Innlent

Fullt á tónleikum hátíðarinnar Aldrei fór ég suður

Tónleikar á rokkhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði stóðu yfir í átta klukkustundir á föstudag og í ellefu klukkustundir í gærkvöld. Mugison, einn skipuleggjenda hátíðarinnar, segir tónleikaskemmuna sem tekur allt að átta hundrað manns hafa verið yfirfulla nær allan tímann

12 hljómsveitir komu fram á föstudagskvöld og 25 hljómsveitir í gærkvöld. Örn Elías Guðmundsson eða Mugison, einn skipuleggjenda, segir hátíðina Aldrei fór ég suður einstaka og skera sig frá öðrum hátíðum sem haldnar séu hér á landi. Hann segir erlenda gesti heillaða af Ísafirði og tónlistinni sem flutt hefur verið á tónleikunum.

En hátíðinni er ekki alveg lokið því poppmessa verður í Hólskirkju í Bolungarvík og haldnir verða tónleikar í sundlaug Bolungarvíkur síðdegis í dag. Fimm smávægileg fíkniefnamál hafa komið upp á hátíðinni um helgina en að sögn lögreglu hefur hún gengið mjög vel fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×