Innlent

Fréttamynd

Hækkun og lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um rúm tvö prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa sem þar eru skráð hafa bæði hækkað og lækkað. Mesta lækkunin er á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, en það hefur lækkað um rúm þrjú prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veikist lítillega

Gengi krónunnar hefur veikst um 1,65 prósent á gjaldeyrismarkaði það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í 154,25 stigum. Krónan styrktist um 3,5 prósent eftir snarpa stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Markaðurinn dregur andann eftir mikla hækkun

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi sem skráð eru í kauphöllina í Stokkhólmi í Svíþjóð hafa lækkað um 0,41 prósent frá upphafi dags. Þetta er í samræmi við þróunina á helstu hlutabréfamörkuðum á meginlandi Evrópu og Norðurlöndunum eftir mikla hækkun síðan fyrir páska.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kaupþing hækkar í Svíþjóð en íslenski markaðurinn lokaður

Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 4,4 prósent í OMX-kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinU Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, lækkað um 1,1 prósent, í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi. Á sama tíma eru engin viðskipti með hlutabréf hér enda hlutabréfamarkaðurinn lokaður vegna Skírdagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðsnúningur á síðustu metrunum

Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi Skipta, móðurfélags Símans, féll um rúm þréttan prósent á fyrsta degi frá útboðsgengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan fellur - átta mánuðir frá hæsta gildi

Sléttir átta mánuðir voru í gær síðan Úrvalsvísitalan fór í sitt hæsta gildi áður en hún tók að falla. Vísitalan stóð í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra. Hún hefur fallið um 5,7 prósent í dag í mikilli lækkanahrinu og hefur því fallið um rúmlega 51 prósent síðan þá. Samkvæmt þessu þarf hún að hækka um 105 prósent eigi hún að ná sömu hæðum og fyrir átta mánuðum síðan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rauður dagur fyrir páska í Kauphöllinni

Gengi FL Group og Existu féll um rúm þrjú prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag, á síðasta viðskiptadeginum fyrir páska. Á eftir fylgir Færeyjabanki, sem hefur fallið um tvö prósent. Allir bankarnir og fjármálafyrirtækin hafa lækkað í dag. Einungis gengi Össurar hefur hækkað, um 0,46 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Uppsveifla um allan heim - nema hér

Helstu hlutabréfavísitölur hafa verið á mikilli hraðferð upp á við víða um heim í dag. Hlut að máli eiga uppgjör bandarísku fjárfestingarbankanna Lehman Brothers og Goldmans Sachs. Á sama tíma standa flest hlutabréf á rauðu í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan niður um þrjú prósent

Gengi Existu, FL Group og Færeyjabanka féll um rúm fimm prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Gengi FL Group fór niður fyrir átta krónur á hlut . Þá fór gengi 365 og SPRON sömuleiðis í sitt lægsta gildi frá upphafi. Gengi bréfa í 365 stendur í 1,32 krónum á hlut og SPRON í 4,86 krónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fall á öllum hlutabréfamörkuðum

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hafa fallið um 4,5 prósent í sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi í dag. Þetta er nokkuð í takti við mikla dýfu á hlutabréfamörkuðum víða um heim í kjölfar þess að bandaríski fjárfestingarbankinn JP Morgan keypti kollega sinn hjá Bear Stearns með miklum afslætti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör hækkar um tæp fjögur prósent

Gengi bréfa í Bakkavör hafa hækkað um rúm 3,6 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið tilkynnti í morgun að það hefði keypt 48 prósenta hlut í matvæla- og drykkjavöruframleiðandanum Gastro Primo í Hong Kong. Kaupverð er trúnaðarmál. Þetta er mesta hækkunin í Kauphöllinni í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færa eignir til Invik

Íslenskar eignir fjármálafyrirtækisins Milestone verða frá og með þessu ári færðar undir sænsku fjármálasamstæðuna Invik, dótturfélag Milestone. „Eftir eignafærsluna á árinu 2008 munu öll fyrirtæki Milestone verða dóttur­félög Invik, þar með talin íslensku fjármála­fyrirtækin Sjóvá, Askar Capital og Avant,“ segir í tilkynningu vegna ársuppgjörs fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast

Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.

Innlent
Fréttamynd

46 nýir bílar seljast á dag

Þrjátíu prósent fleiri nýir bílar voru skráðir til heimilis á Íslandi það sem af er þessu ári, miðað við sama tíma í fyrra. Og enn fleiri bílum var fleygt í brotajárn. Bílasalar eru brattir og búast ekki við miklum samdrætti.

Innlent
Fréttamynd

Sprettur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group og SPRON rauk upp um 3,35 prósent á fyrstu tveimur mínútunum í Kauphöllinni í dag. Heildarviðskiptin á þessum fyrstu mínútum námu 8,5 milljörðum króna. Til samanburðar námu viðskiptin aðeins 1,8 milljörðum króna allan mánudag.Heldur hefur blásið í hlutabréfaveltuna eftir því sem lengra hefur liðið frá upphafi viðskiptadagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskar eignir á uppleið erlendis

Fjárfestar víða um heim virðast almennt ánægðir með aðgerðir bandaríska seðlabankans gegn lausafjárþurrðinni. Bréf í Kaupþingi, sem skráð eru í Svíþjóð, hefur hækkað um rúmt prósent. Finnska fjármálafyrirtækið Sampo, sem Exista á 20 prósent í, hefur hækkað um tæp 1,4 prósent í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan aldrei lægri gagnvart evru

Krónan hefur lækkað um tæp þrettán prósent frá áramótum. Hún hélt áfram að lækka í dag, einna mest gagnvart þeim gjaldmiðlum sem algengastir eru í myntkörfulánum landsmanna. Formaður Eflingar hvetur fyrirtæki til að velta gengislækkuninni ekki út í verðlagið.

Innlent
Fréttamynd

Færeyingar vilja aðild að EFTA

Færeyingar vilja fá aðild að EFTA og njóta til þess stuðnings Íslendinga. Høgni Hoydal, sem fer með utanríkismál í landsstjórn Færeyja, kom í opinbera heimsókn til Íslands síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

Fólk flykkist í Bónus og Krónuna

Íslendingar velja sem aldrei fyrr að kaupa í matinn í lágvöruverðsverslunum. Allt að hundrað prósent meiri sala hefur verið í sumum verslunum Krónunnar og umtalsvert meiri í Bónus. Þá er starfsmannasvelti matvörukeðjanna fyrir bí. Fréttastofa heldur áfram að rýna í neysluvenjur landsmanna í skugga niðursveiflu.

Innlent
Fréttamynd

Hólmsheiði vondur kostur

Ferðaáætlanir þúsunda manna hefðu raskast síðustu daga - ef búið hefði verið að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði. Blindþoka var á heiðinni í dag - á meðan sólskinið lék við flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands segir skort á ákvörðunum setja innanlandsflugið í kreppu.

Innlent
Fréttamynd

UNIFEM á Íslandi sett ný viðmið í söfnunum

Starfandi aðalframkvæmdastýra UNIFEM í New York segir Íslandsdeild samtakanna hafa sett öðrum landsdeildum ný viðmið í fjáöflun. Milljónir hafa safnast í Fiðrildaviku sem lýkur í kvöld. Utanríkisráðherra Líberu segir framlag Íslandsdeildar UNIFEM mikilvægt til að draga úr ofbeldi gegn konum í heimalandi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Gengi SPRON aldrei lægra

Gengi hlutabréfa í SPRON hefur fallið um rúm fjögur prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengið stendur í 5,0 krónum á hlut og hefur það aldrei verið lægra. Úrvalsvísitalan hefur ekki verið lægri síðan um miðjan nóvember árið 2005.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Evran í hæstu hæðum

Gengi evru hefur styrkst nokkuð í dag en hún kostar nú rúma 101 krónu og hefur sjaldan verið dýrari. Að sama skapi hefur hún aldrei verið dýrari gagnvart bandaríkjadal.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyingar hækka mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur hækkað um 1,34 prósent frá því viðskiptadagurinn hófst í Kauphöllinni í dag. Byrjun dags hefur verið með rólegasta móti en hreyfingar aðeins á átta fyrirtækjum í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala afurða í stóriðju lækkar um 16,8 prósent

Vísitala framleiðsluverð var 3,1 prósenti lægra í janúar á þessu ári en á sama tíma í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Verðvísitala afurði í stóriðju lækkaði um 16,8 prósent á meðan vísitala sjávarafurða hækkaði um 3,4 prósent og matvælaframleiðslu um 4,3 prósent. Gengi krónunnar spilar stóra rullu í afurðaverðinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánshæfishorfur ríkisins versna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's hefur fært lánshæfishorfur ríkissjóðs úr stöðugum í neikvæðar. Ástæðan er nýleg lækkun á lánshæfismati íslensku bankanna. Staða ríkissjóðs er sögð sterk enda skuldir þess nánast engar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist 3,5 prósent innan OECD

Verðbólga mældist 3,5 prósent innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í janúar, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar, sem birtar voru í dag. Verðbólgan hér var 5,8 prósent á sama tíma. Mesta verðbólgan var í Tyrklandi en minnst í Japan,

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing og aðrir bankar á uppleið

Gengi Kaupþings hækkaði um rúm 1,7 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu allir íslensku bankarnir og fjármálafyrirtækin en gengi þeirra allra hefur hækkað um rúmt prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað um tæp 1,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi banka og fjármálafyrirtækja að Atlantic Petroleum undanskildu. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 1,12 prósent, Existu um 1,08 prósent, Atlantic Petroleum um 0,76 prósent, í Glitni um 0,6 og Kaupþing um 0,55 prósent.

Viðskipti innlent