Kristian Nökkvi útaf í hálfleik þegar Ajax var niðurlægt Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 14:27 Kristian Nökkvi með boltann í leiknum í dag. Vísir/Getty Feyenoord valtaði yfir lið Ajax þegar liðin mættust í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þá var Willum Þór Willumsson í eldlínunni með Go Ahead Eagles. Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem mætti Feyenoord á útivelli í hollensku deildinni í dag. Feyenoord var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn á eftir toppliði PSV sem hefur haft töluverða yfirburði á tímabilinu. Ajax var hins vegar í 6. sæti og þarf að ná inn sigrum á næstunni til að ná í Evrópusæti á næsta tímabili. Það gekk ekki eftir í dag. Feyenoord hreinlega valtaði yfir stórliðið frá Amsterdam sem sá aldrei til sólar. Feyenoord var 3-0 yfir að loknum fyrri hálfleik og þrátt fyrir tvöfalda breytingu í hálfleik hjá Ajax, þar sem Kristian Nökkvi fór meðal annars af velli, lagaðist staðan ekki í seinni hálfleik. Feyenoord bætti við hverju markinu á fætur öðru og var komið í 6-0 um miðjan síðari hálfleikinn. Heimaliðið bætti við marki sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu og lokatölur urðu 6-0. Niðurlæging fyrir stórlið Ajax sem hefur átt erfitt tímabil. Willum Þór og félagar fagna marki sínu í dag.Vísir/Getty Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles mættu liði Almere City á heimavelli en líkt og Ajax er lið Go Ahead Eagles í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Willum Þór var í byrjunarliði heimamanna sem komst í 1-0 strax eftir ellefu mínútna leik en gestunum í Almere City tókst að jafna skömmu síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 og fengu heimamenn fá færi til að skora í síðari hálfleiknum. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Go Ahead Eagles áfram í 7. sæti deildarinnar og missti af tækifærinu að minnka muninn á Ajax í sætinu fyrir ofan. Í Noregi var bróðir Willums, Brynjólfur Willumsson Andersen í byrjunarliði Kristiansund sem mætti KFUM Oslo. Mörk frá báðum liðum í uppbótartíma fyrri hálfleiks sáu til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. Ekki var meira skorað í síðari hálfleiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Þetta var annar leikur Kristiansund í norsku deildinni en liðið vann góðan útisigur á Lilleström í fyrstu umferðinni. Hollenski boltinn Norski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Ajax sem mætti Feyenoord á útivelli í hollensku deildinni í dag. Feyenoord var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn á eftir toppliði PSV sem hefur haft töluverða yfirburði á tímabilinu. Ajax var hins vegar í 6. sæti og þarf að ná inn sigrum á næstunni til að ná í Evrópusæti á næsta tímabili. Það gekk ekki eftir í dag. Feyenoord hreinlega valtaði yfir stórliðið frá Amsterdam sem sá aldrei til sólar. Feyenoord var 3-0 yfir að loknum fyrri hálfleik og þrátt fyrir tvöfalda breytingu í hálfleik hjá Ajax, þar sem Kristian Nökkvi fór meðal annars af velli, lagaðist staðan ekki í seinni hálfleik. Feyenoord bætti við hverju markinu á fætur öðru og var komið í 6-0 um miðjan síðari hálfleikinn. Heimaliðið bætti við marki sem síðan var dæmt af vegna rangstöðu og lokatölur urðu 6-0. Niðurlæging fyrir stórlið Ajax sem hefur átt erfitt tímabil. Willum Þór og félagar fagna marki sínu í dag.Vísir/Getty Willum Þór Willumsson og samherjar hans í Go Ahead Eagles mættu liði Almere City á heimavelli en líkt og Ajax er lið Go Ahead Eagles í baráttu um sæti í Evrópukeppni. Willum Þór var í byrjunarliði heimamanna sem komst í 1-0 strax eftir ellefu mínútna leik en gestunum í Almere City tókst að jafna skömmu síðar. Staðan í hálfleik var 1-1 og fengu heimamenn fá færi til að skora í síðari hálfleiknum. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Go Ahead Eagles áfram í 7. sæti deildarinnar og missti af tækifærinu að minnka muninn á Ajax í sætinu fyrir ofan. Í Noregi var bróðir Willums, Brynjólfur Willumsson Andersen í byrjunarliði Kristiansund sem mætti KFUM Oslo. Mörk frá báðum liðum í uppbótartíma fyrri hálfleiks sáu til þess að staðan var 1-1 í hálfleik. Ekki var meira skorað í síðari hálfleiknum og 1-1 jafntefli því niðurstaðan. Þetta var annar leikur Kristiansund í norsku deildinni en liðið vann góðan útisigur á Lilleström í fyrstu umferðinni.
Hollenski boltinn Norski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira