Skoðanir

Fréttamynd

Að grípa gæsina

Jón Bjarnason hefur myndað meirihluta í utanríkisnefnd Alþingis með leiðtogum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um að hætta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Það merkilega við þá tillögu er að hún segir meiri sögu um innanlandspólitíkina en utanríkisstefnuna. Hún varpar ljósi á ríkisstjórn sem hefur ekki vald á þeim hlutum sem hún vélar um.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ljótasta jólatréð

Jólin eru samsett úr hefðum og venjum. Jólin mín voru nánast óbreytt frá tveggja til tuttugu og níu ára aldurs, heima hjá mömmu og pabba með systur minni og fjölskyldu hennar.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvernig líður þér um jólin?

Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga.

Skoðun
Fréttamynd

Umræða um einelti á vitlausri braut

Ég hugsa að það sé best að ég komi með fyrirvara hér. Einelti er nokkuð sem enginn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Það er viðurstyggð og þjóðfélagið allt þarf að taka sig saman í andlitinu. Að því sögðu er ég á því að umræðan um einelti sé á miklum villigötum.

Skoðun
Fréttamynd

Allir að hamra inn nagla

Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana.

Skoðun
Fréttamynd

Misskilningur verður blaðagrein

Grein Hreiðars Más Hermannssonar í Fréttablaðinu þann 18. desember, „Þegar viðskipti verða fjárfesting“, byggir að miklu leyti á þeim grundvallarmisskilningi að eignir Íbúðalánasjóðs eigi að leigja út á kostnaðarverði.

Skoðun
Fréttamynd

Virðing fyrir næstu kynslóð

Ein af frumskyldum þeirra sem byggja jörðina hverju sinni er að skila henni áfram til niðja sinna í jafngóðu ástandi og við henni var tekið, þ.e. að nýting á gæðum jarðar hverju sinni dragi ekki úr möguleikum þeirra sem landið erfa á að nýta og nota.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Man pabbi þinn eftir þér?“

Árið 2009 greindist pabbi minn með Alzheimer-sjúkdóminn, þá aðeins 49 ára gamall. Það var mikið áfall enda ég þá aðeins 19 ára gömul að klára stúdentinn. Ég hafði áður unnið á hjúkrunarheimili og hélt ég væri ágætlega undirbúin undir framhaldið en það kom annað á daginn.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað segðu menn þá?

Það er hárrétt sem fram kom í grein hér í blaðinu í gær að Orkuveita Reykjavíkur á margt ógert til að endurvinna traust. Við starfsfólkið gerum okkur fulla grein fyrir því og að mörgu leyti höfum við leitað til uppruna veiturekstursins til að finna fjölina okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Regluverk þarf gegn kvótahoppi

Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði.

Skoðun
Fréttamynd

Erasmus-áætlunin 25 ára

Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi.

Skoðun
Fréttamynd

Að dæma fólk í örbirgð

Mjög erfitt, ef ekki ómögulegt, er fyrir lífeyrisþega og annað lágtekjufólk að láta enda ná saman. Á þetta einkanlega við um þá sem hafa engar eða litlar aðrar tekjur en greiðslur úr almannatryggingakerfinu og félagslega aðstoð. Tekjuskerðingar eru mjög miklar og þá sérstaklega hjá tekjulægsta hópnum. Við þeirri spurningu hvernig fólk á að geta framfleytt sér á ráðstöfunartekjum á bilinu 156-173 þúsundum króna á mánuði fást engin svör. Þá eru ónefndir þeir sem vegna búsetu erlendis fá enn lægri greiðslur.

Skoðun
Fréttamynd

Faðmaðu hvolp

Ef þú ert að lesa þessi orð þýðir það að heimurinn fórst ekki í nótt. Það er ágætt – margir eru langt komnir með jólaundirbúninginn og það er ekki heldur búið að afgreiða rammaáætlun á Alþingi. Það væri synd ef ragnarök spilltu því góða máli. Kannski trúðu ekki margir þessum heimsendaspám en við hljótum samt að geta notað tækifærið til að gleðjast yfir því að framhald verði á jarðvist okkar um sinn og jafnvel endurmetið okkur aðeins í leiðinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Aukið á réttaróvissu

Þjóðlendulögin frá 1998 eru að mörgu leyti einkennileg lagasetning. Megintilgangur þeirra var sá að greiða úr þeirri réttaróvissu sem ríkti um eignarhald á hálendi Íslands, eða eins og segir í 2. grein: „Íslenska ríkið er eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum sem ekki eru háð einkaeignarrétti.“ Komið var á sérstakri nefnd, „Óbyggðanefnd“, sem rannsaka skyldi þessi mál og gera kröfur fyrir hönd ríkisins.

Skoðun
Fréttamynd

Bandalag stórfyrirtækja og verkalýðshreyfingar með samþykki allra stjórnmálaflokka

Við hrunið haustið 2008 keypti ég lítið fyrirtæki sem ég hef rekið síðan og gengið ágætlega. Á þeim tíma hef ég kynnst á eigin skinni hvernig bandalag verkalýðshreyfingarinnar og stórfyrirtækja (sem stjórna Samtökum atvinnulífsins) hafa búið til kerfi sem er óskilvirkt, óarðbært og hindrar efnahagslegar framfarir sem svo sár þörf er á, sérstaklega nú eftir hrun. Allir stjórnmálaflokkar hafa stutt bandalagið og styrkt það í sessi í gegnum tíðina, enda hagsmunir þeirra að viðhalda því vegna áhrifa í verkalýðsfélögum og félögum atvinnurekenda. Núverandi stjórn styður þetta bandalag af meiri eldmóð en allar fyrri ríkisstjórnir.

Skoðun
Fréttamynd

Gagnlegir sögulærdómar

Árið 1956 var mynduð vinstrisinnuð ríkisstjórn á Íslandi undir forystu framsóknarmannsins Hermanns Jónassonar. Auk Framsóknarflokksins stóðu Alþýðubandalagið og Alþýðuflokkurinn að stjórninni; Sjálfstæðisflokkurinn einn var skilinn eftir í stjórnarandstöðu, eftir að hann hafði átt aðild að öllum ríkisstjórnum í tólf ár.

Skoðun
Fréttamynd

Brýtur LÍN landslög?

Frá 1. nóvember 2007 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 43,7% frá upptöku laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, svokallaðra MiFID-reglna. Verður því að leiðrétta öll verðtryggð námslán sem seld hafa verið námsmönnum sem því nemur. Námsmenn hafa engar forsendur til að meta þá áhættu sem fylgir verðtryggðum námslánum og ætla Hægri grænir, flokkur fólksins, að berjast fyrir fullri leiðréttingu á þessum verðtryggðu afleiðusamningum, þ.e. öllum virkum útgefnum námslánum.

Skoðun
Fréttamynd

Í dóm

Ég var kallaður til sem vitni í dómsmáli nú nýverið. Uppi var einhver ágreiningur milli manna og talið að ég kynni mögulega að varpa ljósi á afmarkaðan þátt sem hugsanlega auðveldaði dómaranum að gera sér atvik ljós og kveða upp sinn dóm.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvað hefur eyðilagt rammaáætlun?

Grunnáhersla Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er verndun landsins ásamt skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu landsins gæða. Oft höfum við sem deilum þeirri lífssýn orðið fyrir óréttlátri gagnrýni og fordómum fyrir skoðanir okkar en þó aldrei í þeim mæli sem á síðustu vikum í umræðu um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða eða rammaáætlun.

Skoðun
Fréttamynd

Stórskipahöfn í Vestmannaeyjum

Stjórnmálamenn tala sífellt um það að skapa störf og þegnarnir spyrja þá, hvaða störf ætlið þið að skapa. Það virðist vera einhver misskilningur hjá stjórnmálamönnum að hið opinbera skapar ekki störf til að hleypa blóði í atvinnulífið.

Skoðun
Fréttamynd

Ungbörn í ótilgreindri stöðu

Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju ekki að tryggja lýðræði í sjóðunum?

