Innlent Ölfusárbrú var lokað vegna framkvæmda Ölfusárbrú við Selfoss var lokað frá klukkan níu í gærkvöldi og fram undir klukkan tvö í nótt vegna vinnu við hringtorgið við annan brúarsporðinn og malbikunarframkvæmda í miðbæ Selfoss. Innlent 27.6.2007 07:05 Sérsveitarmenn yfirbuguðu sextán ára pilt Sérsveitarmenn lögreglunnar í Reykjavík voru sendir á vettvang til að yfirbuga sextán ára pilt sem ógnaði heimilisfólki sínu með hnífi í heimahúsi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þegar þeir komu á staðinn var engu tauti komið við piltinn, sem gekk berserksgang og gripu lögreglumenn þá til táragass, til að yfirbuga hann. Innlent 27.6.2007 07:00 Íbúðalán bankanna ekki meiri síðan í fyrra Ný íbúðalán bankanna námu um 5,5 milljörðum króna í maí. Á sama tíma lánaði Íbúðalánasjóður 6,0 milljarða krónur til íbúðarkaupa. Útlán bankana hafa aukist jafnt og þétt á síðustu mánuðum og hafa ekki verið meiri síðan í maí í fyrra. Viðskipti innlent 26.6.2007 16:30 Rígur um tilboð í Stork Rígur er á milli stærstu hluthafa hollensku samstæðunnar Stork og stjórnenda um framtíð félagsins eftir að fjárfestingafélagið Candover sagðist ætla að leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna. Fáir hluthafar eru sagðir styðja tilboðið. Viðskipti innlent 26.6.2007 16:11 Rækjuvinnsla hefst aftur í Bolungarvík Þann 9. júlí næstkomandi mun Bakkavík hf. hefja rækjuvinnslu að nýju í Bolungarvík. 48 starfsmönnum rækjuvinnslunar var sagt upp í lok apríl. Bakkavík hefur nú keypt 500 tonn af frosinni rækju frá Færeyjum og Kanada. Innlent 26.6.2007 13:28 Þróuðu aðferð til erfðagreiningar á þorski Prokaria hefur tekist að þróa aðferð til erfðagreiningar á þorski og fleiri fisktegundum. Aðferðina á að nota við upprunagreiningu eða vegna hugsanlegra vörusvika. Einnig er hægt að nota aðferðina á lax og rekja ferðir hans allt frá Atlantshafinu til árinnar þar sem hann klaktist út. Innlent 26.6.2007 12:49 Sex ára drengur á batavegi Sex ára drengur, sem fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugar Akureyrar á sjötta tímanum í gær, dvaldi á Fjórðungssjúkrahúsinu í nótt til eftirlits, en mun vera á góðum batavegi. Innlent 26.6.2007 07:22 Flóamenn sýndu fálæti Flóamenn sýndu tillögum Landsvirkjunar um mótvægisaðgerðir vegna Urriðafossvirkjunar fálæti á fjölmennum borgarafundi í Flóahreppi í gærkvöldi. Hreppsnefnd Flóahrepps samþykkti í vor að mæla ekki með Urriðafossvirkjun á aðalskipulagi, vegna þess að ekki væri nægilegur ávinningur fyrir sveitarfélagið af henni. Innlent 26.6.2007 07:16 Heimamenn komast varla til eyja Ekkert bólar enn á aukaferðum Herjólfs, á milli lands og Eyja, sem samgönguráðherra lofaði í vor að teknar yrðu upp á álags tímum. Gert var ráð fyrir 20 auka ferðum að næturlagi í sumar. Að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra er nú svo komið að heimamenn eiga í erfiðleikum að komast fyrirvaralaust á milli lands og Eyja vegna mikilla bókana í skipið. Innlent 26.6.2007 07:14 Ökumaður undir áhrifum amfetamíns Ökumaður, sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði seint í gærkvöldi, reyndist vera undir áhrifum amfetamíns. Þá fannst kannabis á farþega hans og er hann grunaður um að hafa líka verið undir áhrifum, þannig að hvorugur gat ekið bílnum þegar þeim var sleppt að skýrslutöku lokinni. Innlent 26.6.2007 07:02 Bretar taka bréf í Eimskip Hf. Eimskipafélag Íslands greiðir rúma 3,7 milljarða króna fyrir 45 prósenta hlut í Innovate Holdings með útgáfu nýs hlutafjár í félaginu. Alls er um að ræða um 83,1 milljón hluta að nafnverði á genginu 45. Á Eimskip Innovate að fullu. Viðskipti innlent 25.6.2007 21:14 Bylting í heyskap Bændur á Suðurlandi eru sumir farnir að ráða verktaka í heyskapinn. Mikill sparnaður, segir bóndinn á Heiði í Biskupstungum. Innlent 25.6.2007 19:05 Sökkva Hagavatni Sökkva ætti leirunum við Hagavatn til draga mjög úr moldroki eins og verið hefur í þurrkum á Suðurlandi aðundanförnu, að mati landverndarsérfræðings hjá Landgræslu ríkisins. Hann segir að rík þjóð eins og Íslendingar ætti að vera leiðandi í uppgræðslu á landi. Innlent 25.6.2007 18:57 Hjóna úr Kópavogi saknað Lögreglan á Hvolsvelli er farin að svipast um eftir 54 ára hjónum úr Kópavogi en ekkert hefur heyrst frá þeim síðan klukkan eitt aðfararnótt laugardags. Þá voru þau við Þríhyrning, ofan Fljótshlíðar. Þau eru á gráum Kyron jepplingi, með númerið YV-774. Hjónin heita Mikkalína Mikaelsdóttir og Óskar Kristjánsson. Þeir sem kunna að hafa orðið fólksins varir, eru beðnir að láta lögregluna á Hvolsvelli vita hið fyrsta. Innlent 25.6.2007 08:10 Léleg laxveiði á Vesturlandi Léleg laxveiði hefur verið í flestum ám á Vesturlandi og reyndar víða um land upp á síðkastið, enda óvenju lítið vatn í ánum vegna þurrka. Í Norðurá hafa til dæmis ekki veiðst nema 60 laxar frá opnun, fyrir 20 dögum síðan. Innlent 25.6.2007 08:05 Litháum sleppt að loknum yfirheyrslum Sex Litháum, sem voru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á tveimur líkamsárásarmálum í heimahúsi í Bakkahverfi í Reykjavík í fyrrinótt, var sleppt í gærkvöldi að yfirheyrslum loknum. Málið virðist upplýst því öðrum kosti hefði lögregla væntanlega krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar. Innlent 25.6.2007 07:09 Tekinn tvisvar fyrir of hraðan akstur Erlendur ferðamaður var mældur á rúmlega 140 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku upp úr klukkan sex í morgun og skömmu síðar á 116 kílómetra hraða í Mosfellsbæ, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Þar náðu lögreglumenn að stöðva hann og færa hann á lögreglustöðina í Reykjavík, þar sem háar sektir bíða hans. Innlent 25.6.2007 07:08 Gríðarleg umferð til höfuðborgarinnar í gær Gríðarlegar bílalestir mynduðust á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi í átt til höfuðborgarsvæðisins undir kvöld í gær og fór ekki að draga úr umferð fyrr en á tíunda tímanum í gærkvöldi. Um tíma var samfelld bílalest frá Reykjavík alveg upp að Grundartanga og var gripið til þess ráðs að hleypa umferð á Hvalfjarðargöng í hollum svo vegfarendur þyrftu ekki að dvelja lengi í menguninni þar. Innlent 25.6.2007 07:04 Árangur næst gegn sjóræningjaskipum Aðgerðir fiskveiðistjórnunarstofnana á Norður-Atlantshafi hafa skilað þeim árangri að engin svonefnd sjóræningjaskip hafa verið við karfaveiðar á Reykjaneshrygg, eins og undanfarin ár. Innlent 25.6.2007 07:02 Brenndist í Strokki Erlendur ferðamaður brenndist á fótum þegar brennandi heitt vatn úr goshvernum Strokki á Geysissvæðinu skvettist á hann í gær. Samferðamenn hans lögðu af stað með hann áleiðist til Reykjavíkur, en stöðvuðu á leiðinni vegfaranda, sem gat komið hinum brennda í kælingu. Innlent 25.6.2007 07:00 Fagnar 70 ára starfsafmæli á tónleikum við Djúpið Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar 70 ára starfsafmæli sínu á tónleikum við Djúpið á Ísafirði í kvöld. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistarhátíðar sem staðið hefur í bænum í vikunni. Innlent 23.6.2007 13:54 Tutti Frutti í uppáhaldi hjá kvennalandsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann glæstan sigur á Serbíu í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar sögðust í fyrsta sinn hafa fundið íslensku þjóðina á bakvið sig. Íslenska liðið er í tuttugasta og fyrsta sæti á heimslista, en í gær var lagið Tutti frutti ein aðal vítamínsprauta stelpnanna fyrir leikinn. Innlent 22.6.2007 19:17 Breyta þarf ökunáminu Þrjú ungmenni liggja stórslösuð á gjörgæslu Landspítalans eftir glæfralegan kappakstur tveggja bíla á Geirsgötu í nótt. Formaður Ökukennarafélags Íslands segir hæpna aðferðafræði í íslensku ökunámi og því þurfi að breyta. Innlent 22.6.2007 18:59 Rekstur Akureyrarbæjar á flugvellinum verður skoðaður Samgönguráðherra segir að flugbrautin á Akureyrarflugvelli verði lengd við fyrsta tækifæri og skoðað verði hvort Akureyrarbær taki yfir rekstur flugvallarins óski bærinn eftir því. Kostnaður Flugstoða við reksturinn er áætlaður um tvö hundruð milljónir króna á þessu ári. Innlent 22.6.2007 18:46 Icelandair ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála Icelandair er ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála í dag en telur áfangasigur að sekt Samkeppniseftirlitsins frá 30. mars var lækkuð um 30%, í 130 milljónir króna. Úrskurður áfrýjunarnefndar byggir á öðrum forsendum en Samkeppniseftirlitið notaði, sem Icelandair telur alvarlegan áfellisdóm um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, segir í tilkynningu frá félaginu. Innlent 22.6.2007 18:17 Stjórnin mælir með tilboði Novator Stjórn Actavis segir nýtt yfirtökutilboð Novator í félagið áhugavert fyrir hluthafa og mælir með því. Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan gerði óháð mat á tilboðinu að beiðni stjórnarinnar og komst bankinn að þeirri niðurstöðu að nýtt tilboð Novator væri sanngjarnt og ráðlagði stjórninni aðmæla með því. Viðskipti innlent 22.6.2007 14:36 Novator hækkar boðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf., félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram nýtt og hærra yfirtökutilboð í Actavis. Tilboðið hljóðar upp á 1,07 evrur á hlut, jafnvirði 89,53 íslenskar krónur á hlut miðað við gengi evru í dag. Þetta er um 10 prósentum hærra yfirtökutilboð en Novator lagði fram í maí. Viðskipti innlent 22.6.2007 13:04 Össur vill Hafrannsóknarstofnun úr sjávarútvegsráðuneytinu Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra vill færa Hafrannsóknarstofnun undan sjávarútvegsráðuneytinu og láta annað ráðuneyti fara með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir að sovéskt kerfi hafi orðið til í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. Innlent 22.6.2007 12:09 Bakkavör kaupir kínverskt salat fyrirtæki Bakkavör Group hefur keypt afganginn af hlutafé í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Félagið keypti 40% hlut í félaginu í mars 2006 og stofnuðu þá nýtt félag, Bakkavör China, sem einbeitir sér að fjárfestingum í Kína. Viðskipti innlent 22.6.2007 11:33 Rúmlega 9.200 lýst yfir stuðningi við Alfreð Rúmlega 9.200 manns hafa nú skráð sig á undirskriftalista á Vísi þar sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, er hvattur til þess að halda áfram með landsliðið. Vefsíðan Áfram Alfreð var sett upp klukkan 19:00 á miðvikudagskvöldið var. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Vísi að þetta væri fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing við Alfreð og starf hans með landsliðið. Innlent 22.6.2007 10:58 « ‹ 65 66 67 68 69 70 71 72 73 … 334 ›
