagið vilja fá landsliðsmarkvörð Englands, Jordan Pickford, frá Everton. Enski boltinn 11.6.2023 19:46
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí. Íslenski boltinn 11.6.2023 15:16