Innlent

Fréttamynd

Vísað allslausum úr landi eftir 10 tíma

Íslendingur af palestínskum ættum, Abraham Shwaiki, var í haldi lögreglu á flugvellinum í Tel Avív í 10 klukkustundir í gær og var að þeim tíma loknum vísað úr landi. Hann var sakaður um að ferðast á fölsuðu vegabréfi, sem ísraelskir lögreglumenn ógiltu síðan og tóku af honum.

Innlent
Fréttamynd

Reykingamenn fengu bíómiða

Útvarpsstöðin XFM braut hugsanlega lög með því að gefa boðsmiða á myndina Thank You for Smoking og sígaretta fylgdi með miðanum. Skilyrði fyrir því að fá miðann var að reykja sígarettuna.

Innlent
Fréttamynd

Missti stjórn á bíl í lausamöl og krappri beygju

Bíll valt um klukkan þrjú í nótt á Eyjafjarðarbraut eystri við bæinn Fellshlíð í Eyjafirði. Þrjú ungmenni voru í bílnum en ökumaður og farþegi voru fluttir á slysadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri með minniháttar skrámur. Svo virðist sem ökumaður bílsins hafi misst stjórn á honum í lausamöl í krappri beygju með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllinn er mjög mikið skemmdur.

Innlent
Fréttamynd

Mislægu gatnamótin eru vel á veg komin

Áætlaður kostnaður við mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar er um þrír milljarðar króna. Samhliða verður skoðað að leggja Miklubraut í stokk meðfram Klambratúni. Stefnt er að því að verkið verði langt komið árið 2010.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla nýrri skattheimtu

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) áætla að um 200 milljónir króna leggist á kaupendur almennrar byggingavöru vegna breytinga sem eru boðaðar í frumvarpi Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um stofnun svonefndrar Byggingarstofnunar.

Innlent
Fréttamynd

Kveðst ekki geta tjáð sig

Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, getur ekki tjáð sig um hvort gera skuli jarðhitasvæði á Reykjanesi að friðlandi.

Innlent
Fréttamynd

Vilja lagabreytingar til að auðvelda störf

Send hafa verið bréf til dómsmála- og samgönguráðuneyta þar sem óskað er eftir lagabreytingum til auðvelda störf lögreglu og Neyðarlínunnar. Mikilvægt að breyta lögum svo að hægt sé að sinna lögbundnu hlutverki, segir í bréfinu.

Innlent
Fréttamynd

Verulegt tjón á rafmagnsköplum

Talið er að verulegt tjón hafi orðið á rafmagnsköplum í verksmiðju Norðuráls á Grundartanga í gærkvöldi þegar ál rann út fyrir ker og bræddi kaplana. Slökkviliðið á Akranesi var kallað út um klukkan hálf níu í gærkvöldi vegna reyks sem lagði frá lagnakjallara í skála þrjú.

Innlent
Fréttamynd

Barnaafmæli fagnað í fangelsi

Haldið var upp á afmæli tveggja ára gamallar stúlku í fangelsinu í Kópavogi fyrir skemmstu. Stúlkan hefur dvalið hjá móður sinni í fangelsinu frá fæðingu.

Innlent
Fréttamynd

Kristinn H. segir samkomulag brotið

Kristinn H. Gunnarsson segist hafa gert samkomulag við Hjálmar Árnason um að verða aftur formaður í einni af nefndum þingsins. Það hafi ekki verið efnt. Hjálmar segir Kristin ekki fara rétt með og skilur ekki hvað vakir fyrir honum.

Innlent
Fréttamynd

Átak gegn riðuveiki kostar 667 milljónir

Kostnaður ríkissjóðs vegna baráttu gegn riðuveiki nam 667,4 milljónum króna og kostnaður vegna garnaveiki 90,3 milljónum króna á tímabilinu 1998-2004. Áætlað er að um 182.000 kindum hafi verið fargað vegna aðgerðanna á 18 ára tímabili og að 350 bændur hafi hætt búskap með sauðfé í kjölfar niðurskurðar vegna riðuveiki.

Innlent
Fréttamynd

Söfnun fyrir ekkju hafin

Olga Guðgeirsdóttir, húsmóðir í Vogum, hefur stofnað söfnunarreikning fyrir fjölskyldu Jóhanns Fannars Ingibjörnssonar, sem lést í bílslysi á Garðskagavegi þann 16. ágúst síðastliðinn. Jóhann Fannar lét eftir sig 27 ára eiginkonu og þrjú ung börn.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið kallar á afnám margvíslegra gjalda

Samkeppniseftirlitið segir aðgerða þörf til að efla samkeppni á milli banka. Miðað við afkomu gætu þeir boðið betri kjör. Ný skýrsla sýnir að viðskiptavinir færa sig ógjarnan á milli banka. Huga þarf að eignarhaldi á greiðslukerfum og kortafyrirtækjum.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að styrkja fötluð börn

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Íslands, kynnti í gær verkefnið skorað fyrir gott málefni. Verkefnið er áheit þar sem bankinn mun gefa ákveðna upphæð fyrir hvert skorað mark í næstu umferð Landsbankadeildar karla og kvenna í knattspyrnu.

Innlent
Fréttamynd

Yfir átta hundrað börn bíða

Alls bíða 816 börn eftir vistun á frístundaheimilum í Reykjavík. Flest börn bíða eftir plássi í Grafarvogi og Árbæ eða um 220 á hvorum stað.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú áföll á skömmum tíma

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur og nágrennis, segir það vera áfall fyrir atvinnulífið á Húsavík að Skinney-Þinganes hf. hafi keypt kvóta og skip útgerðarfélagsins Langaness hf. á Húsavík.

Innlent
Fréttamynd

Biðlistar heyra sögunni til

Biðlistar heyra sögunni til hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Um eða yfir tveggja mánaða bið er eftir heyrnartækjum í dag. Guðrún Gísladóttir framkvæmdastjóri segir að biðin í dag sé eðlileg. Vorið 2003 hafi reglugerð um greiðsluþátttöku ríkisins í heyrnartækjum orðið til þess að þáttur einstaklingsins hafi aukist og losnað um flöskuhálsinn. Fjármagn hafi myndast og hagræðing og endurskipulagning á rekstrinum hafi orðið til þess að saxast hafi á biðlistann.

Innlent
Fréttamynd

Hvellur varar ferðamenn við

Hvellbombur voru prófaðar í nágrenni Hrafntinnuskers í gær. Hugmyndin er að þær verði notaðar til þess að vara ferðamenn við ef til Kötlugoss kemur. Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra stendur fyrir prófuninni. Hvellbomban er eins konar flugeldur sem gefur aðeins frá sér hljóð en ekki bjarma. Á sama tíma voru tívolíbombur sprengdar til samanburðar.

Innlent
Fréttamynd

Birkir Jón stýrir fjárlaganefnd

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, er nýr formaður fjárlaganefndar Alþingis. Hann tekur við starfinu af Magnúsi Stefánssyni sem varð félagsmálaráðherra í sumar. Framsóknarmenn gengu frá nýrri skipan í nefndir þingsins á þriðjudagskvöld vegna breytinganna sem urðu á þingliði flokksins í júní.

Innlent
Fréttamynd

Stundum þarf að beita valdi

Landssamband lögreglumanna telur undanfarna umfjöllun um störf lögreglumanna, meðal annars við Kárahnjúka, einsleita. Hún sé til þess fallin að draga úr trúverðugleika lögreglumanna og fagstéttarinnar í heild sinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Mikill áhugi fólks á skipinu

Að sögn Bjarna Thoroddsen, framkvæmdastjóra hjá Stálsmiðjunni í Reykjavíkurhöfn, hefur Hvalur 9 vakið mikla athygli eftir að hann var dreginn upp í slipp í fyrsta sinn síðan 1989.

Innlent
Fréttamynd

Skólaupplýsingar á einn stað

Framhald.is, upplýsingavefur fyrir fólk sem hyggur á framhaldsnám, var opnaður í menntamálaráðuneytinu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði vefinn og tilkynnti á sama tíma um hundrað þúsund króna styrk sem menntamálaráðuneytið veitir til verkefnisins.

Innlent
Fréttamynd

Starfsmenn megi tjá sig

Borgarfulltrúar vinstri grænna gagnrýna ákvörðun stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur um að starfsmaður ætti ekki að tjá sig um málefni Kárahnjúkavirkjunar.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður fyrir að aka of hægt

Ökumaður á Vesturlandsvegi var stöðvaður í gær fyrir að aka of hægt. Ökumaður ók bifreið með hjólhýsi í eftirdragi og ók hann töluvert undir fimmtíu kílómetra hraða, þar sem leyfilegur hámarkshraði er níutíu kílómetrar á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Nálgunarbann í sex mánuði

Hæstiréttur staðfesti í gær sex mánaða nálgunarbann sem maður var dæmdur í gagnvart barnsmóður sinni og sambýlismanni hennar, í héraðsdómi þann 21. ágúst síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Greiðslukortið í farsímanum

Svo gæti farið að örbylgjuflögur (RFID) verði teknar upp í stað greiðslukorta þegar greitt er fyrir vörur og þjónustu. Örbylgjuflögunum væri hægt að koma fyrir í farsímum og yrðu þeir þannig alþjóðlegt greiðslutæki sem gætu komið í stað greiðslukortsins. Stærstu verslunarfyrirtæki heims hafa gert tilraunir og þróað þessa tækni í samstarfi við þekkt tæknifyrirtæki eins og Nokia.

Innlent