Innlent

Enginn greindist með Covid innanlands

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Á leið í sýnatöku hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Á leið í sýnatöku hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Fjórir greindust á landamærum, þar af tveir með virkt smit en beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá hinum tveimur. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is.

Tuttugu eru nú í sóttkví á landinu og 31 í einangrun. 982 eru í skimunarsóttkví. Einn er nú á sjúkrahúsi en þar var enginn skráður í gær.

Tekin voru 980 sýni í gær, þar af 602 í einkennasýnatöku Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar og 379 við landamæraskimun. 

Nýgengi innanlandssmita, þ.e. fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa, er 2,2 og óbreytt síðan í gær. Nýgengi landamærasmita er 6,3 en var 6,8 í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×