Innlent

Fréttamynd

Vélhjólamanni haldið sofandi

Karlmaður á þrítugsaldri sem slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi í Njarðvík í gærkvöldi er alvarlega slasaður. Að sögn vakthafandi læknis maðurinn á gjörgæsludeild þar sem honum er haldið sofandi í öndunarvél. Maðurinn undirgekkst bæklunarlækningaraðgerð í nótt þar sem gert var að beinbrotum hans.

Innlent
Fréttamynd

Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýrinni

„Dagurinn í dag er bjartasti dagur í sögu Listaháskóla Íslands og skólinn hefur sannað sig á þeim sjö árum sem liðin eru frá stofnun hans.“ Þetta sagði Hjálmar H. Ragnarsson rektor eftir undirritun viljayfirlýsingar milli skólans, Reykjavíkurborgar og Menntamálaráðuneytisins um byggingu nýs húsnæðis fyrir skólann í Vatnsmýrinni.

Innlent
Fréttamynd

Nordisk Mobil bauð í nýja NMT kerfið

Nordisk Mobil Ísland ehf var eina fyrirtækið sem bauð í starfrækslu CDMA 450 farsímanetsins sem verður arftaki NMTsímkerfisins. Tilboðsfrestur rann út klukkan 11 hjá Póst- og fjarskiptastofnun klukkan í dag. Fjarskiptafélagið Nova gerði alvarlegar athugasemdir við drög að útboðsskilmálunum. Í þeim var einungis gert ráð fyrir að eitt fyrirtæki fengi leyfið.

Innlent
Fréttamynd

Ný flugvél Gæslunnar algjör bylting

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir nýja flugvél Gæslunnar algera byltingu í flugflotanum og líkir breytingunni frá Fokker vélinni við að skipta úr ritvél yfir í tölvu. Nýja vélin kostar rúma tvo milljarða króna en skrifað var undir kaupsamninginn í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli Sivjar um ríkisstjórn D og S röng

Oddviti sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi segir rangt hjá Siv Friðleifsdóttur að hann hafi sagt á fundi að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur eigi að mynda ríkisstjórn. Um óformlegt skens hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Alcoa yfirtekur Alcan

Alcoa, einn umsvifamesti álframleiðandi í heimi, ætlar að gera yfirtökutilboð i álfélagið Alcan, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík. Tilboðið hljóðar upp á 33 milljarða bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 2.100 milljarða íslenskra króna.Greitt verður með reiðufé og hlutabréfum í Alcan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurakademían tíu ára

Í dag er tíu ára afmæli Reykjavíkurakademíunnar og verður blásið til fagnaðar í húsnæði þess í JL-húsinu við Hringbraut í dag. Akademían er samfélag sjálfstætt starfandi fræðimanna hér á landi. Opið hús verður frá klukkan 10-14 og eru gestir hvattir til að kynna sér starfsemi fræðimannanna.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar í rannsóknum fram eftir degi

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur undirgengist tvær rannsóknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi í morgun. Hann var fluttur með þyrlu frá Snæfellsnesi í gær eftir að hafa fundið fyrir sterkum þreytueinkennum. Hann er nú í þriðju rannsókninni. Örnólfur Thorsson forsetaritari segir að hann verði í rannsóknum fram eftir degi. Þá hefur forsetanum borist fjöldi kveðja og heillaóska.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtarhraða þorsks stjórnað með ljósum

Vaxtarhraða þorsks í sjókvíaeldi er hægt að stjórna með notkun ljósa samkvæmt niðurstöðum Evrópuverkefnisins Codlight-Tech. Þannig er hægt að hvetja vöxt og hægja á kynþroska hjá þorski. Við kynþroska hættir fiskurinn að vaxa með tilheyrandi kostnaði fyrir eldisaðila. Með þessari aðferð er hægt að stytta eldistíma og bæta fóðurnýtingu þannig að þorskeldi geti orðið hagkvæmara.

