„Getum ekki horft á fjöldamorð í beinni útsendingu“ Lovísa Arnardóttir og Helena Rós Sturludóttir skrifa 20. október 2023 09:25 Lögreglan er með viðbragð og er búin að girða af aðgengi við ráðherrabústaðinn þar sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar halda sinn vikulega föstudagsfund. Vísir/Helena Mótmælendur hafa safnast saman við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem ráðherrar halda reglulegan fund. Þess er krafist að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir ísraelska hersins í Palestínu. Forsætisráðherra verður afhendur undirskriftalisti við lok fundar. Um 100 manns standa nú fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem þau krefjast þess að íslensk stjórnvöld „fordæmi opinberlega án tafar stríðsglæpi og ítrekuð fjöldamorð ísraelska hersins á Gaza og beiti sér fyrir því að ísraelsk stjórnvöld láti strax af þjóðernishreinsun sinni á Palestínu“. Mótmælendur láta rigninguna ekki stöðva sig. Vísir/Helena Í viðburði mótmælanna á Facebook segir að með mótmælunum vilji þau sýna samstöðu með Palestínu og minna ríkisstjórnina á skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni. „Það verður að bregðast við. Við getum ekki horft á fjöldamorð í beinni útsendingu,“ segir Sema Erla Serdaroglu, frá hjálparsamtökunum Solaris, sem skipulagði mótmælin. Mótmælendur hafa afhent forsætisráðherra undirskriftalista þar sem kröfur þeirra koma fram. Meðal mótmælenda eru formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, og Margrét Kristín Blöndal, sem betur er þekkt sem tónlistarkonan Magga Stína. Fólk flaggar palestínska fánanum fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Vísir/Helena Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa skilning á mótmælunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Helena Rós Sturludóttir ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi. Fréttin var uppfærð með viðtali við forsætisráðherra. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. 19. október 2023 19:57 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Um 100 manns standa nú fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu þar sem þau krefjast þess að íslensk stjórnvöld „fordæmi opinberlega án tafar stríðsglæpi og ítrekuð fjöldamorð ísraelska hersins á Gaza og beiti sér fyrir því að ísraelsk stjórnvöld láti strax af þjóðernishreinsun sinni á Palestínu“. Mótmælendur láta rigninguna ekki stöðva sig. Vísir/Helena Í viðburði mótmælanna á Facebook segir að með mótmælunum vilji þau sýna samstöðu með Palestínu og minna ríkisstjórnina á skyldur sínar gagnvart palestínsku þjóðinni. „Það verður að bregðast við. Við getum ekki horft á fjöldamorð í beinni útsendingu,“ segir Sema Erla Serdaroglu, frá hjálparsamtökunum Solaris, sem skipulagði mótmælin. Mótmælendur hafa afhent forsætisráðherra undirskriftalista þar sem kröfur þeirra koma fram. Meðal mótmælenda eru formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir, og Margrét Kristín Blöndal, sem betur er þekkt sem tónlistarkonan Magga Stína. Fólk flaggar palestínska fánanum fyrir utan ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Vísir/Helena Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa skilning á mótmælunum fyrir utan Ráðherrabústaðinn. Helena Rós Sturludóttir ræddi við Katrínu að loknum ríkisstjórnarfundi. Fréttin var uppfærð með viðtali við forsætisráðherra.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Utanríkismál Reykjavík Tengdar fréttir Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32 Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40 Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55 Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. 19. október 2023 19:57 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Stuðningurinn við Ísrael og Úkraínu sé skynsamleg fjárfesting til framtíðar Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði Bandaríkjamenn frá skrifstofu sinni í Hvíta húsinu í gær og biðlaði til þeirra um að hverfa ekki frá hlutverki sínu sem „leiðarljós“ heimsins. 20. október 2023 06:32
Segja mannfall í spítalasprengingunni talsvert minna en haldið var fram Bandarísk stjórnvöld áætla að á bilinu hundrað til þrjú hundruð manns hafi látið lífið í sprengingu sem varð á sjúkrahúsi á Gasaströndinni á þriðjudag. Þá hefur franski fjölmiðillinn Le Point eftir háttsettum evrópskum embættismanni að tala látinna sé á bilinu tíu til fimmtíu manns. 19. október 2023 21:40
Evrópskir leiðtogar í uppnámi vegna fundar Pútín og Orbán Leiðtogar og sendiherrar í Evrópu eru ósáttir við fund leiðtoga Rússlands og Ungverjalands í vikunni. Talsmaður Ungverjalands segir það þó alltaf hafa verið skýrt að forsetinn vildi halda samtalinu opnu. 20. október 2023 08:55
Banna samstöðumótmæli með Palestínumönnum Um helgina lagði innanríkisráðherra Frakklands á landlægt bann við samstöðumótmælum með Palestínu. Þjóðverjar hafa gert slíkt hið sama. Fjölmargir hafa verið handteknir og enn fleiri sektaðir vegna mótmæla síðustu daga. 19. október 2023 19:57