Sjálfið okkar: Í nýju starfi með magahnút og kvíða Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. júlí 2023 07:01 Það er eðlilegt að vera með smá magahnút þegar að við erum að byrja í nýju starfi. Þetta er allt í bland: Fiðrildi því að við erum spennt, smá kvíði yfir því óþekkta og tilhlökkun um að læra ný verkefni og kynnast nýjum vinnufélögum. En ef magahnúturinn hverfur ekki, eða þróast í kvíðatilfinningu er rétt að staldra við og gefa okkur svigrúm til að vinna gegn þeirri vanlíðan. Vísir/Getty Til hamingju með starfið! Frábært hjá þér. Hvernig gengur? Er ekki gaman? Oftast getum við brosað til baka og kinkað kolli áreynslulaust þegar að við erum í nýju starfi og vinir og vandamenn ausa yfir okkur hamingjuóskum. En þetta er ekki alltaf. Því í sumum tilfellum getur það gerst að magahnúturinn sem fylgir því að byrja í nýju starfi hverfur ekki. Heldur þróast upp í kvíða. Einkennin geta verið þau að við erum að upplifa vanlíðan líkamlega og andlega, lendum oft í því að hjartslátturinn verður ör og tilfinningar um að við séum ekki að ráða við nýja starfið eða verðum óörugg aukast. Í ofanálag fáum við hálfgert samviskubit yfir því að líða svona því að í nýju vinnunni eru allir að taka okkur svo vel og boðnir og búnir til að leiðbeina okkur og kenna ef eitthvað er. Eða að starfið er nýtt stjórnunarstarf og þú þorir ekki að biðja of mikið um aðstoð, af ótta við að þá komist upp um óöryggið og vanlíðanina sem þú ert að upplifa. Það sem er gott að gera í þessum aðstæðum er til dæmis að: Ofhugsa ekki Ekki bera þig saman við fólk sem hefur unnið á þessum vinnustað lengi Gerðu eitthvað sem gleður utan vinnu, til dæmis er gott að leggja áherslu á að njóta þess að vera með góðum vinum og fjölskyldu. Vera meðvituð um að við séum að byggja okkur upp Gera öndunaræfingar eða fara í hugleiðslu, fara með möntrur eða grípa í það sem við höfum lært um núvitund og svo framvegis. Því að nú er akkúrat rétti tíminn til að grípa í öll verkfærin sem við höfum í farteskinu til að hjálpa okkur að hugsa jákvætt Glósaðu í nýju vinnunni og nýttu þær aðferðir sem þú veist að nýtast þér vel þegar þú ert að læra eitthvað nýtt Reyndu líka að punkta niður hvað mögulega í nýju vinnunni, eykur á kvíðatilfinninguna. Með því að átta sig á triggerum er auðveldara fyrir okkur að vinna að lausnum Fylgstu með nýju vinnufélögunum og lærðu af þeim Ef vinnan þín er þannig að þú getur gert vinnustöðina þína persónlega, þá gæti það hjálpað. Það er síðan alltaf gott að leita í stuðning ef maður er að kljást við kvíða sem verður of mikill eða viðvarandi. Það getur verið maki, besti vinur eða vinkona því oft hjálpar að heyra sjónarmið annarra og okkar nánasta fólk er líka fljótt að benda okkur á styrkleikana okkar. Þá er mikilvægt að leggja sig fram við að kynnast nýju vinnufélögunum, eiga í samskiptum til dæmis í pásum eða í hádegi og svo framvegis. Að eiga vin í vinnunni er af hinu góða. Ef mjög langur tími líður og þér finnst þú enn í þeirri stöðu að upplifa kvíða alla daga, er rétt að leita til heimilislæknis eða annars fagaðila. Ágætis ráð og ýmsan fróðleik um kvíða sem fylgir nýju starfi má lesa um á ensku HÉR. Góðu ráðin Starfsframi Geðheilbrigði Tengdar fréttir Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Ótti hefur áhrif á frammistöðu í vinnu Ótti hefur áhrif á frammistöðu starfsmanna. Hér er búið að greina fjórar algengustu aðstæðurnar sem skapa ótta hjá starfsmönnum. 6. febrúar 2020 09:00 Spornar gegn kvíða með hugleiðslu heima og í vinnu 15. maí 2020 09:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. 25. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Oftast getum við brosað til baka og kinkað kolli áreynslulaust þegar að við erum í nýju starfi og vinir og vandamenn ausa yfir okkur hamingjuóskum. En þetta er ekki alltaf. Því í sumum tilfellum getur það gerst að magahnúturinn sem fylgir því að byrja í nýju starfi hverfur ekki. Heldur þróast upp í kvíða. Einkennin geta verið þau að við erum að upplifa vanlíðan líkamlega og andlega, lendum oft í því að hjartslátturinn verður ör og tilfinningar um að við séum ekki að ráða við nýja starfið eða verðum óörugg aukast. Í ofanálag fáum við hálfgert samviskubit yfir því að líða svona því að í nýju vinnunni eru allir að taka okkur svo vel og boðnir og búnir til að leiðbeina okkur og kenna ef eitthvað er. Eða að starfið er nýtt stjórnunarstarf og þú þorir ekki að biðja of mikið um aðstoð, af ótta við að þá komist upp um óöryggið og vanlíðanina sem þú ert að upplifa. Það sem er gott að gera í þessum aðstæðum er til dæmis að: Ofhugsa ekki Ekki bera þig saman við fólk sem hefur unnið á þessum vinnustað lengi Gerðu eitthvað sem gleður utan vinnu, til dæmis er gott að leggja áherslu á að njóta þess að vera með góðum vinum og fjölskyldu. Vera meðvituð um að við séum að byggja okkur upp Gera öndunaræfingar eða fara í hugleiðslu, fara með möntrur eða grípa í það sem við höfum lært um núvitund og svo framvegis. Því að nú er akkúrat rétti tíminn til að grípa í öll verkfærin sem við höfum í farteskinu til að hjálpa okkur að hugsa jákvætt Glósaðu í nýju vinnunni og nýttu þær aðferðir sem þú veist að nýtast þér vel þegar þú ert að læra eitthvað nýtt Reyndu líka að punkta niður hvað mögulega í nýju vinnunni, eykur á kvíðatilfinninguna. Með því að átta sig á triggerum er auðveldara fyrir okkur að vinna að lausnum Fylgstu með nýju vinnufélögunum og lærðu af þeim Ef vinnan þín er þannig að þú getur gert vinnustöðina þína persónlega, þá gæti það hjálpað. Það er síðan alltaf gott að leita í stuðning ef maður er að kljást við kvíða sem verður of mikill eða viðvarandi. Það getur verið maki, besti vinur eða vinkona því oft hjálpar að heyra sjónarmið annarra og okkar nánasta fólk er líka fljótt að benda okkur á styrkleikana okkar. Þá er mikilvægt að leggja sig fram við að kynnast nýju vinnufélögunum, eiga í samskiptum til dæmis í pásum eða í hádegi og svo framvegis. Að eiga vin í vinnunni er af hinu góða. Ef mjög langur tími líður og þér finnst þú enn í þeirri stöðu að upplifa kvíða alla daga, er rétt að leita til heimilislæknis eða annars fagaðila. Ágætis ráð og ýmsan fróðleik um kvíða sem fylgir nýju starfi má lesa um á ensku HÉR.
Góðu ráðin Starfsframi Geðheilbrigði Tengdar fréttir Að temja hugann er langhlaup: Sjáðu framtíðina fyrir þér 12. ágúst 2020 11:00 Ótti hefur áhrif á frammistöðu í vinnu Ótti hefur áhrif á frammistöðu starfsmanna. Hér er búið að greina fjórar algengustu aðstæðurnar sem skapa ótta hjá starfsmönnum. 6. febrúar 2020 09:00 Spornar gegn kvíða með hugleiðslu heima og í vinnu 15. maí 2020 09:00 Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00 Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. 25. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Ótti hefur áhrif á frammistöðu í vinnu Ótti hefur áhrif á frammistöðu starfsmanna. Hér er búið að greina fjórar algengustu aðstæðurnar sem skapa ótta hjá starfsmönnum. 6. febrúar 2020 09:00
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. 21. október 2021 07:00
Að vera kvíðin yfir því að verða kvíðin Við erum alla daga að kljást við að vera okkar besta útgáfa. Það er alltaf draumurinn: Að líða vel, vera kát, ganga vel í vinnu og einkalífi. Hljómar kannski auðvelt en svo margt í dagsins amstri getur verið streituvaldandi. 25. febrúar 2022 07:01