Myndband: Model Y og ID.6 árekstrarprófaðir í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. október 2021 07:02 Model Y og ID.6 skella saman. Áhugaverð árekstrarprófun tveggja nýrra rafbíla, Tesla Model Y og Volkswagen ID.6. Bílarnir voru á 64 km/klst. hvor, hálf miðjusettir gegn hvor öðrum. Nálgunarhraði er því 128 km/klst. Báðir bílar standa sig vel eins og sjá má á myndbandinu frá Car Crash Test. Niðurstaðan er að farþegarými beggja bíla er nokkuð heillegt eftir áreksturinn. Árekstrarprófunardúkkurnar skullu harkalega í loftpúðana og talsvert álag varð á öryggisbeltin, sem er eðlilegt fyrir svona mikið högg. Enginn eldur kviknaði. Bílstjórahurðin á á Model Y stóð á sér eftir áreksturinn á meðan allar hurðarnar á ID.6 opnuðust. Heilt á litið varð skaðinn sambærilegur á milli bílanna. Það er ómögulegt að greina að annar bíllinn hafi staðið sig betur en hinn. Hér að neðan má sjá bílana tekna í sundur eftir árekstursprófið. Vistvænir bílar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður
Niðurstaðan er að farþegarými beggja bíla er nokkuð heillegt eftir áreksturinn. Árekstrarprófunardúkkurnar skullu harkalega í loftpúðana og talsvert álag varð á öryggisbeltin, sem er eðlilegt fyrir svona mikið högg. Enginn eldur kviknaði. Bílstjórahurðin á á Model Y stóð á sér eftir áreksturinn á meðan allar hurðarnar á ID.6 opnuðust. Heilt á litið varð skaðinn sambærilegur á milli bílanna. Það er ómögulegt að greina að annar bíllinn hafi staðið sig betur en hinn. Hér að neðan má sjá bílana tekna í sundur eftir árekstursprófið.
Vistvænir bílar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður