

Britney Spears mætti sköllótt á húflúrstofu í San Fernando Valley í Los Angeles. Á myndbandi KABC-TV stöðvarinnar sést söngkonan koma á húðflúrstofuna nauðasköllótt. Á fréttavef CNN segir að aðdáendum hennar líki nýi stíllin misilla. Einn þeirra sagði: “Þetta er hræðilegt.” Söngkonan mun hafa rakað sig sjálf.
Þriggja ára sambandi breska leikarans og hjartaknúsarans Hugh Grants og Jemimu Khan er lokið. Parið tilkynnti þetta í gærkvöldi og lét fylgja með að sambandsslitin væru í “vinsemd.” Stöðugar fréttir voru af parinu á meðan sambandi þeirra stóð, aðallega um það að Jemima vildi stofna fjölskyldu og heimili, en hann ekki.
Bandaríski kvikmyndaleikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood hefur hlotið æðstu viðurkenningu frakka, Heiðursverðlaunamedalíuna. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Elysee höllinni í París í dag. Jacques Chirac forseti Frakklands kallaði nýjustu myndir leikstjórans, Flags of our fathers og Letters from Iwo Jima; "kennslustundir í manngæsku.
Bandaríska kvikmyndaleikaranum Sylvester Stallone var haldið klukkutímum saman á flugvellinum í Sydney í Ástralíu í gærkvöldi. Flugvallaryfirvöld sögðu tollverði hafa fundið efni í fórum leikarans og fylgdarliði hans sem bannað væri að flytja til landsins. "Þetta var bara misskilningur," sagði Stallone við fréttamenn í Sydney í dag þegar hann mætti til frumsýningar nýjustu myndar sinnar Rocky Balboa.
Flaska af Nasistavíni með mynd af Hitler verður boðin upp í Plymouth í Bretlandi á næstunni. Rauðvínsflaskan "Fuhrerwein" er frá árinu 1943 og markaði 54 ára afmæli Hitlers. Á miðanum á flöskunni er mynd af Hitler í hátísku jakkafötum með bindi. Annar miði á hálsinum skartar mynd af erni sem situr ofan á hakakrossinum.
Anna Nicole Smith arfleiddi son sinn, sem lést á síðasta ári, að öllum eigum sínum. Ron Rale lögmaður hennar upplýsti þetta í gær. Þá ákvað dómari í gær að líkami Playboy kanínunnar fyrrverandi yrði smurður og varðveittur. Þetta kemur fram á fréttavef CNN. Erfðarskráin var gerð árið 2001 og í henni er kærasti Önnu, Howard Stern, nefndur sem skiptastjóri.
Heimsmeistarakeppnin í fótbolta sem haldin var í Þýskalandi sl. sumar hefur leitt af sér mikla fjölgun væntanlegra fæðinga. Yfirbókanir eru á fæðingardeildum um allt landið í apríl þegar mæður "fótboltabarnanna" eiga von á sér. Sömu sögu er að segja af fæðingarnámskeiðum sem eru fullbókuð. Barbara Freischuetz ljósmóðir í Köln sagði að margar mæðranna segðu að börnin væru "minjagripir" frá Heimsmeistarakeppninni.
Serbneskur maður vill breyta heimili sínu í kirkju þar sem fjöldi nágranna hans og vina eru grafnir í bakgarðinum. Fyrir tíu árum sótti Dragan Djordjevic frá þorpinu Grbavce um leyfi til að skrá garðinn sinn sem kirkjugarð svo hann gæti jarðað móður sína þar, en hún var þá nýlátin. Næsti kirkjugarður var of langt í burtu.
Hún er falleg, farsæl og viðurnefni hennar – líkaminn – á sannarlega vel við. En það virðist ekki hjálpa Elle Macpherson að finna ástina. Í viðtali við Esquire tímaritið sagði hún að fyrir utan stutt ástarævintýri síðasta sumar hafi hún verið einhleyp og lifað skírlífi síðustu tvö ár. “Menn reyna bara ekki við mig. Hversu glatað er það?”
