Hagur neytenda og auglýsenda að ríkið sé á auglýsingamarkaði að mati VG Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2021 10:14 Bjarkey Olsen telur hag neytenda og auglýsinga best borgið með veru Ríkisútvarpsins á markaði. vísir/vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir telur að tryggja þurfi fjármögnun Ríkisútvarpsins ef taka eigi stofnunina af auglýsingamarkaði. „Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2. Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Ég hef sagt að það hljóti að vera hagur bæði neytenda og auglýsenda að auglýsa í útvarpi og sjónvarpi sem allir sjá og heyra hvar sem þeir eru á landinu og ekki síst fyrir þá sem ekki hafa efni á að kaupa sér áskriftarstöðvar,“ segir Bjarkey í samtali við Morgunblaðið. Bjarkey er þingmaður Vinstri-grænna og nefndarmaður í allsherjar- og menntamálanefnd. Morgunblaðið þreifaði á nokkrum þingmönnum og kannaði afstöðu þeirra til stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði í kjölfar ákvörðunar Sýnar þess efnis að fréttaflutningur á Stöð 2 verði nú einvörðungu aðgengilegur áskrifendum sjónvarpsstöðvarinnar. Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, formaður allsherjar- og menntamálanefndar og fyrrverandi Útvarpsstjóri, telur þá stöðu afar slæma fyrir lýðræðið í landinu. Að eini opni fréttatíminn í sjónvarpi sé á vegum ríkisins. Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri miðla Sýnar ræddi þessa nýju stöðu í Harmageddon í gærmorgun en í máli hans kom fram að hann teldi ekki vert að bíða eftir því hvað stjórnmálamenn geri í málum, þeir væru búnir að ræða þetta árum saman. Bjarkey virðist ekki deila áhyggjum félaga síns Páls í ríkisstjórnarsamstarfinu þó vart hafi gengið hnífurinn milli stjórnarflokkanna það sem af er kjörtímabils. Bjarkey segist ekki ætla að tjá sig um hvort þarna sé eitthvert orsakasamhengi. Hún segir það eðli máls samkvæmt að samdráttur sé á auglýsingatekjum. „… vegna ástandsins. Staðan á auglýsingatekjum núna er ekki endilega sú að hún endurspegli nákvæmlega stöðuna þegar árferðið er eðlilegt,“ segir Bjarkey. Morgunblaðið heyrði jafnframt í Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna vegna þessa og hann tekur undir með flokksystur sinni. Aðalatriðið sé að fyrir liggi afleiðingar þess fyrir RÚV ef til standi að taka stofnunina auglýsingamarkaði. Atburðir heimsins undanfarin misseri undirstriki mikilvægi þess að hafa sameiginlegan skilning á staðreyndum mála og að í því samhengi geti ríkisfjölmiðill gegnt lykilhlutverki. Árétting: Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt rekur Stöð 2.
Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25 Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45 Mest lesið Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2 verða framvegis fyrir áskrifendur Stöð 2 verður hrein áskriftarstöð frá og með 18. janúar. Frá og með þeim tíma verður kvöldfréttatími Stöðvar 2 aðeins aðgengilegur áskrifendum. Sama gildir um Sportpakkann, Ísland í dag og annað fréttatengt efni sem hefur verið í opinni dagskrá. 11. janúar 2021 11:25
Fjölmiðlafrumvarpið afgreitt úr stjórnarflokkum Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra hefur verið samþykkt í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins, Vinstri Grænna og Framsóknarflokksins og verður líklega lagt fram í kvöld eða á morgun. 30. nóvember 2020 15:45