Ísland var fyrsta landið innan Schengen til að bjóða upp á fjarvinnudvalarleyfi en á ensku er að jafnaði vísað til þessarar tegundar dvalarleyfis sem Digital nomad visa.
Evrópulöndin eru hvað mest áberandi á lista yfir þessi lönd en þar sem Íslendingar eru aðilar að EES samningnum, getum við búið í löndum EES án þess að sækja um sérstakt dvalarleyfi.
Ísland gerir kröfu um nokkuð há mánaðarlaun hjá þeim aðilum sem sækja um fjarvinnudvalarleyfi, eða um 7760 Evrur á mánuði (ríflega ein milljón króna). Dvalarleyfið gildir í sex mánuði.
Til samanburðar má nefna að í Hollandi er aðeins farið fram á mánaðartekjur 1,340 Evrur eða um tvöhundruð þúsund krónur íslenskar. Dvalarleyfið gildir í þrjá mánuði eða lengur.
Á Bahamas eru hins vegar engar kröfur gerðar um mánaðarlaun, dvalarleyfið gildir í tvö ár og það er hægt að framlengja því tvisvar sinnum.
Það land sem skorar þó hærri á mánuði í kröfum um laun eru Cayman Islands en þar er farið fram á að umsækjandi hafi um 100 þúsund Evrur í árstekjur sem nemur um 1,250-1300 þús íslenskar krónur í laun á mánuði. Þessar tekjur lækka þó töluvert mikið ef hjón eða sambýlisfólk sækir um fjarvinnudvalarleyfi. Dvalarleyfið gildir í tvö ár.
Thailand fer fram á nokkuð há árslaun eða 80 þúsund Evrur á ári (ríflega milljón á mánuði) en dvalarleyfið gildir þar í tíu ár.
Á vefsíðunni Citizenremote má sjá lista yfir öll lönd sem bjóða upp á fjarvinnudvalarleyfi og samanburð á milli landa, en þessi vefsíða fjallar um allt það helsta sem snýr að fjarvinnu í heiminum.