Rússneskur maður skildi við eiginkonu sína til 18 ára eftir að komast að því að hún hafði gefið honum ódýr grasker í staðinn fyrir kúrbít. Ivan Dimitrov, 47, var niðurbrotinn eftir að hann komst af því að hafa fengið graskersbökur í staðinn fyrir kúrbítsbökur. Dimitrov er frá Voronezh í Rússlandi. Þegar hann fór að finna graskersbörk í ruslinu réði hann umsvifalaust lögmann til að fá skilnað sem fyrst við konu sína, hina 38 ára gömlu Irenu.
Niðurstöðu krufningar á líki leikkonunnar og Playboy fyrirsætunnar Önnu Nichole Smith er nú beðið. Vonast er til að hún leiði í ljós hvort dauða hennar bar að með eðlilegum hætti eða ekki. Smith fannst meðvitundarlaus á hótelherbergi í Flórída en var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi eftir að lífgunartilraunir báru ekki árangur.
Bandarískt par mótmælir nú í rúminu heima hjá sér að hætti Johns Lennons og Yoko Ono, gegn stríðinu í Írak. Ernie og Lynn Seewer frá Mobile í Alabama hafa fært rúmið sitt inn í stofu og vilja að aðrir fylgi fordæmi sínu. Ernie sagði Press-Register að eins og John Lennon væri honum sama að gera sig að fífli, ef skilaboðin kæmust áfram. Ernie kennir fjölmiðlaframleiðslu í háskólanum í suður Alabama.
Kínversk stúlka hefur stofnað fyrirtæki sem séhæfir sig í leigu á brúðarmeyjum. Xu Lisha er nemandi í Tækniskólanum í Tianjin. Í auglýsingu á internetinu leitar hún að grönnum háskólanemum, glæsilegum í útliti, sem hafi hæfileika til að bregðast fljótt og vel við atvikum í brúðkaupum.
Eftir að Britney Spears skiildi við eiginmann sinn Kevin Frederline hafa hlutirnir ekki alltaf gengið eins og tveggja barna móður sæmir. En í samtali við People Magazine svaraði hún því til að henni þætti “æðislegt” vera einhleyp. Söngkonan hefur verið dugleg við að fara út á lífið eftir skilnaðinn. Á tískusýningu í New York á dögunum stal hún athyglinni af fyrirsætunum með röndóttum kjól og kynþokkafullum háum hælum.
Leikkonan Lindsay Lohan hefur hætt við hlutverk í kvikmyndinni "A Woman Of No Importance." Ástæðan er að Linds vill ná sér betur eftir áfengismeðferð. Annette Bening leikur stórt hlutverk í myndinni, en þetta er í annað sinn sem ætlunanir um að þær stöllur leiki saman í mynd fara út um þúfur. Árið 2003 hætti Annette við myndina Freaky Friday, en þar lék Lindsay aðalhlutverkið.
Óskarsverðlaunaleikarinn Ryan O'Neal var handtekinn á heimili sínu í Malibu um helgina vegna gruns um að hafa ráðist á son sinn, Griffin. Samkvæmt fréttavef CBS2 mun O'Neal hafa skotið viðvörunarskotum í loftið til stöðva átök og hræða 42 ára gamlan son sinn. Griffin er þekktur fyrir ofbeldishneigð undir áhrifum áfengis og hefur hlotið dóma vegna þess.
Hljómsveitin Eagles sem þekktust er fyrir lag sitt “Hotel California” vinnur nú að útgáfu nýrrar hljómplötu, en það er fyrsta plata sveitarinnar með nýjum lögum í tæp þrjátíu ár. Tímaritið Las Vegas Review hafði þetta eftir Don Henley, einum stofnanda hljómsveitarinnar á tónleikum nýverið. Frá árinu 1980 hafa nokkrar plötur verið gefnar út af upptökum frá tónleikum hljómsveitarinnar.
Kvikmyndaleikkonan Uma Thurman íhugar nú að gefa leikferil sinn upp á bátinn og helga sig uppeldishlutverkinu. Uma hefur leikið í stórum myndum nýverið eins og Kill Bill og My Super Ex-Girlfriend. En nú hefur hún gefið upp að hún íhugi breytingu. Uma sagði breska dagblaðinu Daily Mirror að hún elskaði starf sitt; “En ég er að hugsa um að verða heimavinnandi móðir.”