Ölfusárbrú var lokað vegna framkvæmda Ölfusárbrú við Selfoss var lokað frá klukkan níu í gærkvöldi og fram undir klukkan tvö í nótt vegna vinnu við hringtorgið við annan brúarsporðinn og malbikunarframkvæmda í miðbæ Selfoss. Innlent 27.6.2007 07:05
Sérsveitarmenn yfirbuguðu sextán ára pilt Sérsveitarmenn lögreglunnar í Reykjavík voru sendir á vettvang til að yfirbuga sextán ára pilt sem ógnaði heimilisfólki sínu með hnífi í heimahúsi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi. Þegar þeir komu á staðinn var engu tauti komið við piltinn, sem gekk berserksgang og gripu lögreglumenn þá til táragass, til að yfirbuga hann. Innlent 27.6.2007 07:00
Íbúðalán bankanna ekki meiri síðan í fyrra Ný íbúðalán bankanna námu um 5,5 milljörðum króna í maí. Á sama tíma lánaði Íbúðalánasjóður 6,0 milljarða krónur til íbúðarkaupa. Útlán bankana hafa aukist jafnt og þétt á síðustu mánuðum og hafa ekki verið meiri síðan í maí í fyrra. Viðskipti innlent 26.6.2007 16:30
Rígur um tilboð í Stork Rígur er á milli stærstu hluthafa hollensku samstæðunnar Stork og stjórnenda um framtíð félagsins eftir að fjárfestingafélagið Candover sagðist ætla að leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Tilboðið hljóðar upp á 1,5 milljarða evrur, jafnvirði 125,5 milljarða íslenskra króna. Fáir hluthafar eru sagðir styðja tilboðið. Viðskipti innlent 26.6.2007 16:11
Rækjuvinnsla hefst aftur í Bolungarvík Þann 9. júlí næstkomandi mun Bakkavík hf. hefja rækjuvinnslu að nýju í Bolungarvík. 48 starfsmönnum rækjuvinnslunar var sagt upp í lok apríl. Bakkavík hefur nú keypt 500 tonn af frosinni rækju frá Færeyjum og Kanada. Innlent 26.6.2007 13:28
Þróuðu aðferð til erfðagreiningar á þorski Prokaria hefur tekist að þróa aðferð til erfðagreiningar á þorski og fleiri fisktegundum. Aðferðina á að nota við upprunagreiningu eða vegna hugsanlegra vörusvika. Einnig er hægt að nota aðferðina á lax og rekja ferðir hans allt frá Atlantshafinu til árinnar þar sem hann klaktist út. Innlent 26.6.2007 12:49
Sex ára drengur á batavegi Sex ára drengur, sem fannst meðvitundarlaus á botni sundlaugar Akureyrar á sjötta tímanum í gær, dvaldi á Fjórðungssjúkrahúsinu í nótt til eftirlits, en mun vera á góðum batavegi. Innlent 26.6.2007 07:22
Flóamenn sýndu fálæti Flóamenn sýndu tillögum Landsvirkjunar um mótvægisaðgerðir vegna Urriðafossvirkjunar fálæti á fjölmennum borgarafundi í Flóahreppi í gærkvöldi. Hreppsnefnd Flóahrepps samþykkti í vor að mæla ekki með Urriðafossvirkjun á aðalskipulagi, vegna þess að ekki væri nægilegur ávinningur fyrir sveitarfélagið af henni. Innlent 26.6.2007 07:16
Heimamenn komast varla til eyja Ekkert bólar enn á aukaferðum Herjólfs, á milli lands og Eyja, sem samgönguráðherra lofaði í vor að teknar yrðu upp á álags tímum. Gert var ráð fyrir 20 auka ferðum að næturlagi í sumar. Að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra er nú svo komið að heimamenn eiga í erfiðleikum að komast fyrirvaralaust á milli lands og Eyja vegna mikilla bókana í skipið. Innlent 26.6.2007 07:14
Ökumaður undir áhrifum amfetamíns Ökumaður, sem lögreglan á Blönduósi stöðvaði seint í gærkvöldi, reyndist vera undir áhrifum amfetamíns. Þá fannst kannabis á farþega hans og er hann grunaður um að hafa líka verið undir áhrifum, þannig að hvorugur gat ekið bílnum þegar þeim var sleppt að skýrslutöku lokinni. Innlent 26.6.2007 07:02