Í grein minni þann 21. júlí 2012 undir fyrirsögninni Gegnsæið í lífeyrissjóðum kom fram að 17 milljónir króna renna til Fjármálaeftirlitsins í eftirlitsstörf frá Gildi. Athygli er vakin á þessu þar sem lífeyrissjóðurinn Gildi þarf ekki einu sinni að afhenda fundargerðir síðasta ársfundar, bjóða sjóðsfélögum að hlýða á fundargerðir, eða að láta bera ársreikninga Gildis upp til samþykktar, í skiptum fyrir þessar 17 milljónir króna.

Skoðun
Fréttamynd

Er sjósund fyrir mig?

Fyrir tæpu ári kynntist ég sjósundi. Góð vinkona mín, Kolbrún Karlsdóttir, hafði stundað það um nokkurt skeið og hvatti mig til að koma með. „Þú þarft ekkert að koma út í, bíddu bara í heita pottinum á meðan ég fer út í sjó,“ sagði hún.

Skoðun
Fréttamynd

Húsnæðislán, Svíþjóð og Ísland

Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til alþingismanna

Ég undirrituð, Hafdís Óskarsdóttir, get vart orða bundist eftir að stjórnendur Dróma hf. sáu sér leik að hrósa eigin vinnubrögðum í heilsíðuauglýsingum allra stærstu dagblaðanna. Með tilvísun til úttektar FME á afmörkuðum atriðum, sem varða vinnubrögð Dróma, er því haldið fram að FME staðfesti „faglega og góða starfshætti Dróma“. FME sá hins vegar ástæðu til að árétta að ekki bæri „að skilja þá niðurstöðu svo að allsherjar heilbrigðisvottorð hafi verið gefið út um starfsemi félagsins eða viðskiptahætti þess“.

Skoðun
Fréttamynd

Heimsendir 21.12.2012?

Spádómar um að heimsendir sé í nánd hafa fylgt mannkyninu frá órófi alda. Á enskri tungu kallast heimsendir meðal annars „apocalypse“, samanber heiti kvikmyndarinnar Apocalypse Now eftir Coppola. Orðið er komið úr grísku, en löngu fyrir upphaf tímatals okkar voru á reiki heimsendakenningar sem kallast einu orði „apokalyptík“.

Skoðun
Fréttamynd

Ímyndað skuldafangelsi

Að undanförnu hafa fjölmiðlar greint frá samantekt Jóns Ævars Pálmasonar verkfræðings, um að fólk sem er fætt á árunum 1970 til 1989 (23-42 ára), skuldi 81,7 milljörðum króna meira en það á. Hávær minnihluti fór af hjörunum og sagði stöðuna ótrúlega. Við þyrfti að bregðast með almennum aðgerðum til að leiðrétta þetta hróplega óréttlæti. Frelsa þyrfti þennan hóp, sem á að byggja upp framtíðarþjóðfélagið, úr skuldafangelsinu. En er þessi staða óeðlileg? Nei, það er hún alls ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Vei kirkja, svei kirkja

Heimsóknir leikskóla- og grunnskólabarna í kirkjur hafa verið nokkuð til umræðu í fjölmiðlum á þessari aðventu. Því ber að fagna. Sátt um sambúð ólíkra hefða í samfélaginu hefst með hreinskiptinni umræðu. Það á sérstaklega við ef við sem tökum til máls erum vel upplýst og sýnum hvert öðru þá virðingu að fara með rétt mál. Vissulega getur það verið vandasamt því eins og við vitum vill veruleikinn gjarnan vera flókinn. Þá hættir okkur til að opinbera eigin fordóma þegar við tjáum okkur um eigin menningu og annarra, sér í lagi þá þætti menningar sem þykja á hverjum tíma viðkvæmir. Hvað vill djákninn upp á dekk?

Skoðun
Fréttamynd

Dýravelferð, við hvað er átt?

Á Alþingi eru til umfjöllunar ný lög um dýravelferð. Upphafsgrein þeirra hljóðar svona: „Markmið laga þessara er að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séu laus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það markmið laganna að þau geti sýnt sitt eðlilega atferli eins og frekast er unnt.“

Skoðun