Metsöluhöfundurinn Sidney Sheldon lést í gær, 89 ára að aldri. Hann dó úr lungnabólgu á sjúkrahúsi nálægt Palm Springs í Kaliforníu að sögn útgefanda hans Warren Cowan. Á ferli sínum skrifaði Sheldon mörg verðlaunaleikrit sem sýnd voru á Broadway, auk Hollywood kvikmyndahandrita, áður en hann sneri sér alfarið að bókaskrifum þegar hann var fimmtugur.
Sylvester Stallone hefur upplýst leyndarmálið á bakvið dúndur hnefahögg og góða frammistöðu í nýjustu myndinni um Rocky Balboa, sem er sjötta og síðasta Rocky myndin. Stallone fór í kynlífsbindindi á meðan tökum myndarinnar stóð. Hann sagði: “Þegar þú ert sextugur hefurðu ekki eins mikla orku og þú hafðir þegar þú varst þrítugur.”
Samkvæmisljónið Paris Hilton hefur verið afhjúpuð enn á ný, en afar persónulegir munir hótelerfingjans eru nú til sýnis á internetinu. Á þriðjudag opnaði vefsíðan ParisExposed.com, en þar er að finna dagbækur, myndir, heimavídeó, ástarbréf og hljóðrituð símtöl Parísar auk símanúmera ýmissa þekktra einstaklinga. Hlutirnir voru í geymsluhúsnæði í Los Angeles en voru settir á uppboð þegar sá sem skráður var fyrir geymslunni greiddi ekki reikninginn upp á tæpar 15 þúsund íslenskar krónur.
Laugardagskvöldið 16. desember verða haldnir tónleikar á Græna Hattinum á Akureyri, þar sem fram kemur hin margrómaða tónlistarkona Lay Low og heimamaðurinn Ívar Bjarklind ásamt hljómsveit.
Lay Low spilar í Cannes í Frakklandi á Midem 2007 sem er stærsta tónlistarráðstefnu heims. Var henni boðið að spila á um 1.000 manna tónleikum fyrir fagfólk úr tónlistargeiranum.
Það er orðinn árviss viðburður að framvarðasveit íslenskrar popptónlistar komi saman við áramót í Háskólabíói við Hagatorg og stilli saman strengi til styrktar SKB. Árið í ár er engin undantekning og hefur dagskráin sjaldan eða aldrei verið eins glæsileg
Fimmtudaginn 7.desember kl 20:00 heldur Guðjón Bergmann tveggja stunda fyrirlestur í samstarfi við Eddu útgáfu á Grand Hótel Reykjavík með yfirskriftinni Fyrirgefningin: Heimsins fremsta lækning. Þetta er í annað skiptið sem fyrirlesturinn er haldinn á stuttum tíma vegna mikillar eftirspurnar.
Klukkan tvö á morgun, laugardag, verður lesið upp úr nýjum Bjartsbókum í bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18.
Fuglaverndarfélag Íslands hefur gefið út tvö ný jóla- og tækifæriskort með ljósmyndum eftir þá Daníel Bergmann og Jóhann Óla Hilmarsson. Þeir félagar eru báðir landskunnir fuglaljósmyndarar og félagar í Fuglavernd.
Hljómsveitin Todmobile sendi frá sér plötuna ÓPUS 6 sl. föstudag og fagnar útgáfunni nk. föstudag, þann 1. desember með harla óvenjulegum útgáfutónleikum. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.35 en þeir fara fram í Sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins og í beinni útsendingu til allra landsmanna.
Föstudaginn 1. desember kl. 20:00 opnar Þorsteinn Gíslason sýningu í Populus tremula. Einnig opið sunnudaginn 2. desember og Sunnudaginn 3. desember kl. 14:00 - 17:00 aðeins opið þessa einu helgi
Hér er komin verulega aukin og endurbætt útgáfa Ensk-íslenskrar skólaorðabókar sem kom fyrst út árið 1986. Við endurskoðunina var sérstök áhersla lögð á orðaforða á þeim sviðum þar sem mestar breytingar hafa orðið, svo sem í upplýsingatækni og viðskiptum, auk þess sem reynt var að gera daglegu máli sem best skil.