Innlent

Lítill áhugi erlendis á Baugsmálinu

Dómur héraðsdóms í Baugsmálinu í gær virðist hafa vakið litla athygli utan landsteinanna. Varla er minnst á dóminn í dönsku blöðunum í morgun, ekki einu sinni í Ekstra Bladet sem skrifaði mikinn greinaflokk um íslensku útrásina í fyrra. Bresku blöðin virðast sömuleiðis hafa lítinn áhuga á málinu, Financial Times rekur þó niðurstöðu dómsins og aðdraganda hans og í Guardian er stutt frétt um málið.

Aðalfrétt bresku pressunnar um Baug í dag tengist hins vegar orðrómi um að fyrirtækið ætli að taka Mosaic Fashions-keðjuna af hlutabréfamarkaði en viðskipti með bréf í keðjunni voru stöðvuð í Kauphöll Íslands í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×