Hollenski boltinn

Fréttamynd

Leikur Ajax og Feyenoord flautaður af vegna óeirða

Leikur erkifjendanna í Ajax og Feyenoord í dag var flautaður af í hálfleik þar sem stuðningsmenn Ajax létu öllum illum látum. Feyenoord komst yfir strax á 9. mínútu sem hleypti illu blóði í marga stuðningsmenn Ajax en þráðurinn virðist hafa verið stuttur.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnór Ingvi og Kristian Nökkvi á skotskónum

Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt af þremur mörkum Norrköping í 3-1 sigri liðsins á AIK í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sjá má markið í fréttinni. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði eina mark Jong Ajax í 1-2 tapi gegn Dr Graafschap í hollensku B-deildinni í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Willum Þór á skotskónum á meðan Albert og fé­lagar voru kjöl­dregnir

Willum Þór Willumsson skoraði eitt marka Go Ahead Eagles þegar liðið vann 4-1 sigur í 2. umferð hollensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Kristian Nökkvi Hlynsson kom í fyrsta skipti við sögu hjá aðalliði Ajax. Albert Guðmundsson og félagar í Genoa máttu þola 1-4 tap á heimavelli í endurkomu sinni í Serie A.

Fótbolti
Fréttamynd

Ajax hrifsar Carlos Borges úr klóm West Ham

Hinn efnilegi Carlos Borges verður leikmaður Ajax á næsta tímabili en West Ham virðist hafa klúðrað kaupunum á honum algjörlega. Í tæpar tvær vikur tókst West Ham ekki að reka endahnút á félagskiptin.

Fótbolti
Fréttamynd

Er „þannig séð sáttur“ í Hollandi en dreymir um Eng­land

Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson mætti nýverið í hlaðvarpsþáttinn Chat After Dark, áður Chess After Dark. Þar fór hann yfir stöðu mála en Willum Þór er samningsbundinn Go Ahead Eagles í Hollandi. Það er þó áhugi frá öðrum liðum en hár verðmiði Eagles hefur gert það að verkum að enn hefur ekkert tilboð borist.

Fótbolti
Fréttamynd

Berg­huis í bann fyrir að bregðast illa við ras­isma

Steven Berghuis, miðjumaður Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, mun byrja næsta tímabil í þriggja leikja banni. Hann veittist að stuðningsmanni FC Twente eftir leik liðanna í lokaumferð nýafstaðins tímabils. Gerði hann það þar sem stuðningsmaðurinn var með kynþáttaníð í garð samherja hans.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap hjá liði Elíasar Más

NAC Breda tapaði 2-1 gegn Emmen í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í efstu deild í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Edwin van der Sar yfirgefur Ajax

Edwin van der Sar er hættur sem framkvæmdastjóri hollenska félagsins Ajax. Félagið vildi halda honum en þessi fyrrum landsliðsmarkvörður Hollendinga var búinn að fá nóg og sagði starfi sínu lausu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hildur og María úr leik í bikarnum

Hildur Antonsdóttir og María Ólafsdóttir Gros voru báðar í byrjunarliði Fortuna Sittard sem mætti í dag Twente í seinni leik liðanna í undanúrslitum hollenska bikarsins í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Feyenoord til Tottenham?

Hollendingurinn Arne Slot er einn af þeim sem koma til greina sem næsti knattspyrnustjóri Tottenham. Slot stýrði Feyenoord til sigurs í hollensku deildinni á dögunum.

Fótbolti