Það bíða eflaust margir spenntir eftir því að sjá nýja Eurovision-myndband okkar Íslendinga. Á heimasíðu Olís er nú hægt að sjá megnið af myndbandinu en það er frumsýnt í heild sinni í Kastljósinu í kvöld.
Myndbandinu er leikstýrt af Veru Sölvadóttur. Það er tekið í Sundhöll Reykjavíkur, sem er í sérstöku uppáhaldi hjá leikstjóranum.
Í því sést Hera Björk ganga inn í húsið, í gegnum kvennaklefann, upp á stökkbrettið og láta vaða. Hún er íklædd miklum rauðum Eurovision-kjól. Valdimar Flygering leikur sundlaugarvörðinn sem stekkur út í laugina Heru til bjargar.