Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024)

Fréttamynd

Borgar­vogur verði frið­lýstur

Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð sem friðlands. Áformin eru kynnt í samstarfi við landeigendur og sveitarfélagið Borgarbyggð.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningurinn verði til staðar fyrir íbúa

„Þetta er auðvitað átakanlegt. Að sá þessar rosalegu hamfarir sem hér hafa orðið,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún er nú stödd á Seyðisfirði með ráðherrum ríkisstjórnar sinnar, þar sem þau hafa verið að virða ástandið fyrir sér eftir miklar aurskriður í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Ræddi við fram­kvæmda­stjóra hjá Pfizer til að fá betri yfir­sýn

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafnar því að Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hafi ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að því að tryggja aðgang Íslands að bóluefni gegn Covid-19 og því sé málið komið inn á hennar borð, líkt og fjallað er um á forsíðu Morgunblaðsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar mættir á Seyðisfjörð

Fjórir ráðherrar ásamt fylgdarliði þeirra eru komnir til Seyðisfjarðar þar sem þeir virða fyrir sér aðstæður á Seyðisfirði. Ráðherrarnir lentu á Egilsstöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun og héldu þaðan yfir Fjarðarheiðina til að kynna sér stöðu mála eftir skriðuföllin sem skemmdu hús og urðu til þess að rýma þurfti bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Fjórtán hús hrunin eða horfin á Seyðisfirði

Þrettán hús við Hafnargötu á Seyðisfirði og eitt við Austurveg eru hrunin eða alveg horfin eftir skriðurnar þar. Sérfræðingar segja tjónið vera gríðarlegt og það muni taka mörg ár að meta það. Starfshópur á vegum stjórnvalda hefur verið skipaður til að reyna að ná utan um hversu mikið heildartjónið er.

Innlent
Fréttamynd

Fjárlög sem verja lífsgæði

Fjárlög næsta árs hafa verið samþykkt á Alþingi og bera skýrt merki þess að við höfum átt í baráttu allt þetta ár við heimsfaraldur og afleiðingar hans. Aðferðafræði stjórnvalda til að takast á við vandann er skýr þegar horft er á stóru tölurnar í frumvarpinu.

Skoðun
Fréttamynd

Fjárlög næsta árs samþykkt á Alþingi

Fjárlög 2021 voru samþykkt á Alþingi nú rétt eftir klukkan tíu með 33 atkvæðum en 28 greiddu ekki atkvæði. Fjárlögin markast af viðbrögðum stjórnvalda við áhrifum kreppunnar sem fylgir kórónuveirufaraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu

Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB

Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar.

Innlent
Fréttamynd

Erlendir lögreglumenn geti haft lögregluvald á Íslandi

Dómsmálaráðherra segir erlendum lögreglumönnum ekki verða gefið ótakmarkað lögregluvald þótt þeir fái heimild til að sinna lögreglustörfum hér á landi samkvæmt nýju frumvarpi. Þingmaður Pírata lýsti áhyggjum af þessum fyrirhuguðu breytingum á lögreglulögum á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina.

Innlent
Fréttamynd

Hvernig klúðra skal há­lendis­þjóð­garði

Þegar ég átti stutt samtal við Umhverfisráðherra í sumar sagði ég honum að það væri algjört lykilatriði að fá ekki þúsund litla hópa upp á móti hálendisþjóðgarði. Markmiðið væri gott og stuðningur við þjóðgarðinn í skoðanakönnunum.

Skoðun