Bretar taka bréf í Eimskip Hf. Eimskipafélag Íslands greiðir rúma 3,7 milljarða króna fyrir 45 prósenta hlut í Innovate Holdings með útgáfu nýs hlutafjár í félaginu. Alls er um að ræða um 83,1 milljón hluta að nafnverði á genginu 45. Á Eimskip Innovate að fullu. Viðskipti innlent 25.6.2007 21:14
Bylting í heyskap Bændur á Suðurlandi eru sumir farnir að ráða verktaka í heyskapinn. Mikill sparnaður, segir bóndinn á Heiði í Biskupstungum. Innlent 25.6.2007 19:05
Sökkva Hagavatni Sökkva ætti leirunum við Hagavatn til draga mjög úr moldroki eins og verið hefur í þurrkum á Suðurlandi aðundanförnu, að mati landverndarsérfræðings hjá Landgræslu ríkisins. Hann segir að rík þjóð eins og Íslendingar ætti að vera leiðandi í uppgræðslu á landi. Innlent 25.6.2007 18:57
Hjóna úr Kópavogi saknað Lögreglan á Hvolsvelli er farin að svipast um eftir 54 ára hjónum úr Kópavogi en ekkert hefur heyrst frá þeim síðan klukkan eitt aðfararnótt laugardags. Þá voru þau við Þríhyrning, ofan Fljótshlíðar. Þau eru á gráum Kyron jepplingi, með númerið YV-774. Hjónin heita Mikkalína Mikaelsdóttir og Óskar Kristjánsson. Þeir sem kunna að hafa orðið fólksins varir, eru beðnir að láta lögregluna á Hvolsvelli vita hið fyrsta. Innlent 25.6.2007 08:10
Léleg laxveiði á Vesturlandi Léleg laxveiði hefur verið í flestum ám á Vesturlandi og reyndar víða um land upp á síðkastið, enda óvenju lítið vatn í ánum vegna þurrka. Í Norðurá hafa til dæmis ekki veiðst nema 60 laxar frá opnun, fyrir 20 dögum síðan. Innlent 25.6.2007 08:05
Litháum sleppt að loknum yfirheyrslum Sex Litháum, sem voru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á tveimur líkamsárásarmálum í heimahúsi í Bakkahverfi í Reykjavík í fyrrinótt, var sleppt í gærkvöldi að yfirheyrslum loknum. Málið virðist upplýst því öðrum kosti hefði lögregla væntanlega krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar. Innlent 25.6.2007 07:09
Tekinn tvisvar fyrir of hraðan akstur Erlendur ferðamaður var mældur á rúmlega 140 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku upp úr klukkan sex í morgun og skömmu síðar á 116 kílómetra hraða í Mosfellsbæ, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar. Þar náðu lögreglumenn að stöðva hann og færa hann á lögreglustöðina í Reykjavík, þar sem háar sektir bíða hans. Innlent 25.6.2007 07:08
Gríðarleg umferð til höfuðborgarinnar í gær Gríðarlegar bílalestir mynduðust á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi í átt til höfuðborgarsvæðisins undir kvöld í gær og fór ekki að draga úr umferð fyrr en á tíunda tímanum í gærkvöldi. Um tíma var samfelld bílalest frá Reykjavík alveg upp að Grundartanga og var gripið til þess ráðs að hleypa umferð á Hvalfjarðargöng í hollum svo vegfarendur þyrftu ekki að dvelja lengi í menguninni þar. Innlent 25.6.2007 07:04
Árangur næst gegn sjóræningjaskipum Aðgerðir fiskveiðistjórnunarstofnana á Norður-Atlantshafi hafa skilað þeim árangri að engin svonefnd sjóræningjaskip hafa verið við karfaveiðar á Reykjaneshrygg, eins og undanfarin ár. Innlent 25.6.2007 07:02
Brenndist í Strokki Erlendur ferðamaður brenndist á fótum þegar brennandi heitt vatn úr goshvernum Strokki á Geysissvæðinu skvettist á hann í gær. Samferðamenn hans lögðu af stað með hann áleiðist til Reykjavíkur, en stöðvuðu á leiðinni vegfaranda, sem gat komið hinum brennda í kælingu. Innlent 25.6.2007 07:00
Fagnar 70 ára starfsafmæli á tónleikum við Djúpið Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari fagnar 70 ára starfsafmæli sínu á tónleikum við Djúpið á Ísafirði í kvöld. Tónleikarnir eru hápunktur tónlistarhátíðar sem staðið hefur í bænum í vikunni. Innlent 23.6.2007 13:54
