Innlent

Fréttamynd

Hvergerðingum ráðlagt að sjóða vatn

Almannavarnir vilja koma þeim skilaboðum til íbúa Hveragerðis að sjóða neysluvatn áður en það er notað. Búið er að taka sýni af vatninu til rannsóknar og eru niðurstöður af rannsókninni væntanlegar á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Gengi Færeyjabanka hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði mest á síðasta viðskiptadegi vikunnar í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,86 prósent. Gengi bréfa í 365, Eimskipafélaginu, Atlantic Airways og FL Group hækkaði um rúmt prósent. Bréf í SPRON, Össuri, Atlantic Petroleum, Icelandair og Marel hækkaði um minna en prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verkfræðistofur sameinast

Verkfræðifyrirtækin Raftæknistofan, Línuhönnun og Verkfræðistofan Afl eru að sameinast. Sameiningin var tilkynnt á starfsmannafundi fyrr í morgun og má búast við tilkynningu frá fyrirtækjunum seinna í dag, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brúnt moldarský yfir Ingólfsfjalli

-Ég hélt að húsið myndi hrynja og að við myndum öll deyja, sagði Ásdís Sigurðardóttir, sem býr í fjölbýlishúsi að Fossvegi 2 á Selfossi, í samtali við Vísi.

Innlent
Fréttamynd

Spölur úr hagnaði í tap

Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöngin, tapaði 146 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 67 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Fyrstu þrír mánuðir ársins var annar fjórðungurinn í bókum Spalar en árinu lýkur þar í enda september ár hvert. Á fyrri hluta ársins tapaði félagið 169 milljónum króna samanborið við 89 milljóna króna hagnað árið á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Össurarbréf ein á uppleið

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur hefur hækkað um 0,41 prósent það sem af er dags í Kauphöll Íslands. Viðskiptadagurinn byrjaði á afar rólegum nótum. Bréf fyrirtækisins eru þau einu sem hafa hækkað. Þrjú hafa lækkað á sama tíma en önnur standa í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Greiðslufrest breytt einhliða

Byko, Elko, Húsgagnahöllin og Intersport hafa ákveðið einhliða að lengja greiðslufrest til birgja og þjónustuaðila frá og með næsta mánuði. Þetta var tilkynnt bréflega. Margir birgjar eru ævir og íhugar einn að krefja fyrirtækin um staðgreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Færeyjabanki hækkaði mest í dag

Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag, eða um 1,62 prósent. Sprettur var í Kauphöllinni í byrjun dags og leiddi SPRON hækkanalestina fyrst um sinn þegar gengið spratt upp um þrjú prósent. Þróunin jafnaði sig þegar á leið og nam hækkun bréfa í SPRON 1,1 prósenti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi SPRON tekur stökkið

Gengi hlutabréfa í SPRON stökk upp um rétt rúm þrjú prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun á markaðnum það sem af er dags. Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis hækkað lítillega. Þróunin er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bankarnir hækka í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í stóru viðskiptabönkunum þremur eru einu bréfin sem hafa hækkað í Kauphöll Íslands í dag. Rekstrarfélögin, auk Existu og Færeyjabanka hafa hins vegar öll lækkað í verði á sama tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segist hafa komist í skjöl með klækjum

Talsmaður niðurhalsvefsins Viking Bay segist með klækjum hafa komist í málsskjöl Samtaka myndréttarhafa á Íslandi vegna rannsóknar á ólöglegu niðurhali á síðunni. Hann hafi síðan varað félaga sína við. Þetta segir framkvæmdastjóri samtakanna rangt.

Innlent
Fréttamynd

Rólegt á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 1,28 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu fallið um sjö prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn ein lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum og færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féllu í kringum 4,7 prósent í nokkurri lækkun á síðasta viðskiptadeginum í Kauphöll Íslands í dag. Gengi einungis fjögurra félaga hækkaði lítillega og lækkaði Úrvalsvísitalan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýir sparibaukar?

Við tökum enga ábyrgð á sannleiksgildi þeirrar fréttar að íslensku bankarnir hafi sameinast um nýja sparibauka.

Lífið
Fréttamynd

Rauður dagur fyrir Atlantic Petroleum

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hefur fallið um rúm 4,6 prósent frá því viðskipti í Kauphöllinni hófust fyrir um hálftíma. Félagið er eitt þeirra sem danskur blaðamaður er sakaður um að hafa skrifað jákvæða greiningu um á sama tíma og hann keypti hluti í félaginu. Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað í dag en það er í samræmi við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veikist lítillega

Gengi krónunnar hefur veikst lítillega frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag. Gengið veiktist um rúm 0,3 prósent í byrjun dags en styrktist lítillega í kjölfarið og nemur veiking hennar nú 0,16 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

FL Group hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í FL Group hækkaði um 1,23 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er jafnframt síðasti dagurinn sem félagið tilheyriri hópi skráðra fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni en það verður tekið af listanum á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hefði átt að grípa fyrr til aðgerða

„Seðlabankinn er í mjög erfiðri stöðu," segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Gylfi, sem var gestur Björns Inga Hrafnssonar í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag, sagði það vítaverða vanrækslu hjá Seðlabankanum að grípa ekki til aðgerða fyrr og auka gjaldeyrisvaraforðann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir starfskjör Lárusar Welding eðlileg

Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, segir að þau kjör sem Lárusi Welding, forstjóra Glitnis, voru boðin þegar hann var ráðinn séu í samræmi við það sem tíðkaðist við gerð sambærilegra samninga hjá fjármálafyrirtækjum á þeim tíma.

Viðskipti innlent