Innlent

Heimamenn komast varla til eyja

Ekkert bólar enn á aukaferðum Herjólfs, á milli lands og Eyja, sem samgönguráðherra lofaði í vor að teknar yrðu upp á álags tímum. Gert var ráð fyrir 20 auka ferðum að næturlagi í sumar. Að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra er nú svo komið að heimamenn eiga í erfiðleikum að komast fyrirvaralaust á milli lands og Eyja vegna mikilla bókana í skipið.

Eftir því sem Elliði kemst næst er málið í hnút þar sem ekki hafa náðst samningar milli Vegagerðarinnar og Eimskips, sem annast rekstur Herjólfs, um greiðslur vegna aukaferðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×