Vistvænir bílar

Fréttamynd

Audi keppir í Dakar með Audi RS Q e-tron

Audi tilkynnti nýlega að þýski framleiðandinn ætlaði sér að keppa í Dakar rallinu á næsta ári. Bíllinn sem Audi ætlar að nota er Audi RS Q e-tron, rafbíll með tvo mótora úr Formúlu E bíl Audi.

Bílar
Fréttamynd

Musk: Hver Cybertruck myndi kosta milljón dollara í framleiðslu

Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla sagði nýlega að ef fyrirtækið ætlaði sér að smíða Cybertruck í dag, myndi hver bíll kosta milljón dollara, um 126 milljónir króna. Aðallega vegna þess að fyrirtækið getur ekki smíðað nógu margar 4680 sellur í rafhlöður sem notaðar verða í bílinn.

Bílar
Fréttamynd

Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum

Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Nýr S-Class tengiltvinnbíll dregur 113 km

Nýr Mercedes-Benz S-Class í tengiltvinnútfærslu er nú kominn í sölu í Evrópu sem og á Íslandi. Nýr S-Class 580 e er með allt að 113km drægni á rafmagninu eingöngu samkvæmt WLTP staðli og hefur drægnin aukist um rúmlega helming miðað við eldri útfærslu bílsins. Þá býður bíllinn upp á 11kW hleðslugetu með hefðbundinni og 60 kW hraðhleðslugetu sem er það mesta meðal tengiltvinnbíla.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-Benz færir sig alfarið yfir í rafbíla

Þýski lúxusbílaframleiðandinn Daimler stefnir að því að framleiða eingöngu rafknúnar Mercedes-Benz bifreiðar í lok áratugarins. Framleiðandinn hyggst því hætta alfarið þróun bensín- og dísilbíla og þar með færa sig úr áðurkynntri “Electric First” stefnu yfir í “Electric Only”.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Rafbíllinn Rivian í grjótklifri

Stofnandi og framkvæmdastjóri Rivian RJ Scaringe er búinn að vera að byggja upp spennu fyrir kynningu á R1S. Scaringe deildi nýlega myndbandi á Twitter sem sýnir R1S í klettaklifri í Moab, Utah.

Bílar
Fréttamynd

Kia með flesta selda tengiltvinnbíla á árinu

Sala á tengiltvinnbílum (Plug-in Hybrid) þ.e. bílum með rafmótor og bensínvél hefur verið góð á fyrstu sex mánuðum ársins. Alls hafa 1.675 tengiltvinnbílar hér á landi selst það sem af er ári en á fyrstu sjö mánuðum ársins 2020 voru þeir aðeins 967 talsins. Tengiltvinnbílar þykja gott fyrsta milliskref fyrir þá sem vilja skipta yfir í rafbíl og keyra mikið langkeyrslu inn á milli og finnst þægilegt að geta skipt yfir í bensín- eða díselvélina þegar rafmagnið minnkar.

Bílar
Fréttamynd

70 prósent hleðslustöðva í Evrópusambandinu eru í þremur löndum

Flestar hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru innan Hollands, Frakklands og Þýskalands, eða um 70%. Þrátt fyrir að mikil áhersla hafi verið lögð á að minnka umferð brunahreyfilsbíla, sérstaklega í borgum, virðist samkvæmt nýrri skýrslu um hleðslustöðvar, vanta talsvert upp á innviði.

Bílar
Fréttamynd

Peugeot e-208 sigraði keppni í nákvæmnisakstri annað árið í röð

Rafbíllinn Peugeot e-208 sigraði í nákvæmnisakstri (Regularity Rally) en dagana 9-10. júlí fór fram Ísorka eRally Iceland 2021. Það voru Didier Malaga og Valérie Bonnel sem tryggðu sér fyrsta sætið í nákvæmnisakstri á Peugeot e-208 frá Brimborg. Didier og Valérie urðu heimsmeistarar árið 2018, í fyrsta mótinu hér á landi, og í öðru sæti árið 2019. Í öðru sæti í nákvæmnisakstri í ár voru Gunnlaugur og Patrekur á VW ID4 og í því þriðja Hákon og Hinrik á Tesla Model 3.

Bílar
Fréttamynd

Stefnubreyting hjá Volkswagen Group

Volkswagen kynnti á dögunum nýja stefnu fyrir Volkswagen samsteypuna. Volkswagen skilgreinir sig nú sem hugbúnaðardrifið ferðalausna fyrirtæki með áherslu á vörumerkin sín og tækni grundvöll sem með samlegðaráhrifum eflir og opnar nýjar leiðir í átt að nýjum tekjustraumum.

Bílar
Fréttamynd

Tesla Model Y - fyrstu bílar í september

Hönnunarumhverfið fyrir Tesla Model Y er nú aðgengilegt á íslenska vefsvæði Tesla. Bíllinn er fáanlegur í tveimur útfærslum, Long Range AWD og Performance. Verðið er frá 8.069.170kr.

Bílar
Fréttamynd

Öryggi og notkun raf­bíla

Fjölbreyttir fararmátar standa nú fólki til boða. Horft er til vistvænni og hagkvæmari fararmáta og rafbílar hafa rutt sér til rúms hér á landi. Þeir henta íslenskum aðstæðum vel og eru þjóðhagslega hagkvæmir þar sem allt rafmagn á Íslandi er framleitt innanlands.

Skoðun
Fréttamynd

Uppgjör rafborgarbílanna

Undanfarið hafa birst hér á Vísi umfjallanir um rafborgarbílana Renault Zoe og Volkswagen e-Up!. Þeir verða bornir saman hér með það markmið að gera upp á milli þeirra og ákveða hvor sé betri.

Bílar
Fréttamynd

Tesla opnar tvær nýjar ofurhleðslustöðvar

Tesla mun opna tvær nýjar ofurhleðslustöðvar á Íslandi. Báðar stöðvar munu vera búnar V3 ofurhleðslutækninni sem getur náð allt að 250kW. Stöðvarnar eru á Kirkjubæjarklaustri og við sölustað Tesla við Vatnagarða í Reykjavík.

Bílar
Fréttamynd

„Menn eru ekki á eitt sáttir um þessa niðurstöðu“

Straumur var tekinn af 156 hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Reykjavík í morgun og býst skrifstofustjóri borgarinnar við því að slökkt verði á stöðvunum út vikuna. Formaður Rafbílasambands Íslands segir þetta hafa töluverð áhrif á rafbílaeigendur og harmar að úrskurðurinn hafi valdið því að slökkva þurfti á stöðvunum.

Innlent
Fréttamynd

Volkswagen e-Up - Ekki snobbað fyrir einhverjum óþarfa

Volkwagen e-Up er fimm dyra fjögurra manna rafborgarbíll sem er alveg eins og hefðbundinn Up, nema rafdrifinn. Það er meira að segja raunverulegur lykill sem þarf að snúa í einhverskonar sviss til að „setja í gang“ eða virkja bílinn. Hann er hressilega einfaldur og aðgengilegur.

Bílar
Fréttamynd

Slökkva á 156 götu­hleðslum í borginni og kenna Ísorku um

Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní.

Neytendur
Fréttamynd

Hvað með trukkana?

Trukkur, samkvæmt orðabók, er stór og kraftmikill vörubíll. Trukkar eru okkur mikilvægir þó flest okkar leiði hugann sjaldnast að þeim.

Skoðun