Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur Flytja þurfti einn á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjaranna á sjötta tímanum í morgun. Draga þurfti báða bílana af vettvangi. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins. Innlent 9.4.2007 09:28 Gott skíðafæri víða um land Enn er mjög gott skíðafæri í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar að sögn staðarhaldara og verða allar lyftur opnar þar í dag til klukkan sautján síðdegis. Logn er í Hlíðarfjalli, skýjað og hiti við frostmark. Aðstæður til skíða- og brettaiðkunar hafa verið mjög góðar víða um land um páskana, svo sem á Dalvík, í Tindastóli, á Siglufirði og á Ísafirði. Einna síst hefur ástandið verið suðvestanlands eins og gjarnan áður í vetur. Innlent 9.4.2007 09:25 Innbrot á Tangarhöfða Bíræfnir þjófar stálu rándýru nýju bifhjóli á verkstæði á Tangarhöfða í Reykjavík um helgina og settu það inní sendiferðabíl fyrir utan verkstæðið og námu bæði hjól og bíl á brott. Eigandinn segir tjónið nema um tveimur og hálfri milljón króna en sem betur fer sé hann tryggður fyrir tjóninu. Hvorki bíllinn né bifhjólið hafa komið í leitirnar. Innlent 8.4.2007 18:47 Mæðgin í vélsleðaslysi Kona á fimmtugsaldri og 11 ára gamall sonur hennar lentu í vélsleðaslysi á Grenjárdal ofan Grenivíkur laust fyrir klukkan tvö í dag. Mæðginin misstu stjórn á sleðanum valt yfir þau. Ræstar voru út Björgunarsveitirnar Ægir á Grenivík og Súlur á Akureyri sem og sjúkraflutningamenn frá Akureyri og lögregla. Innlent 8.4.2007 16:24 Vélsleðaslys fyrir norðan Innlent 8.4.2007 14:51 Fullt á tónleikum hátíðarinnar Aldrei fór ég suður Tónleikar á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði stóðu yfir í átta klukkustundir á föstudag og í ellefu klukkustundir í gærkvöld. Mugison, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir tónleikaskemmuna sem tekur allt að átta hundrað manns hafa verið yfirfulla nær allan tímann Innlent 8.4.2007 12:08 Frambjóðendur börðust í brekkunum Það var margt um manninn í Hlíðarfjalli í gær í góðu veðri. Þá fór einnigfram skíðakeppni frambjóðenda til alþingiskosningana í vor. Meðal keppandavoru fulltrúar Framskóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Íslandshreyfingarinnar. Innlent 8.4.2007 10:34 Skíði og messur Það er opið í dag frá kl. 9-17 í Hlíðarfjalli. Allar lyftur verða opnar og skíðafærið er troðinn þurr snjór. Það snjóaði 10 cm. jafnföllnum snjó í nótt er því skíðfærið með besta móti. Skíðstaðatrimm Flugfélags Íslands hefst kl. 14 við gönguhúsið í Hlíðarfjalli. Innlent 8.4.2007 09:52 Tveir handteknir fyrir innbrot á Ísafirði Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir á Ísafirði fyrir að hafa brotist inn í heimahús í nótt. Að sögn lögreglu ætluðu þeir að gera upp mál við einn íbúa hússins. Innlent 8.4.2007 09:48 Hálka og hálkublettir á vegum Á Suðurlandi og á Vesturlandi eru vegir víðast hvar greiðfærir, þó er hálka á Holtavörðuheið og hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Innlent 8.4.2007 09:47 Átta gistu fangageymslur hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Átta gistu fangageymslur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunar og ýmissa smærri brota. Innlent 8.4.2007 09:45 Stolið úr íslenskum verslunum fyrir níu milljónir á dag Stolið er úr verslunum um land allt fyrir allt að níu milljónir króna á dag, eða um þrjá milljarða á ári, að meðaltali. Öryggisfræðingur segir að starfsmenn verslana steli fyrir um það bil helming þeirrar upphæðar. Innlent 7.4.2007 18:58 Vatnslaust í Stykkishólmi Vatnslaust hefur verið í Stykkishólmi, í dag. Stofnæðin til bæjarins fór í sundur laust eftir klukkan 11 í morgun rétt neðan við Hamraenda. Verktaki sem vann við nýja lögn hjó í gömlu lögnina með þeim afleiðingum að gat kom á hana. Nú er unnið að viðgerð en reikna má með að það geti tekið nokkurn tíma því mikið vatn flæðir úr lögninni og tefur það viðgerð Innlent 7.4.2007 18:16 Cortes í 11. sæti með óútkomna plötu Plata Garðars Thórs Cortes er komin í 11. sæti yfir mest seldu klassísku plöturnar á vef HMV búðana sem er stærsta hljómplötuverslunarkeðja Bretlands, og er hún þó ekki komin út. Þarna er eingöngu um fyrirfram pantanir að ræða. Platan nefnist einfaldlega Cortes og á henni eru mörg stórverk tónbókmenntanna. Innlent 7.4.2007 17:11 Eldur í Kríuhólum Innlent 7.4.2007 15:27 Bilun í sendum Stöðvar 2 á Suðurlandi Innlent 7.4.2007 15:06 Færeyingar stoltir af Jógvan Færeyingar eru glaðir mjög yfir því að Jógvan þeirra skyldi vinna X-Faktorinn á Íslandi og er um það getið í öllum fjölmiðlum eyjanna. Faktorinn var sýndur í beinni útsendingu í færeyska sjónvarpinu, en Færeyingar gátu hinsvegar ekki tekið þátt í símaatkvæðagreiðslunni. Það er rækilega tekið fram í færeysku miðlunum, og eru þeir stoltir yfir því að Jógvan skyldi vinna með sjötíu prósentum atkvæða án aðkomu landa sinna. Vikublaðið færeyska segir um keppnina: Innlent 7.4.2007 13:51 Skíðasvæðin í dag Innlent 7.4.2007 11:39 Jógvan frá Færeyjum söng sig inn í hjörtu Íslendinga Innlent 6.4.2007 22:42 Úrslitin í X-Factor í kvöld Úrslitakvöld X-Factors verður haldið í Vetrargarði í Smáralind í kvöld og keppa Hara systur og Færeyingurinn Jógvan um X-factorinn. Þau segja engu máli skipta hver beri sigur úr býtum því öll séu þau bestu vinir. Þótt Færeyingar geti ekki tekið þátt í símakosningunni verður keppnin send út beint í færeyska sjónvarpinu í fyrsta skipti í kvöld. Innlent 6.4.2007 19:32 Aukinn máttur í hendur eftir aðgerð Þeir sem hafa lamast fyrir neðan brjóstkassa og misst nær allan mátt í höndunum geta nú öðlast nokkurn handarmátt að nýju. Með aðgerð er hægt að færa fólki aukinn mátt í hendurnar og er reynslan af slíkum aðgerðum góð. Læknir sem lamaðist eftir umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir tæpum áratug er á leið í slíka aðgerð. Innlent 6.4.2007 19:25 Álver á Keilisnesi illskásti kosturinn Formaður samtakanna Hagur Hafnarfjarðar segir það illskásta kostinn fyrir Hafnfirðinga ef Alcan hyggst byggja nýtt álver á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Engu að síður myndi Hafnarfjarðarbær tapa gríðarlegum tekjum ef álverið færi úr bænum. Innlent 6.4.2007 19:09 Tekist á um orðalag loftslagsskýrslu Loftslagssérfræðingar tókust á í dag um hvernig ætti að orða skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif gróðurhúsalofttegunda á jörðina. Þeir hafa frest til þess á morgun til þess að skila skýrslunni. Fræðimenn frá yfir 100 löndum tóku þátt í umræðunum í Brussel en þær hafa verið í gangi síðan á mánudaginn. Skýrslan á að gefa greinargóða lýsingu á þeim áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa. Erlent 5.4.2007 20:31 Hallgrímspassía frumflutt annað kvöld Hallgrímspassía, eftir Sigurð Sævarsson verður frumflutt í Hallgrímskirkju annað kvöld, á föstudaginn langa, en verkið er byggt á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Innlent 5.4.2007 19:46 Óeinkennisklæddir lögreglumenn á meðal viðskiptavina Óeinkennisklæddir lögreglumenn verða innan um viðskiptavini Kringlunnar eftir páska. Þá hefst átak gegn búðahnupli sem öryggisgæsla hússins stendur að ásamt lögreglu. Um helmingur íslenskra búðaþjófa í Kringlunni eru krakkar að stela sér nammi. Innlent 5.4.2007 19:38 Dorrit komin til Íslands Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til Íslands í morgun en hún lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Dorrit gekkst undir mikla aðgerð eftir slysið. Forsetafrúin kom ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni með flugi frá Boston í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir Dorrit vera á batavegi. Reiknað er með að hún fari í endurhæfingu þar sem meiðsl hennar voru allnokkur. Innlent 5.4.2007 19:35 Ótti, ekki skeytingarleysi Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Innlent 5.4.2007 16:32 110 milljarðar skipta um hendur Allt bendir til að Baugur og FL group verði stærstu eigendur Glitnis eftir helgi. Við þá samninga skipta svo háar fjárhæðir um hendur að það stefnir í Íslandsmet. Innlent 5.4.2007 16:27 Alcan horfir til Keilisness Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Innlent 5.4.2007 18:28 Þyrla landhelgisgæslunnar sækir vélsleðamann Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að sækja slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn sé nálægt Hágöngum. Sleðasveitir voru upphaflega kallaður út en þar sem talið er að maðurinn sé slasaður á baki var ákveðið að kalla þyrluna út. Slysavarnarfélagið vill minna fólk á að slæmt skyggni og þungt færi sé víða á hálendinu og því sé nauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar séu menn á annað borð á ferðinni. Sem stendur er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru. Innlent 5.4.2007 16:58 « ‹ 92 93 94 95 96 97 98 99 100 … 334 ›
Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur Flytja þurfti einn á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjaranna á sjötta tímanum í morgun. Draga þurfti báða bílana af vettvangi. Lögreglan rannsakar tildrög slyssins. Innlent 9.4.2007 09:28
Gott skíðafæri víða um land Enn er mjög gott skíðafæri í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar að sögn staðarhaldara og verða allar lyftur opnar þar í dag til klukkan sautján síðdegis. Logn er í Hlíðarfjalli, skýjað og hiti við frostmark. Aðstæður til skíða- og brettaiðkunar hafa verið mjög góðar víða um land um páskana, svo sem á Dalvík, í Tindastóli, á Siglufirði og á Ísafirði. Einna síst hefur ástandið verið suðvestanlands eins og gjarnan áður í vetur. Innlent 9.4.2007 09:25
Innbrot á Tangarhöfða Bíræfnir þjófar stálu rándýru nýju bifhjóli á verkstæði á Tangarhöfða í Reykjavík um helgina og settu það inní sendiferðabíl fyrir utan verkstæðið og námu bæði hjól og bíl á brott. Eigandinn segir tjónið nema um tveimur og hálfri milljón króna en sem betur fer sé hann tryggður fyrir tjóninu. Hvorki bíllinn né bifhjólið hafa komið í leitirnar. Innlent 8.4.2007 18:47
Mæðgin í vélsleðaslysi Kona á fimmtugsaldri og 11 ára gamall sonur hennar lentu í vélsleðaslysi á Grenjárdal ofan Grenivíkur laust fyrir klukkan tvö í dag. Mæðginin misstu stjórn á sleðanum valt yfir þau. Ræstar voru út Björgunarsveitirnar Ægir á Grenivík og Súlur á Akureyri sem og sjúkraflutningamenn frá Akureyri og lögregla. Innlent 8.4.2007 16:24
Fullt á tónleikum hátíðarinnar Aldrei fór ég suður Tónleikar á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði stóðu yfir í átta klukkustundir á föstudag og í ellefu klukkustundir í gærkvöld. Mugison, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir tónleikaskemmuna sem tekur allt að átta hundrað manns hafa verið yfirfulla nær allan tímann Innlent 8.4.2007 12:08
Frambjóðendur börðust í brekkunum Það var margt um manninn í Hlíðarfjalli í gær í góðu veðri. Þá fór einnigfram skíðakeppni frambjóðenda til alþingiskosningana í vor. Meðal keppandavoru fulltrúar Framskóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Íslandshreyfingarinnar. Innlent 8.4.2007 10:34
Skíði og messur Það er opið í dag frá kl. 9-17 í Hlíðarfjalli. Allar lyftur verða opnar og skíðafærið er troðinn þurr snjór. Það snjóaði 10 cm. jafnföllnum snjó í nótt er því skíðfærið með besta móti. Skíðstaðatrimm Flugfélags Íslands hefst kl. 14 við gönguhúsið í Hlíðarfjalli. Innlent 8.4.2007 09:52
Tveir handteknir fyrir innbrot á Ísafirði Tveir karlmenn um tvítugt voru handteknir á Ísafirði fyrir að hafa brotist inn í heimahús í nótt. Að sögn lögreglu ætluðu þeir að gera upp mál við einn íbúa hússins. Innlent 8.4.2007 09:48
Hálka og hálkublettir á vegum Á Suðurlandi og á Vesturlandi eru vegir víðast hvar greiðfærir, þó er hálka á Holtavörðuheið og hálkublettir á Snæfellsnesi. Á Vestfjörðum og á Norðurlandi er hálka, hálkublettir og snjóþekja. Innlent 8.4.2007 09:47
Átta gistu fangageymslur hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Átta gistu fangageymslur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunar og ýmissa smærri brota. Innlent 8.4.2007 09:45
Stolið úr íslenskum verslunum fyrir níu milljónir á dag Stolið er úr verslunum um land allt fyrir allt að níu milljónir króna á dag, eða um þrjá milljarða á ári, að meðaltali. Öryggisfræðingur segir að starfsmenn verslana steli fyrir um það bil helming þeirrar upphæðar. Innlent 7.4.2007 18:58
Vatnslaust í Stykkishólmi Vatnslaust hefur verið í Stykkishólmi, í dag. Stofnæðin til bæjarins fór í sundur laust eftir klukkan 11 í morgun rétt neðan við Hamraenda. Verktaki sem vann við nýja lögn hjó í gömlu lögnina með þeim afleiðingum að gat kom á hana. Nú er unnið að viðgerð en reikna má með að það geti tekið nokkurn tíma því mikið vatn flæðir úr lögninni og tefur það viðgerð Innlent 7.4.2007 18:16
Cortes í 11. sæti með óútkomna plötu Plata Garðars Thórs Cortes er komin í 11. sæti yfir mest seldu klassísku plöturnar á vef HMV búðana sem er stærsta hljómplötuverslunarkeðja Bretlands, og er hún þó ekki komin út. Þarna er eingöngu um fyrirfram pantanir að ræða. Platan nefnist einfaldlega Cortes og á henni eru mörg stórverk tónbókmenntanna. Innlent 7.4.2007 17:11
Færeyingar stoltir af Jógvan Færeyingar eru glaðir mjög yfir því að Jógvan þeirra skyldi vinna X-Faktorinn á Íslandi og er um það getið í öllum fjölmiðlum eyjanna. Faktorinn var sýndur í beinni útsendingu í færeyska sjónvarpinu, en Færeyingar gátu hinsvegar ekki tekið þátt í símaatkvæðagreiðslunni. Það er rækilega tekið fram í færeysku miðlunum, og eru þeir stoltir yfir því að Jógvan skyldi vinna með sjötíu prósentum atkvæða án aðkomu landa sinna. Vikublaðið færeyska segir um keppnina: Innlent 7.4.2007 13:51
Úrslitin í X-Factor í kvöld Úrslitakvöld X-Factors verður haldið í Vetrargarði í Smáralind í kvöld og keppa Hara systur og Færeyingurinn Jógvan um X-factorinn. Þau segja engu máli skipta hver beri sigur úr býtum því öll séu þau bestu vinir. Þótt Færeyingar geti ekki tekið þátt í símakosningunni verður keppnin send út beint í færeyska sjónvarpinu í fyrsta skipti í kvöld. Innlent 6.4.2007 19:32
Aukinn máttur í hendur eftir aðgerð Þeir sem hafa lamast fyrir neðan brjóstkassa og misst nær allan mátt í höndunum geta nú öðlast nokkurn handarmátt að nýju. Með aðgerð er hægt að færa fólki aukinn mátt í hendurnar og er reynslan af slíkum aðgerðum góð. Læknir sem lamaðist eftir umferðarslys á Reykjanesbraut fyrir tæpum áratug er á leið í slíka aðgerð. Innlent 6.4.2007 19:25
Álver á Keilisnesi illskásti kosturinn Formaður samtakanna Hagur Hafnarfjarðar segir það illskásta kostinn fyrir Hafnfirðinga ef Alcan hyggst byggja nýtt álver á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd. Engu að síður myndi Hafnarfjarðarbær tapa gríðarlegum tekjum ef álverið færi úr bænum. Innlent 6.4.2007 19:09
Tekist á um orðalag loftslagsskýrslu Loftslagssérfræðingar tókust á í dag um hvernig ætti að orða skýrslu Sameinuðu þjóðanna um áhrif gróðurhúsalofttegunda á jörðina. Þeir hafa frest til þess á morgun til þess að skila skýrslunni. Fræðimenn frá yfir 100 löndum tóku þátt í umræðunum í Brussel en þær hafa verið í gangi síðan á mánudaginn. Skýrslan á að gefa greinargóða lýsingu á þeim áhrifum sem loftslagsbreytingar hafa. Erlent 5.4.2007 20:31
Hallgrímspassía frumflutt annað kvöld Hallgrímspassía, eftir Sigurð Sævarsson verður frumflutt í Hallgrímskirkju annað kvöld, á föstudaginn langa, en verkið er byggt á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Innlent 5.4.2007 19:46
Óeinkennisklæddir lögreglumenn á meðal viðskiptavina Óeinkennisklæddir lögreglumenn verða innan um viðskiptavini Kringlunnar eftir páska. Þá hefst átak gegn búðahnupli sem öryggisgæsla hússins stendur að ásamt lögreglu. Um helmingur íslenskra búðaþjófa í Kringlunni eru krakkar að stela sér nammi. Innlent 5.4.2007 19:38
Dorrit komin til Íslands Dorrit Moussaieff forsetafrú kom til Íslands í morgun en hún lærbrotnaði á skíðum í Aspen í Colorado í síðustu viku. Dorrit gekkst undir mikla aðgerð eftir slysið. Forsetafrúin kom ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni með flugi frá Boston í morgun. Örnólfur Thorsson, forsetaritari, segir Dorrit vera á batavegi. Reiknað er með að hún fari í endurhæfingu þar sem meiðsl hennar voru allnokkur. Innlent 5.4.2007 19:35
Ótti, ekki skeytingarleysi Leigubílsstjóri, sem varð vitni að því þegar hópur ungmenna gekk í skrokk á pari í Breiðholti í fyrradag, veitti árásarmönnunum eftirför eftir að hafa fengið þau skilaboð frá lögreglu að enginn lögreglubíll var tiltækur. Bílstjórinn segir ástæðu þess að enginn sjónarvotta kom parinu til hjálpar ekki vera skeytingarleysi heldur ótta. Innlent 5.4.2007 16:32
110 milljarðar skipta um hendur Allt bendir til að Baugur og FL group verði stærstu eigendur Glitnis eftir helgi. Við þá samninga skipta svo háar fjárhæðir um hendur að það stefnir í Íslandsmet. Innlent 5.4.2007 16:27
Alcan horfir til Keilisness Uppbygging nýs álvers á Keilisnesi á Vatnsleysuströnd er meðal þeirra kosta sem Alcan á Íslandi hyggst kanna í kjölfar þess að stækkun álversins í Straumsvík var felld í kosningu um síðustu helgi. Sérfróðir menn telja þessa lausn þá skástu sem fyrirtækið gæti átt völ á til að tryggja framtíð sína hérlendis. Innlent 5.4.2007 18:28
Þyrla landhelgisgæslunnar sækir vélsleðamann Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út til þess að sækja slasaðan vélsleðamann. Talið er að maðurinn sé nálægt Hágöngum. Sleðasveitir voru upphaflega kallaður út en þar sem talið er að maðurinn sé slasaður á baki var ákveðið að kalla þyrluna út. Slysavarnarfélagið vill minna fólk á að slæmt skyggni og þungt færi sé víða á hálendinu og því sé nauðsynlegt að gæta ýtrustu varúðar séu menn á annað borð á ferðinni. Sem stendur er ekki vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru. Innlent 5.4.2007 16:58