Innlent

Harðir skjálftar í gær og nótt

Upptök skjálftans í Grímsnesinu, við Þrastarlund.
Upptök skjálftans í Grímsnesinu, við Þrastarlund.

Nokkrir harðir skjálftar urðu á skjálftasvæðinu í Ölfusi í gær og í nótt.

Fjórir skjálftar upp á 3,5 - 4 stig á Richter urðu í gærkvöldi og klukkan 15 mínútur yfir 5 í morgun varð jarðskjálfti upp á 3,5 stig á Richter.

Mikil skjálftavirkni er enn á svæðinu og urðu fjölmargir minni skjálftar, allt upp í 2 stig á richter. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu má búast við frekari skjálftavirkni á næstu dögum.

Ellefu manns leituðu á fjöldahjálparstöðinni í Vallaskóla á Selfossi eftir skjálftana í gærkvöldi.

Margir sem höfðu hugað að heimför í gærkvöldi ákváðu einnig að dvelja lengur í fjöldahjálparstöðvunum bæði í Hveragerði og Selfossi. Þá gistu einnig nokkrir í fjöldarhjálparstöðvunum á Stokkseyri og Eyrarbakka.

Annars var nóttin nokkuð erilsöm hjá lögreglunni á Selfossi. Tvær líkamsárásir voru tilkynntar og nokkuð var um skemmdarverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×