Lyfjastofnun Evrópu gefur AstraZeneca grænt ljós Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2021 16:13 Heilbrigðisstarfsmaður í Belgíu undirbýr bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Getty/Jean Christophe Lyfjastofnun Evrópu (EMA) segir að bóluefni AstraZenica sé öruggt og skilvirkt. Að kostir þess skyggi á áhættu og að notkun þess feli ekki í sér aukna áhættu á blóðtöppum. Frekari rannsókna væri þó þörf. Þrettán Evrópusambandsríki, samkvæmt talningu BBC, hafa hætt notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki eftir bólusetningar. Ísland og Noregur hafa einnig hætt notkun bóluefnisins tímabundið. Emer Cooke, yfirmaður EMA, sagði á blaðamannafundi í dag að rannsókn stofnunarinnar hefði leitt í ljós að ekki væri hægt að útiloka tengsl á milli blóðtappa og bóluefnisins. Hins vegar þyrfti að rannsaka það frekar og ítrekaði hún að bóluefnið væri öruggt og virkaði gegn Covid-19 í minnst 60 prósenta tilfella. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Dr Sabina Strauss, yfirmaður bóluefnaöryggisdeildar EMA, sagði engar vísbendingar um galla eða gæðaskort hafa fundist við rannsókn stofnunarinnar. Einstaka tilfelli blóðtappa hefðu verið skoðuð og heilt yfir væru ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu. Þvert á móti væru vísbendingar um andstæðuna. Að líkur á blóðtappa minnkuðu. Strauss sagði hins vegar að í einstaka tilfellum hefðu fundist vísbendingar um blóðstorknun sem hefði dregið blóð frá heila viðkomandi. Þó væri útlit fyrir að það tengist undirliggjandi skorti á storknunarefnum í blóði. Þessi tilfelli væru þó einkar sjaldgæf eða um 1 af hverjum tuttugu milljónum. Á þessari stundu sagði hún að engar vísbendingar væru um að bóluefnið sjálft hefði valdið þessu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja blóðtappana heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappana. 18. mars 2021 12:30 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. 17. mars 2021 16:03 Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Þrettán Evrópusambandsríki, samkvæmt talningu BBC, hafa hætt notkun bóluefnisins vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki eftir bólusetningar. Ísland og Noregur hafa einnig hætt notkun bóluefnisins tímabundið. Emer Cooke, yfirmaður EMA, sagði á blaðamannafundi í dag að rannsókn stofnunarinnar hefði leitt í ljós að ekki væri hægt að útiloka tengsl á milli blóðtappa og bóluefnisins. Hins vegar þyrfti að rannsaka það frekar og ítrekaði hún að bóluefnið væri öruggt og virkaði gegn Covid-19 í minnst 60 prósenta tilfella. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Dr Sabina Strauss, yfirmaður bóluefnaöryggisdeildar EMA, sagði engar vísbendingar um galla eða gæðaskort hafa fundist við rannsókn stofnunarinnar. Einstaka tilfelli blóðtappa hefðu verið skoðuð og heilt yfir væru ekki meiri líkur á blóðtappa eftir bólusetningu. Þvert á móti væru vísbendingar um andstæðuna. Að líkur á blóðtappa minnkuðu. Strauss sagði hins vegar að í einstaka tilfellum hefðu fundist vísbendingar um blóðstorknun sem hefði dregið blóð frá heila viðkomandi. Þó væri útlit fyrir að það tengist undirliggjandi skorti á storknunarefnum í blóði. Þessi tilfelli væru þó einkar sjaldgæf eða um 1 af hverjum tuttugu milljónum. Á þessari stundu sagði hún að engar vísbendingar væru um að bóluefnið sjálft hefði valdið þessu.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja blóðtappana heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappana. 18. mars 2021 12:30 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. 17. mars 2021 16:03 Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Telja blóðtappana heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappana. 18. mars 2021 12:30
WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50
ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. 17. mars 2021 16:03
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43