Innlent
Fréttamynd

Iceland Express útskrifar 55 flugliða

Iceland Express útskrifaði 45 nýja flugliða síðastliðinn laugardag, auk þeirra hafa 10 aðrir þegar verið úrskrifaðir. Ríflega sex hundruð umsóknir bárust um störfin. Með tilkomu fimm nýrra áfangastaða flugfélagsins í sumar var þörf á þessari viðbót við þá 75 sem nú þegar starfa hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn í kauphugleiðingum

Talið er að Landsbankinn hyggist gera tilboð í írska fjármálafyrirtækið Irish Nationwide Building Society, sem er með höfuðstöðvar í Dublin. Írska blaðið Irish Times sagði um helgina, án þess þó að geta heimildar, að Landsbankinn telji írska fyrirtækið falla vel að starfsemi bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagnrýna sölu sveitarfélaga í orkufyrirtækjum

Andstæðingar sjálfstæðismanna í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu gagnrýna þá harðlega fyrir sölu á hlut þeirra í orkufyrirtækjum. Mun meira hefði verið hægt að fá fyrir þessa hluti nú. Minnihluti borgarstjórnar var afar ósáttur við ákvörðun sjálfstæðismanna í haust um sölu á ráðandi hlut borgarinnar í Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir gætu krafist ríkisborgararéttar

Doktor í Evrópurétti spyr hvort allsherjarnefnd Alþingis hafi sett fordæmi með því að veita stúlku frá Guatemala ríkisborgararétt. Þúsundir útlendinga á Íslandi gætu sótt um á sama grundvelli, enda er mismunun ekki heimil samkvæmt íslenskum lögum.

Innlent
Fréttamynd

Auðveldar samskipti björgunaraðila

Í dag var tekinn í notkun fyrsti áfangi af þremur á nýju neyðar og öryggisfjarskiptakerfi, TETRA. Kerfið á að auka til muna öryggi landsmanna í hættu og neyðartilfellum en það auðveldar öll samskipti milli lögreglu, björgunarsveita, slökkviliða og annarra viðbragðsaðila á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Vitna leitað af hátíðinni „Aldrei fór ég suður“

Lögreglan á Vestfjörðum leitar eftir vitnum að ofbeldisbroti sem framið var á tónlistarhátíðinni „Aldrei fór ég suður.“ Um klukkan tvö að nóttu þann 8. apríl síðastliðinn mun karlmaður hafa brotið gegn ungri stúlku á færanlegu salerni á tónleikasvæði hátíðarinnar. Karlmaðurinn er talinn vera 170 til 180 cm á hæð og var klæddur íslenskri lopapeysu með bekk. Stúlkan var gestur á hátíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Hátt í 20 hús rifin við Þverholt

Hafist var handa við að rífa hátt í tuttugu hús við Þverholt í Reykjavík í morgun og er í ráði að reisa fjölmenna stúdentagarða á rústum þeirra. Ráðgert er að verkið taki tvo til þrjá mánuði og má segja að öll hús við Þverholtið, allt frá gamla DV húsinu og að Háteigsvegi, verði bortin niður.

Innlent
Fréttamynd

Karlmaður fékk fimm ár fyrir ýmis brot

Hæstiréttur staðfesti í gær fimm ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir rúmlega fertugum karlmanni fyrir margvísleg brot. Helstu brotin eru nytjastuldur, þjófnaður, skjalafals, fjársvik, umferðarlagabrot og brot á fíkniefnalöggjöfinni. Hann var einnig sviftur ökuréttindum ævilangt.

Innlent
Fréttamynd

Málefni Grímseyjarferju í uppnámi

Meirihluti samgöngunefndar felldi í morgun tillögu minnihlutans um að Ríkisendurskoðandi verði látinn fara yfir fjárreiður er varða væntanlega Grímseyjarferju. Málefni ferjunnar eru því áfram í uppnámi. Asögn Kristjáns Möller alþingismanns og nefndarmanns, mættu fulltrúar Vegagerðarinnar á fundinn ásamt fulltrúum skipasmíðastöðvarinnar sem unnið hafa að viðgerð á ferjunni.

