Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Katrín segir hugsan­legt að Bjarni taki annað ráðu­neyti

Forsætisráðherra segir ákvörðun Bjarna Benediktssonar um að segja af sér ráðherraembætti vera virðingarverða og rétta. Ákvörðunin hafi þó alfarið komið frá honum sjálfum. Stjórnin standi traustum fótum og ekki sé von á kosningum. Hugsanlega komi Bjarni til með að taka við öðru ráðherraembætti.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni bæði hæfur og vanhæfur í senn

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tókust á um túlkun sína á áliti umboðsmanns Alþingis sem hefur orðið til þess að Bjarni Benediktsson hefur sagt af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra.

Innlent
Fréttamynd

„Fróð­legt að sjá hver við­brögð mat­væla­ráð­herra verða“

Á­kvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns Sjálf­stæðis­flokksins, um að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra vekur gríðar­lega at­hygli. Á­lits­gjafar á sam­fé­lags­miðlum eru ýmist hvumsa yfir á­kvörðuninni, fagna henni eða bæði. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir ákvörðunina marka ný viðmið um ábyrgð ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Bein útsending: Rýnt í af­sögn Bjarna og fram­haldið

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, Hildur Sverrisdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur G. Harðarsson stjórnmálafræðingur verða gestir Pallborðsins klukkan 15 í dag.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni sá ellefti til að segja af sér

Bjarni Benediktsson er ellefti ráðherrann til að segja af sér embætti. Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér embætti undanfarinn áratug en sjö árin áttatíu og þrjú þar á undan frá því Hannes Hafstein varð fyrstur ráðherra árið 1904.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er rétt á­kvörðun“

Krist­rún Frosta­dóttir, for­maður Sam­fylkingarinnar, segist telja á­kvörðun Bjarna Bene­dikts­sonar, formanns Sjálf­stæðis­flokksins, um að segja af sér sem fjár­mála­ráð­herra vera rétta. Hún segir á­kvörðunina hafa komið sér á ó­vart.

Innlent
Fréttamynd

„Bjarni maður að meiri“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að hún telji ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra vera rétta ákvörðun. Hún segir álit umboðsmanns um hæfi Bjarna vera rétta og ekki koma á óvart.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni segir af sér sem fjár­mála­ráð­herra

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að stíga til hliðar sem fjármála-og efnahagsráðherra vegna mats umboðsmanns Alþingis á hæfni hans við söluna á Íslandsbanka. Í ljósi þess að faðir Bjarna var á meðal kaupenda hefði Bjarna brostið hæfi þegar hann samþykkti tillögu Bankasýslunnar um söluna. 

Innlent
Fréttamynd

Bjarni ekki hæfur til að sam­þykkja sölu Ís­lands­banka

Um­boðs­maður Al­þingis telur Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, ekki hafa verið hæfan þegar hann sam­þykkti til­lögu Banka­sýslunnar um sölu á Ís­lands­banka, í ljósi þess að einka­hluta­fé­lag föður hans var á meðal kaup­enda að 22,5 prósenta hlut.

Innlent
Fréttamynd

Enn um lýð­ræði og jaðar­setningu þess

Á fallegum síðsumarsdegi eða 11 ágúst síðastliðinn sendi undirritaður grein hingað á visir.is, undir yfirskriftinni „lýðræðislegur ómöguleiki“. Grunnurinn að greininni er hugsuninn um pólitíska samsetningu ríkisstjórnarinnar frá vinstri yfir miðju til hægri = xV, xB og xD.

Skoðun
Fréttamynd

Níu hundruð fallnir: „Hryllingur að horfa upp á þetta“

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Minnst sex hundruð Ísraelsmenn, þar af 44 hermenn eru sagðir látnir. Þrjú hundruð Palestínumenn eru jafnframt sagðir hafa fallið frá því að stríð hófst í gærmorgun. 

Erlent
Fréttamynd

Sagðist hataður af fiskeldisfyrirtækjum og skammaður af mótmælendum

Fjölmenn mótmæli gegn sjókvíaeldi á Íslandi fóru fram á Austurvelli í dag. Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra þakkaði mótmælendum fyrir mætingu en fékk kaldar kveðjur til baka. Bubbi Morthens sagði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra eina ráðherrann sem væri að standa sig.