Tutti Frutti í uppáhaldi hjá kvennalandsliðinu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann glæstan sigur á Serbíu í gærkvöldi þegar stelpurnar okkar sögðust í fyrsta sinn hafa fundið íslensku þjóðina á bakvið sig. Íslenska liðið er í tuttugasta og fyrsta sæti á heimslista, en í gær var lagið Tutti frutti ein aðal vítamínsprauta stelpnanna fyrir leikinn. Innlent 22.6.2007 19:17
Breyta þarf ökunáminu Þrjú ungmenni liggja stórslösuð á gjörgæslu Landspítalans eftir glæfralegan kappakstur tveggja bíla á Geirsgötu í nótt. Formaður Ökukennarafélags Íslands segir hæpna aðferðafræði í íslensku ökunámi og því þurfi að breyta. Innlent 22.6.2007 18:59
Rekstur Akureyrarbæjar á flugvellinum verður skoðaður Samgönguráðherra segir að flugbrautin á Akureyrarflugvelli verði lengd við fyrsta tækifæri og skoðað verði hvort Akureyrarbær taki yfir rekstur flugvallarins óski bærinn eftir því. Kostnaður Flugstoða við reksturinn er áætlaður um tvö hundruð milljónir króna á þessu ári. Innlent 22.6.2007 18:46
Icelandair ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála Icelandair er ósammála niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála í dag en telur áfangasigur að sekt Samkeppniseftirlitsins frá 30. mars var lækkuð um 30%, í 130 milljónir króna. Úrskurður áfrýjunarnefndar byggir á öðrum forsendum en Samkeppniseftirlitið notaði, sem Icelandair telur alvarlegan áfellisdóm um ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, segir í tilkynningu frá félaginu. Innlent 22.6.2007 18:17
Stjórnin mælir með tilboði Novator Stjórn Actavis segir nýtt yfirtökutilboð Novator í félagið áhugavert fyrir hluthafa og mælir með því. Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan gerði óháð mat á tilboðinu að beiðni stjórnarinnar og komst bankinn að þeirri niðurstöðu að nýtt tilboð Novator væri sanngjarnt og ráðlagði stjórninni aðmæla með því. Viðskipti innlent 22.6.2007 14:36
Novator hækkar boðið í Actavis Novator eignarhaldsfélag ehf., félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur lagt fram nýtt og hærra yfirtökutilboð í Actavis. Tilboðið hljóðar upp á 1,07 evrur á hlut, jafnvirði 89,53 íslenskar krónur á hlut miðað við gengi evru í dag. Þetta er um 10 prósentum hærra yfirtökutilboð en Novator lagði fram í maí. Viðskipti innlent 22.6.2007 13:04
Össur vill Hafrannsóknarstofnun úr sjávarútvegsráðuneytinu Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra vill færa Hafrannsóknarstofnun undan sjávarútvegsráðuneytinu og láta annað ráðuneyti fara með yfirstjórn stofnunarinnar. Hann segir að sovéskt kerfi hafi orðið til í kringum Hafró þar sem þöggun hafi verið beitt með dæmalausum hætti. Innlent 22.6.2007 12:09
Bakkavör kaupir kínverskt salat fyrirtæki Bakkavör Group hefur keypt afganginn af hlutafé í kínverska salatfyrirtækinu Creative Foods í samstarfi við Glitni. Félagið keypti 40% hlut í félaginu í mars 2006 og stofnuðu þá nýtt félag, Bakkavör China, sem einbeitir sér að fjárfestingum í Kína. Viðskipti innlent 22.6.2007 11:33
Rúmlega 9.200 lýst yfir stuðningi við Alfreð Rúmlega 9.200 manns hafa nú skráð sig á undirskriftalista á Vísi þar sem Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handbolta, er hvattur til þess að halda áfram með landsliðið. Vefsíðan Áfram Alfreð var sett upp klukkan 19:00 á miðvikudagskvöldið var. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sagði í samtali við Vísi að þetta væri fyrst og fremst stuðningsyfirlýsing við Alfreð og starf hans með landsliðið. Innlent 22.6.2007 10:58