Starfsframi

Fréttamynd

Trendin 2023: „Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar“

„Við getum ekki lengur treyst á reynslu fortíðarinnar heldur verðum við að horfa til framtíðar og vera tilbúin að bregðast við óþekktri framtíð,“ segir Íris Sigtryggsdóttir stjórnendaráðgjafi hjá Eldar Coaching og stjórnarkona í Mannauði, félagi mannauðsfólks á Íslandi, um áherslur í mannauðsmálum framundan.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Trendin 2023: Hæfni en ekki starfsheiti eða prófgráður verður málið

„Hæfniþættir verða miðjan í vinnunni, ekki starfsheiti eða prófgráður. Við munum gera spár um mannaflaþörf, ráðningar, skipulag fræðslu, starfsþróun og fleira út frá hæfniþáttum en ekki starfsheitum eða deildum,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnunarráðgjafi og annar stofnenda Opus Futura meðal annars um áherslur í mannauðsmálum árið 2023.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Eigum að horfa meira til fram­kvæmda­stjóra­skipta og nýrra aðila í stjórn

„Ég kalla eftir samstarfi við háskólasamfélagið eða aðra rannsóknaraðila því hér er mikið til af raungögnum umfram það sem þekkist víða erlendis og því væri hægt að rannsaka það frá ýmsum hliðum hvort einhver munur er á rekstri fyrirtækja eftir því hvort framkvæmdastjóri er karl eða kona,“ segir Dr. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður Greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hundruð karlmanna forstjórar en sautján ár á milli kvenráðninga

„Sautján ár liðu á milli ráðninga á konu í forstjórastól í skráðu félagi á Íslandi. Á sama tíma hafa karlmenn sem gegnt hafa stöðu forstjóra í skráðum félögum skipta hundruðum,“ segir Ásta Dís Óladóttir dósent við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogar FKA en nýlega birti hún, auk Þóru H. Christiansen, Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu S. Kristjánsdóttur, grein í TVE-Tímariti um viðskipti og efnahagsmál þar sem er rýnt er í skýringar á því hvers vegna þróun á ráðningum kvenstjórnenda í forstjórastöður er jafn hægfara og raun ber vitni.

Atvinnulíf
Fréttamynd

24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn

„Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Frægir framleiða Thor´s skyr: Væntanlega í Walmart fljótlega á næsta ári

„Við vorum á fundi með forstjóra Walmart um daginn. Auðvitað hefði ég ekkert fengið þann fund sísvona nema fyrir Terry Crews en mér þykir mjög líklegt að Thor‘s skyrið verði komið í um 4500 verslanir fljótlega á næsta ári,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck einn af stofnendum Thor's skyr sem framleitt er í Bandaríkjunum.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Það er allt í einu orðið gæðastimpill að vera Íslendingur“

„Ég er farin að finna núna hvað Íslendingatengslin eru mikil í kvikmyndageiranum erlendis. Þar sem það er orðið þekkt að það að ráða Íslending í vinnu þýðir að þú ert að fá góðan starfskraft. Sem skilar alltaf einverju nýju,“ segir Árni Filippuson kvikmyndatökumaður með meiru.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig

Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vilja breytt viðhorf: „Við erum eins og sett upp í hillu“

„Við erum eins og sett upp í hillu. Allur þessi mannauður verður að hilluvöru í neðstu hillunni þótt þarna sé á ferðinni fjölmennur og fjölbreyttur hópur sem fyrst og fremst vill lifa innihaldsríku og skemmtilegu lífi. Enda á þriðja æviskeiðið að vera besta æviskeiðið,“ segir Guðfinna S. Bjarnadóttir einn af stofnendum Magnavita.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Þegar Bjarni hættir: Verður auglýst í starf forstjóra/forstýru?

„Ensk starfsheiti endurspegla oftast vel hvert hlutverk starfsins er á meðan þau íslensku eru oft frekar karllæg og tákn um stöðu viðkomandi. Við viljum komast út úr þessu og færa okkur frá stöðutitlum til starfsheita þannig að fólk sé ekki skilgreint eftir því að ,,vera“ starfið sitt, heldur frekar hvað starfið felur í sér,“ segir Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“

„Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað“

„Ég man mjög vel eftir fyrsta vinnudeginum. Við vorum nokkur að byrja og embættið byrjað að skoða nokkur mál þótt það væri ekki opinbert enn. En ég man hvað sjokkið var mikið, að sjá hvað hafði raunverulega átt sér stað og hversu stórar upphæðir þetta voru,“ segir Eiríkur Rafn Rafnsson þegar hann rifjar upp fyrsta vinnudaginn sinn sem lögreglufulltrúi hjá Embætti sérstaks saksóknara.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki

„Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent.

Atvinnulíf
Fréttamynd

40 ára plús: Myndir þú fá starfið þitt í dag ef það væri auglýst?

„Eftir fertugt getur myndast ákveðin hætta á að fólk festist í ákveðnu fari eða fari að líða of vel í þægindahringnum, án þess að velta því fyrir sér hvort eitthvað þarfnist skoðunar, upp á framtíðar atvinnuhæfni“ segir Herdís Pála Pálsdóttir stjórnendaráðgjafi og margreyndur mannauðstjóri, til skýringar á því hvers vegna örnámskeiðið Ferillinn eftir fertugt miðast við fólk sem er fertugt eða eldri og vill skoða starfsferil sinn.

Atvinnulíf