Innlent
Fréttamynd

Inga Lind tekur upp hanskann fyrir Áslaugu

Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, há­­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki til fyrir­myndar og svona gerir maður ekki“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að forystufólk í stjórnmálum og þeir sem vilji láta taka sig alvarlega sem stjórnmálamenn, eigi að vanda sig í því að tala um sitt samstarfsfólk bæði af virðingu og ábyrgð.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís sé ó­sátt en Ás­laug sér ekki eftir neinu

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir há­­skóla-, iðnaðar- og ný­­sköpunar­ráð­herra sér ekki eftir ræðu sinni á Degi Sjávar­­út­vegsins þar sem hún skaut á sam­ráð­herra sinn Svan­­dísi Svavars­dóttur. Hún segist búin að ræða við sam­ráð­herra sinn sem hafi ekki verið sátt. Ræðan hafi fjallað um nýsköpun.

Innlent
Fréttamynd

Auð­lindir hafsins

Það ætti ekki að koma neinum á óvart hverjar áherslur matvælaráðherra eru þegar kemur að málefnum sjávar og dýra. Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíða lagt mikla áherslu á ábyrga umgengni um auðlindir hafsins, enda þær takmarkaðar og nauðsynlegt að nýta þær á sjálfbæran hátt.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­maður hjá SA nýr að­­stoðar­­maður Guð­rúnar

Árni Grétar Finnsson, lögmaður á efnahags- og samkeppnishæfnissviði Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra. Hreinn Loftsson lét nýverið af störfum sem aðstoðarmaður ráðherrans. 

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta skóflu­stungan tekin við Grens­ás

Heil­brigðis­ráð­herra, Willum Þór Þórs­son, tók í dag fyrstu skóflu­stunguna að nýrri við­byggingu við Grens­ás­deild Land­spítala. Deildin er endur­hæfingar­deild Land­spítala en þangað koma sjúk­lingar til endur­hæfingar eftir að hafa lokið með­ferð á öðrum deildum spítalans.

Innlent
Fréttamynd

Varpaði mynd af Svan­­dísi á skjá og skaut föstum skotum

Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköpunar­ráð­herra, á­varpaði stjórn­endur í sjávar­út­vegi í gær í Hörpu á Sjávar­út­vegs­daginn. Hún sagði freistandi að ræða mál­efni líðandi stundar og nefndi sér­stak­lega Svan­dísi Svavars­dóttur, mat­væla­ráð­herra, en sagðist þess í stað ætla að ræða ný­sköpun í sjávar­út­vegi.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar gjaldinu en hefur áhyggjur af hnignandi rafbílaeftirspurn

Framkvæmdastjóri FÍB, Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist fagna áformum fjármálaráðherra um kílómetragjald rafmagns- og vetnisbíla en að þau hefðu mátt vera betur útfærð. Þá segist hann hafa áhyggjur af því að gjaldið gæti komið niður á áhuga landsmanna á rafmagnsbílum. 

Innlent
Fréttamynd

Styrkja rann­sóknir og efla eftir­lit með lagar­eldi

Fyrsta heildstæða stefnan um uppbyggingu og umgjörð lagareldis hefur nú verið birt. Efla á eftirlit og rannsóknir. Leyfishafar munu greiða gjald fyrir afnot af auðlindum. Ráðherra segir gott að fá heildstæða stefnu þrátt fyrir ólíka stöðu hverrar greinar.

Innlent
Fréttamynd

Sex krónu kíló­metra­gjaldi komið á um næstu ára­mót

Áform fjármálaráðherra um frumvarp um kílómetragjald á bílanotkun gerir ráð fyrir að sex krónu kílómetragjaldi verði komið á rafmagns- og vetnisbíla á næsta ári. Þannig sé áætlað að eigandi rafmagnsbíls sem ekur sömu vegalengd muni greiða sama gjald fyrir afnot af vegakerfinu og sá sem ekur bensínbíl. Tengiltvinnbílar munu hins vegar greiða tveggja krónu kílómetragjald á næsta ári. Kílómetragjald á bensín- og díselbíla verður komið á í ársbyrjun 2025.

Neytendur