Viðsnúningur á síðustu metrunum 19. mars 2008 16:43 Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta, hringir félagið inn á fyrsta viðskiptadegi félagsins í morgun. Mynd/Arnþór Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þegar verst lét hafði SPRON fallið um rúm fjórtán prósent og FL Group og Exista um tæp þrettán. Þá féll vísitalan mest um rúm 6,2 prósent í 4.366 stig. Þegar yfir lauk hækkaði vísitalan um 198 stig og endaði í 4.564 stigum. Fall hennar nemur engu að síður 2,02 prósentum yfir daginn. Mest lækkaði gengi í FL Group, eða um 6,39 prósent, í SPRON um 6,05 prósent, í Teymi um 4,93 prósent, í Kaupþingi um 4,76 prósentum og 365 um 4,72 prósent. Önnur félög lækkuðu minna. Þá féll gengi Skipta, móðurfélags Símans, um rúm þréttan prósent frá útboðsgengi á fyrsta viðskiptadegi með bréf í félaginu. Þegar verst lét hafði stóð gengi Skipta í 5,05 krónum á hlut og það því fallið um tæp 24 prósent. Einungis stundarfjórðungur var liðinn frá því viðskipti með bréf félagsins hófust í morgun þar til þau voru stöðvuð um tíma en þá gerði Exista, stærsti hluthafi félagsins, valfrjálst yfirtökutilboð í það. Hins vegar hækkaði gengi Eik banka um 3,88 prósent á sama tíma og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdu Landsbankinn, sem hækkaði um 1,67 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 1,31 prósent og Straumur, sem hækkaði um 0,09 prósent. Sveiflurnar voru meiri en úti í hinum stóra heimi. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan um rúmt prósentustig í Bretlandi, Dax-vísitalan í Þýskalandi um hálf prósentustig og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 0,58 prósent. Vísitölur í Bandaríkjunum hafa lækkað um svipaða prósentutölu. Vísitölurnar ruku upp í gær um allt að fjögur prósent eftir snarpa stýrivaxtalækkun bandaríska seðlabankans. Úrvalsvísitalan hækkaði hins vegar rétt lítillega á sama tíma. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Þegar verst lét hafði SPRON fallið um rúm fjórtán prósent og FL Group og Exista um tæp þrettán. Þá féll vísitalan mest um rúm 6,2 prósent í 4.366 stig. Þegar yfir lauk hækkaði vísitalan um 198 stig og endaði í 4.564 stigum. Fall hennar nemur engu að síður 2,02 prósentum yfir daginn. Mest lækkaði gengi í FL Group, eða um 6,39 prósent, í SPRON um 6,05 prósent, í Teymi um 4,93 prósent, í Kaupþingi um 4,76 prósentum og 365 um 4,72 prósent. Önnur félög lækkuðu minna. Þá féll gengi Skipta, móðurfélags Símans, um rúm þréttan prósent frá útboðsgengi á fyrsta viðskiptadegi með bréf í félaginu. Þegar verst lét hafði stóð gengi Skipta í 5,05 krónum á hlut og það því fallið um tæp 24 prósent. Einungis stundarfjórðungur var liðinn frá því viðskipti með bréf félagsins hófust í morgun þar til þau voru stöðvuð um tíma en þá gerði Exista, stærsti hluthafi félagsins, valfrjálst yfirtökutilboð í það. Hins vegar hækkaði gengi Eik banka um 3,88 prósent á sama tíma og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdu Landsbankinn, sem hækkaði um 1,67 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 1,31 prósent og Straumur, sem hækkaði um 0,09 prósent. Sveiflurnar voru meiri en úti í hinum stóra heimi. Þannig lækkaði FTSE-vísitalan um rúmt prósentustig í Bretlandi, Dax-vísitalan í Þýskalandi um hálf prósentustig og Cac-40 vísitalan í Frakklandi um 0,58 prósent. Vísitölur í Bandaríkjunum hafa lækkað um svipaða prósentutölu. Vísitölurnar ruku upp í gær um allt að fjögur prósent eftir snarpa stýrivaxtalækkun bandaríska seðlabankans. Úrvalsvísitalan hækkaði hins vegar rétt lítillega á sama tíma.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira