Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar

Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D.

Innlent
Fréttamynd

Þriðja bylgjan skellur á Noregi á ofsahraða

Yfirvöld í Osló kynntu í kvöld hörðustu takmarkanirnar á svæðinu frá upphafi kórónuveirufaraldursins. Íslensk kona í Osló segir óraunverulegt að þriðja bylgja faraldursins skelli nú á Norðmönnum á ofsahraða.

Erlent
Fréttamynd

Þakkar Íslendingum fyrir ó­metan­legan stuðning eftir and­lát unnustans

Unnusta ástralsks ferðamanns, sem lést á Húsavík í mars í fyrra eftir að hafa smitast af Covid-19, færir Íslendingum kærar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning meðan á dvöl hennar stóð. Hún segist jafnframt staðráðin í því að snúa aftur til Íslands og klára fríið sem unnusta hennar auðnaðist ekki að ljúka.

Innlent
Fréttamynd

Þýskir gjörgæslulæknar vilja hertar sóttvarnaaðgerðir

Yfirmaður samtaka gjörgæslulækna í Þýskalandi kallaði í morgun eftir því að samkomubanni yrði aftur komið á í landinu. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að þriðja bylgja faraldurs nýju kórónuveirunnar verði of öflug þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Þórólfur hefur skilað minnisblaði til ráðherra

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum að nýjum sóttvarnareglum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra. Núverandi reglugerð gildir til og með 17. mars og nýjar reglur eiga því að taka gildi á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Beittu vatns­þrýsti­dælum á mót­mælendur

Lögreglan í Hollandi beitti vatnsþrýstidælum á mótmælendur ríkisstjórnarinnar, og sóttvarnaaðgerðum þeirra, í almenningsgarði í Haag í dag. Um tvö þúsund manns voru saman komin í miðborginni til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og öðrum stefnumálum ríkisstjórnarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Co­vid-tölur gær­dagsins „gleði­legar“

Tölur um fjölda þeirra sem greindust með kórónuveiruna hér á landi eru „gleðilegar“ að sögn samskiptastjóra almannavarna. Almannavarnir veita ekki upplýsingar um tölur varðandi framgang kórónuveirufaraldursins hér á landi um helgar.

Innlent
Fréttamynd

Ítalir stefna á að hraða bólu­setningum til muna

Ítölsk stjórnvöld hyggjast vera búin að bólusetja minnst áttatíu prósent ítölsku þjóðarinnar við kórónuveirunni fyrir septemberlok á þessu ári. Stjórnvöld hafa mátt þola gagnrýni fyrir hægan gang bólusetninga í landinu, sem er eitt þeirra Evrópuríkja sem verst hefur orðið fyrir kórónuveirufaraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Segja að­gerðir lög­reglu á minningar­sam­komu hafa verið nauð­syn­legar

Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum.

Erlent
Fréttamynd

Sóttvarnarlög brotin á veitingastað í Kópavogi

Lögreglumenn höfðu afskipti af veitingastað í Kópavogi vegna brota á lögum um sóttvarnir og veitingahús í nótt. Forráðamenn staðarins virtu ekki reglur um lokunartíma og þá var lítið um sóttvarnir á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Börn verði skimuð á landamærunum

Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að öll börn þurfi að undirgangast skimun við Covid-19 við komu þeirra til landsins. Hann mun skila af sér tillögum um næstu sóttvarnaaðgerðir á næstu dögum.

Innlent
Fréttamynd

Biden til þjóðarinnar: „Ég þarfnast ykkar“

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur vakið mikla athygli fyrir ávarp til bandarísku þjóðarinnar í gær, þar sem umfjöllunarefnið var kórónuveirufaraldurinn. Keppast menn nú við að bera saman nýjan tón Biden við það stef sem hefur glumið síðustu ár.

Erlent
Fréttamynd

WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni.

Erlent
Fréttamynd

94 prósent hafa þegið eða segjast munu þiggja bólusetningu

94 prósent landsmanna hafa þegið eða hyggjast þiggja bólusetningu gegn kórónuveirunni COVID-19. Af þeim sem höfðu eða hugðust afþakka bólusetningu voru fimm prósent sem sögðust afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca ef þeim yrði boðin bólusetning með bóluefninu.

Innlent
Fréttamynd

Ár síðan WHO lýsti yfir heimsfaraldri

Miðvikudaginn 11. mars árið 2020 lýsti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því yfir að jarðarbúar væru með faraldur á höndunum. Nýja kórónuveiran, sem veldur Covid-19, væri í mikilli dreifingu og þá höfðu um 120 þúsund tilfelli greinst á heimsvísu.

Erlent