

Eva Longoria er með ofnæmi í allar áttir og hefur alltaf átt í vandræðum með að vera með ilmvatn. Hún bjó því til sitt eigið.
Loksins er hægt að berja augum myndbandið við Eurovision-lag Íslendinga, Je ne sais quoi með Heru Björk.
Julia Roberts var valin fallegasta konan af People en ekki látin vita þegar forsíðu hennar var hent fyrir Söndru Bullock.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum er rannsóknarskýrslan mest selda ritið á Íslandi í dag. Óneitanlega er hins vegar komin svolítið sérstök staða upp á bókamarkaðinum. Rannsóknarskýrslan er gefin út af Alþingi sem er auðvitað ekki bókaútgefandi en hins vegar eru þess mýmörg dæmi að fólk noti bókaávísunina sem heimili landsins fengu senda frá Félagi bókaútgefenda og bóksala í þessari viku til að kaupa skýrsluna. Þannig að bókaútgefendur og bóksalar eru farnir að niðurgreiða skýrsluna sem gefin er út af aðila sem tilheyrir hvorugu félaganna.
Rapparinn Eminem hefur sent frá sér nýtt smáskífulag sem nefnist Not Afraid. Lagið verður að finna á væntanlegri plötu hans, Recovery, sem kemur út 21. júní.
Ein af ungu grúppunum sem starfa hér á landi úr klassíska geiranum er Ísafoldarkvartettinn sem er skipaður þeim Elfu Rún Kristinsdóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórarni M. Baldurssyni og Margréti Árnadóttur. Hann hefur leikið saman frá stofnun Kammersveitarinnar Ísafoldar árið 2003 og er sprottinn úr því frjósama umhverfi og samstarfi sem kammersveitin hefur reynst. Kammersveitin Ísafold hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin árið 2008 sem flytjandi ársins í flokki sígildrar og samtímatónlistar og sama ár var hún valin Tónlistarhópur Reykjavíkurborgar.
„Nei, ég komst ekki út á hátíðina. Mér þótti það mjög leiðinlegt en á sama tíma var þetta kannski ekki svo slæmt því ég gat slappað aðeins af og eytt tíma með fjölskyldunni,“ segir Yesmine Olsson sem átti að fara til London fyrr í mánuðinum til að kynna matreiðslubók sína, Framandi og freistandi – indversk og arabísk matreiðsla.
Tímaritið Time gaf í dag út árlegan lista sinn yfir hundrað áhrifamestu einstaklingana í heiminum.
Grínarinn Sacha Baron Cohen, sem sló í gegn með persónurnar Borat, Ali G og Brüno, undirbýr nú fjórðu mynd sína þar sem hann kynnir nýjar persónur til leiks.
Brad Pitt er talinn ætla að leika aðalhlutverkið í þremur kvikmyndum gerðum eftir bókum Stieg Larsson.
„Ég er metsöluhöfundur og þessi bók á eftir að seljast miklu betur en sú síðasta. Sem var þó metsölubók,“ segir Egill Gillzenegger.
Yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar List án landamæra sem er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
„Ég bý einn með fjórum konum og hef því ekkert vald á heimilinu," segir Matt Damon sem gæti fengið liðsauka á næstunni.
Svokallaðir handboltarokkarar eiga gósentíð í vændum miðað við þær plötur sem líta nú dagsins ljós hver á fætur annarri.
Plötufyrirtækið Your Favorite Music kolféll fyrir litla krúttlaginu sem Elíza Newman samdi fyrir Al Jazeera.
Elísabet Brekkan gagnrýnandi var hrifin af Glerlaufunum og segir þau klassíska, litla vel sagða sögu í leikmynd sem hentaði innihaldinu.
Hljómsveitin Lights on the Highway er í mikilli sveiflu þessa dagana og safnar fyrir meikferð til London með tónleikum á Dillon.
Ísland í dag fór á stúfana og tók saman stórskemmtilega Nærmynd af Bubba Morthens þar sem talað er við fjölda fólks og farið yfir ferilinn.
Auðunn Blöndal, Sveppi og Egill Gillzenegger nota tímann í Mónakó til að taka upp sjónvarpsgrín fyrir Stöð 2.
Vegna gríðarlegs áhuga á tónleikum Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa aukatónleikar verið ákveðnir og er byrjað að selja miða á þá.
Útvarpsstöðin X-ið spilar óvenjulegan X-Dominos lista seinnipartinn í dag.
Stjörnulögfræðingurinn Vilhjálmur Vilhjálmsson og sambýliskona hans, Anna Lilja Johansen, eignuðust lítinn dreng klukkan ellefu í gærmorgun.
Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur var fljótur að hugsa þegar eldgosið hófst á Fimmvörðuhálsi á dögunum.
„Rod er einn besti söngvari allra tíma í mínum eyrum og augum,“ segir Daníel Ágúst Haraldsson.
Óskarsverðlaunaleikkonan Sandra Bullock er sýnd á forsíðu People-tímaritsins, sem kemur út í dag, með son sinn sem hún ættleiddi á laun fyrir þremur mánuðum síðan.
Leikkonan Brooke Shields segist ekki þurfa að stunda líkamsrækt jafn grimmt nú þegar hún er orðin tveggja barna móðir.
Hljómsveitin Hank & Tank heldur útgáfutónleika á Sódómu Reykjavík í kvöld til að kynna fyrstu plötu sína, Songs For The Birds, sem kom út rétt fyrir jól.
„Þeir eru ótrúlega klárir, Hansson-bræðurnir, alveg á pari við það sem ég hef kynnst í dönsku sjónvarpi," segir gamanleikarinn Frank Hvam um tökurnar á nýrri gamanþáttaröð með Frímanni Gunnarssyni.
Taylor Momsen í Gossip Girl hefur gjarnan verið líkt við Courtney Love en hún vill frekar líkjast Kurt Cobain.
„Þetta snýst auðvitað allt um það hverju við höfum efni á,“ segir Erna Kettler, nýráðinn dagskrárstjóri Ríkissjónvarpsins.