Innlent
Fréttamynd

Jónína: Kastljós baðst ekki afsökunar

Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra vinnur nú að kæru til Siðanefndar Blaðamannafélagsins vegna umfjöllunar Kastljóss um ríkisborgararétt unnustu sonar síns. Hún segir eina af ástæðum kærunnar vera þá að Kastljósfólk hafi ekki séð sóma sinn í því að biðjast afsökunar.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingin næst stærst í könnun

Samfylkingin er aftur orðin næst stærsti stjórnmálaflokkurinn, samkvæmt könnun Gallups fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Hún hefur náð talsverðu forskoti á Vinstri græna.

Innlent
Fréttamynd

Kári Stefánsson í hópi 100 mestu áhrifamanna Time

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er á lista yfir 100 áhrifamestu menn heimsins í lista bandaríska vikuritsins Time, sem birtur er í dag. Áhrifafólkinu er skipt í hópa yfir til dæmis listamenn, leiðtoga, hetjur og frumkvöðla og vísindamenn og hugsuði. Kári tilheyrir síðastnefnda hópnum.

Innlent
Fréttamynd

Lítill áhugi erlendis á Baugsmálinu

Dómur héraðsdóms í Baugsmálinu í gær virðist hafa vakið litla athygli utan landsteinanna. Varla er minnst á dóminn í dönsku blöðunum í morgun, ekki einu sinni í Ekstra Bladet sem skrifaði mikinn greinaflokk um íslensku útrásina í fyrra. Bresku blöðin virðast sömuleiðis hafa lítinn áhuga á málinu, Financial Times rekur þó niðurstöðu dómsins og aðdraganda hans og í Guardian er stutt frétt um málið.

Innlent
Fréttamynd

Flugvallarskýrslan birt í dag

Skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem beðið hefur verið með eftirvæntingu verður birt opinberlega í dag. Búist er við að niðurstöðurnar verði lagðar til grundvallar ákvörðun um framtíð Vatnsmýrar og innanlandsflugs. Samráðsnefnd um úttekt á flugvellinum kynnir skýrsluna á blaðamannafundi eftir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Rætt um yfirtöku á Mosaic Fashions

Baugur, stærsti hluthafinn í Mosaic Fashions, hefur staðfest að það eigi í viðræðum um yfirtöku á félaginu. Gangi yfirtakan eftir mun það stofna félagið Newco ásamt öðrum fjárfestum. Viðræður eru á byrjunarstigi en rætt er um tilboð upp á 17,5 krónur á hlut sem er um sjö prósentum yfir núverandi verði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gistinóttum fjölgaði um 19 prósent

Gistinóttum á hótelum í marsmánuði fjölgaði um tæplega 19 prósent frá marsmánuði í fyrra. Þær fóru úr tæplega 74 þúsundum í tæp 88 þúsund. Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar fjölgaði gistinóttum í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum þar sem þeim fækkaði um tvö prósent.

Innlent
Fréttamynd

Innritun í framhaldsskóla á netinu

Opnað verður fyrir rafræna innritun í framhaldsskóla landsins á skólavef menntamálaráðuneytisins þann 14. maí næstkomandi. Þá verður hægt að innrita nemendur á vefnum menntagatt.is til 11. júní. Allar umsóknir í dagskóla verða með rafrænum hætti og berast beint til upplýsingakerfa framhaldsskólanna.

Innlent
Fréttamynd

Sægarðar lokaðir til 26. maí

Sægarðar verða lokaðir við gatnamót Sæbrautar og Vatnagarða frá morgundeginum til 26. maí. Framkvæmdir verða á svæðinu og munu umferðarljós á gatnamótunum blikka á gulu ljósi. Aðeins ein akbraut verður í notkun á 50 metra kafla á Sæbraut til norðvesturs. Aðkoma að fyrirtækjum á hafnarsvæðinu verður um Holtaveg og Sundagarða.

Innlent