Innlent

Flugvallarskýrslan birt í dag

Skýrsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar sem beðið hefur verið með eftirvæntingu verður birt opinberlega í dag. Búist er við að niðurstöðurnar verði lagðar til grundvallar ákvörðun um framtíð Vatnsmýrar og innanlandsflugs.

Samráðsnefnd um úttekt á flugvellinum kynnir skýrsluna á blaðamannafundi eftir hádegi. Þar gerir formaður nefndarinnar, Helgi Hallgrímsson, ásamt öðrum nefndarmönnum, grein fyrir helstu niðurstöðum. Í framhaldi af fundinum verður skýrslan aðgengileg almenningi á vef samgönguráðuneytis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×